„Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2025 07:01 Veronica Ewers hefur verið í fremstu röð í hjólreiðum en það hefur kostað sitt þegar kemur að líkama hennar. Getty/Dario Belingheri Hún var einu sinni einn efnilegasti hjólreiðamaður þjóðar sinnar en þarf nú að taka sér frí frá íþróttinni vegna þess að líkami hennar þurfi nú á algjörri endurstillingu að halda eftir áratuga skaða „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014. Ég hef ofboðið líkama mínum of lengi,“ sagði Veronica Ewers þegar hún tilkynnti að hún væri komin í leyfi frá atvinnumennskunni. Hin 31 árs gamla hjólreiðakona frá Idaho greindi frá því að nýleg blóðprufa hefði sýnt að hormónagildi hennar „væru enn nánast engin“ eftir margra ára alvarlega hormónabælingu og langtímaáhrif átröskunar. Ewers sagði niðurstöðurnar hafa verið átakanlegar. Hún stendur á krossgötum sem neyða hana til að velja á milli þess að halda áfram eins og ekkert sé eða einbeita sér að fullum bata og árangri síðar. Að lokum valdi hún síðari kostinn. Hún mun hvorki keppa né æfa árið 2026. View this post on Instagram A post shared by Cycling Weekly (@cyclingweeklymagazine) „Ég hef komið mér í þessa stöðu með því að ofbjóða líkama mínum of lengi. Líkaminn minn þarf á algjörri endurstillingu að halda áður en hann getur náð sínu besta. Ég er orðin þreytt á því að vera bara meðalmennskan sjálf,“ sagði Ewers. „Mikilvægast af öllu er að ég vil geta farið í gönguferðir, hjólað, hlaupið og svo framvegis þegar ég verð eldri,“ sagði Ewers. Framgangur Ewers í íþróttinni var gríðarlega hraður en á bak við velgengnina leyndist áratuga löng barátta við átröskun og lífeðlisfræðilegar afleiðingar hennar, sem hún hefur lýst ítarlega í eigin skrifum á Substack. „Keppnin endaði ekki með hjólreiðakeppninni,“ skrifaði hún. „Hún hélt áfram í eldhúsinu og við matarborðið.“ „Púkinn“ hennar, eins og hún kallar hann, kom aftur upp á yfirborðið á tímum meiðsla, einangrunar og stöðugrar þarfar til að sanna sig. Nú vinnur Ewers með sérfræðingum og einbeitir sér að því sem hún kallar að endurheimta líkamsþyngd og að takast á við þá sjálfsmyndarbreytingu sem fylgir því að stíga til hliðar úr afreksíþróttum. „Ég veit ekki hver ég er þegar ég er ekki íþróttamaður,“ viðurkenndi hún, þótt hún horfi á framtíðina með einurð: hún neitar að láta „púkann“ ná aftur tökum á sér og vonast til að byggja sig upp í heilbrigðari útgáfu af sjálfri sér, sem getur snúið aftur til keppni þegar hún er tilbúin. „Markmið mitt er að koma aftur á endanum og sýna heiminum hvers ég er megnug í heilbrigðum líkama,“ skrifar hún. View this post on Instagram A post shared by Veronica Ewers (@vkewers) Hjólreiðar Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
„Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014. Ég hef ofboðið líkama mínum of lengi,“ sagði Veronica Ewers þegar hún tilkynnti að hún væri komin í leyfi frá atvinnumennskunni. Hin 31 árs gamla hjólreiðakona frá Idaho greindi frá því að nýleg blóðprufa hefði sýnt að hormónagildi hennar „væru enn nánast engin“ eftir margra ára alvarlega hormónabælingu og langtímaáhrif átröskunar. Ewers sagði niðurstöðurnar hafa verið átakanlegar. Hún stendur á krossgötum sem neyða hana til að velja á milli þess að halda áfram eins og ekkert sé eða einbeita sér að fullum bata og árangri síðar. Að lokum valdi hún síðari kostinn. Hún mun hvorki keppa né æfa árið 2026. View this post on Instagram A post shared by Cycling Weekly (@cyclingweeklymagazine) „Ég hef komið mér í þessa stöðu með því að ofbjóða líkama mínum of lengi. Líkaminn minn þarf á algjörri endurstillingu að halda áður en hann getur náð sínu besta. Ég er orðin þreytt á því að vera bara meðalmennskan sjálf,“ sagði Ewers. „Mikilvægast af öllu er að ég vil geta farið í gönguferðir, hjólað, hlaupið og svo framvegis þegar ég verð eldri,“ sagði Ewers. Framgangur Ewers í íþróttinni var gríðarlega hraður en á bak við velgengnina leyndist áratuga löng barátta við átröskun og lífeðlisfræðilegar afleiðingar hennar, sem hún hefur lýst ítarlega í eigin skrifum á Substack. „Keppnin endaði ekki með hjólreiðakeppninni,“ skrifaði hún. „Hún hélt áfram í eldhúsinu og við matarborðið.“ „Púkinn“ hennar, eins og hún kallar hann, kom aftur upp á yfirborðið á tímum meiðsla, einangrunar og stöðugrar þarfar til að sanna sig. Nú vinnur Ewers með sérfræðingum og einbeitir sér að því sem hún kallar að endurheimta líkamsþyngd og að takast á við þá sjálfsmyndarbreytingu sem fylgir því að stíga til hliðar úr afreksíþróttum. „Ég veit ekki hver ég er þegar ég er ekki íþróttamaður,“ viðurkenndi hún, þótt hún horfi á framtíðina með einurð: hún neitar að láta „púkann“ ná aftur tökum á sér og vonast til að byggja sig upp í heilbrigðari útgáfu af sjálfri sér, sem getur snúið aftur til keppni þegar hún er tilbúin. „Markmið mitt er að koma aftur á endanum og sýna heiminum hvers ég er megnug í heilbrigðum líkama,“ skrifar hún. View this post on Instagram A post shared by Veronica Ewers (@vkewers)
Hjólreiðar Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira