Handbolti

Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistara­deildinni

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Þorkell Magnússon og sonur hans Magnús eru mættir út að styðja stelpurnar okkar. 
Þorkell Magnússon og sonur hans Magnús eru mættir út að styðja stelpurnar okkar.  sýn skjáskot

Það er nóg að gera hjá handboltapabbanum Þorkeli Magnússyni í kvöld. Sonur hans er að spila í Meistaradeildinni og dóttirin á HM.

Þorkell er mættur ásamt syni sínum og eiginkonu í höllina í Dortmund og spjallaði við fréttamann fyrir Sportpakka Sýnar.

Hann er faðir Elínar Klöru, sem spilar með íslenska landsliðinu gegn Spáni rétt á eftir, og Orra Freys, sem er að spila með Sporting gegn Veszprém í kvöld.

„Það kemur fyrir, að það eru nokkrir leikir í gangi í einu“ sagði faðirinn stoltur.

Fjölskylda Elínar og Orra hefur verið á HM allan tímann og elt liðið úr riðlakeppninni í Stuttgart yfir í milliriðilinn í Dortmund.

Þau hafa líka fleiri tengingar við liðið því línukonan Alexandra Líf Arnarsdóttir er kærasta Orra Freys.

„Já, reyndar, það er gaman að því. Þær hafa báðir staðið sig vel og verið gaman að fylgjast með þeim“ sagði Þorkell en innslagið úr Sportpakka Sýnar má sjá hér fyrir neðan. 

Klippa: Stelpurnar okkar spenntar fyrir Spánverjum



Fleiri fréttir

Sjá meira


×