Handbolti

Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aimée von Pereira og félagar í þýska landsliðinu fóru illa með Svartfellinga í kvöld.
Aimée von Pereira og félagar í þýska landsliðinu fóru illa með Svartfellinga í kvöld. Getty/Alex Gottschalk

Þýska kvennalandsliðið í handbolta hélt áfram sigurgöngu sinni á heimsmeistaramótinu í handbolta og er áfram með fullt hús í íslenska milliriðlinum.

Þýska liðið vann átján marka sigur á Svartfellingum í kvöld, 36-18, og hefur nú unnið alla fimm leiki sína á mótinu.

Þýskaland komst í 9-0 í upphafi leiks en það er ekki oft sem við sjáum slíkar tölur í millriðli á HM. Það leit út eins og lið Svartfjallalands væri alveg búið á því eftir leikinn á móti Íslandi á þriðjudaginn.

Þýsku stelpurnar komust í 10-1, 12-2 og 14-4 en þær voru 16-6 yfir í hálfleik.

Fljótlega í seinni hálfleik var staðan orðin 22-9 yfir þýska liðið en Svartfjallaland náði ekki mikið að hægja á þýsku stelpunum eftir það og munurinn varð átján mörk á endanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×