Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. desember 2025 08:08 Þann 22 September 2025 var öll flugumferð stöðvuð í fjóra klukkutíma á flugvellinum í Kaupmannahöfn vegna óþekktra dróna á sveimi. EPA/STEVEN KNAP Dönsku lögreglunni er óheimilt að skjóta niður „friðsamlega“ dróna og má aðeins skjóta niður dróna úr lofti ef þeir eru taldir hættulegir. Gildir það jafnvel þótt um sé að ræða ólöglega dróna sem flogið er í óleyfi eða á svæði þar sem það er bannað. Þetta staðfestir danska dómsmálaráðuneytið nú en heilmikil umræða skapaðist um það hvers vegna óvelkomnir drónar sem röskuðu flugumferð á dönskum flugvöllum fyrr í haust voru ekki bara skotnir niður. Það vakti heimsathygli þegar lofthelgi Kaupmannahafnarflugvallar var lokað í um fjóra klukkutíma síðla kvölds þann 22. september síðastliðinn. Síðan hafa sambærilegar uppákomur átt sér stað víðar um Danmörku og í Evrópu, en í aðdragandanum höfðu rússneskir drónar rofið lofthelgi annarra Evrópuríkja. Ólögmæti og skortur á heimild til drónaflugs dugar ekki til Bæði fjölmiðlar og almenningur í Danmörku hafa síðan ítrekað spurt hvers vegna í ósköpunum drónarnir voru ekki bara skotnir niður. Svörin hafa síðan yfirleitt verið á þá leið að stjórnvöld geti skotið dróna niður, hins vegar hafi aðstæður verið metnar svo að ákveðið var að gera það ekki af öryggisástæðum. En nú kemur á daginn að hvorki lögreglan né herinn má skjóta niður óðþekkta dróna sem ekki eru hættulegir, líkt og í tilfelli sem því sem varð þann 22. september að því er fram kemur í umfjöllun danska ríkisútvarpsins, DR. Á hverjum blaðamannafundinum á fætur öðrum voru Peter Hummelgaard dómsmálaráðherra sem og fulltrúar lögreglunnar og hersins spurðir hvers vegna drónarnir voru ekki skotnir niður.EPA/Thomas Traasdahl Rætt var við Marc Schack, lögspeking og lektor í almanna- og þjóðaröryggismálum í Kaupmannahafnarháskóla sem hefur sökkt sér ofan í lög um notkun skotvopna og kemst að þessari niðurstöðu. „Ef við erum í þeirri stöðu sem stjórnvöld segja, það er að ekki hafi verið raunveruleg hætta á ferðum gagnvart fólki á jörðu niðri, og við vitum ekki hver var að verkum, þá má mann ekki með lögmætum hætti skjóta dróna niður,“ segir Schack. „Strangt til tekið á maður að standa og bíða þangað til dróninn flýgur sjálfur á brott ef eina leiðin til að stoppa hann er annars að skjóta hann niður. Samkvæmt reglunum þá á maður að láta hann vera,“ segir Schack sem ítrekar að túlkunin sé byggð á því, sem ítrekað hafi komið fram í máli stjórnvalda, að ekki hafi verið talin hætta stafa að almenningi vegna drónanna. Fallast loks á túlkunina og hafa boðað breytingar Hingað til hafa stjórnvöld ekki tjáð sig með sambærilegum hætti um þessa túlkun laganna. DR hafi síðan í september spurt varnarmálaráðuneytið, dómsmálaráðuneytið, Ríkislögreglustjóra, lögregluna í Kaupmannahöfn og dómsmálaráðherrann um það hvort sé til staðar í lögum heimild til að skjóta niður ólöglega, óþekkta og óhættulega dróna, til dæmis yfir flugvellinum í Kaupmannahöfn. Jafnvel þótt bæði ráðherra og lögreglan hafi sagt að stjórnvöld gætu skotið drónana niður þá mega þau það ekki að sögn Schack. „Nei, ekki í tilfellum eins og því sem er lýst,“ segir hann, en ástæðan er lagatæknileg. Í sumar voru hins vegar gerðar breytingar á lögum sem nú heimila hernum að skjóta niður dróna sem flogið er yfir hernaðarlega innviði og konunglegar hallir. Sú heimild nær þó ekki til annarra staða um landið. Boðaðar hafa verið breytingar sem ætlað er að rýmka þessar reglur, og loks nú hefur dómsmálaráðuneytið svarað DR á þá leið að lögreglunni sé aðeins heimilt að nota skotvopn til að skjóta niður dróna ef hætta er á ferðum. Danmörk Ólögleg drónaumferð á evrópskum flugvöllum Fjölþáttaógnir Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
Það vakti heimsathygli þegar lofthelgi Kaupmannahafnarflugvallar var lokað í um fjóra klukkutíma síðla kvölds þann 22. september síðastliðinn. Síðan hafa sambærilegar uppákomur átt sér stað víðar um Danmörku og í Evrópu, en í aðdragandanum höfðu rússneskir drónar rofið lofthelgi annarra Evrópuríkja. Ólögmæti og skortur á heimild til drónaflugs dugar ekki til Bæði fjölmiðlar og almenningur í Danmörku hafa síðan ítrekað spurt hvers vegna í ósköpunum drónarnir voru ekki bara skotnir niður. Svörin hafa síðan yfirleitt verið á þá leið að stjórnvöld geti skotið dróna niður, hins vegar hafi aðstæður verið metnar svo að ákveðið var að gera það ekki af öryggisástæðum. En nú kemur á daginn að hvorki lögreglan né herinn má skjóta niður óðþekkta dróna sem ekki eru hættulegir, líkt og í tilfelli sem því sem varð þann 22. september að því er fram kemur í umfjöllun danska ríkisútvarpsins, DR. Á hverjum blaðamannafundinum á fætur öðrum voru Peter Hummelgaard dómsmálaráðherra sem og fulltrúar lögreglunnar og hersins spurðir hvers vegna drónarnir voru ekki skotnir niður.EPA/Thomas Traasdahl Rætt var við Marc Schack, lögspeking og lektor í almanna- og þjóðaröryggismálum í Kaupmannahafnarháskóla sem hefur sökkt sér ofan í lög um notkun skotvopna og kemst að þessari niðurstöðu. „Ef við erum í þeirri stöðu sem stjórnvöld segja, það er að ekki hafi verið raunveruleg hætta á ferðum gagnvart fólki á jörðu niðri, og við vitum ekki hver var að verkum, þá má mann ekki með lögmætum hætti skjóta dróna niður,“ segir Schack. „Strangt til tekið á maður að standa og bíða þangað til dróninn flýgur sjálfur á brott ef eina leiðin til að stoppa hann er annars að skjóta hann niður. Samkvæmt reglunum þá á maður að láta hann vera,“ segir Schack sem ítrekar að túlkunin sé byggð á því, sem ítrekað hafi komið fram í máli stjórnvalda, að ekki hafi verið talin hætta stafa að almenningi vegna drónanna. Fallast loks á túlkunina og hafa boðað breytingar Hingað til hafa stjórnvöld ekki tjáð sig með sambærilegum hætti um þessa túlkun laganna. DR hafi síðan í september spurt varnarmálaráðuneytið, dómsmálaráðuneytið, Ríkislögreglustjóra, lögregluna í Kaupmannahöfn og dómsmálaráðherrann um það hvort sé til staðar í lögum heimild til að skjóta niður ólöglega, óþekkta og óhættulega dróna, til dæmis yfir flugvellinum í Kaupmannahöfn. Jafnvel þótt bæði ráðherra og lögreglan hafi sagt að stjórnvöld gætu skotið drónana niður þá mega þau það ekki að sögn Schack. „Nei, ekki í tilfellum eins og því sem er lýst,“ segir hann, en ástæðan er lagatæknileg. Í sumar voru hins vegar gerðar breytingar á lögum sem nú heimila hernum að skjóta niður dróna sem flogið er yfir hernaðarlega innviði og konunglegar hallir. Sú heimild nær þó ekki til annarra staða um landið. Boðaðar hafa verið breytingar sem ætlað er að rýmka þessar reglur, og loks nú hefur dómsmálaráðuneytið svarað DR á þá leið að lögreglunni sé aðeins heimilt að nota skotvopn til að skjóta niður dróna ef hætta er á ferðum.
Danmörk Ólögleg drónaumferð á evrópskum flugvöllum Fjölþáttaógnir Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira