Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. desember 2025 10:28 Þessi U 32 kafbátur þýska flotans tók þátt í æfingu á Norðursjó í grennd við Harstad í Noregi í október. Getty/Sean Gallup Norsk stjórnvöld ætla að verja milljörðum norskra króna í að festa kaup á kafbátum og langdrægum vopnum. Ríkisstjórn landsins er sögð munu samþykkja meiriháttar útgjöld vegna kaupa á vopnum fyrir norska herinn í dag. Þegar hafa Norðmenn pantað fjóra þýska kafbátá til stendur til að festa kaup á tveimur til viðbótar, sem ætlað er að leysa af þá sex sem Norðmenn eiga fyrir. Norska TV2 greinir frá þessu en um er að ræða kafbáta fyrir norska sjóherinn og langdræg vopn fyrir herinn sem hafa drægni til að hitta skotmörk í allt að 500 kílómetra fjarlægð. Þegar liggur fyrir pöntun Norðmanna á kaupum á fjórum 212CD kafbátum frá þýskum framleiðanda. Jafnan kostar hver bátur um þrettán milljarða norskra króna stykkið að því er fram kemur í umfjöllun TV2, en það gera um 165 milljarða íslenskra króna á hvern bát. Þegar eiga Norðmenn sex kafbáta af Ula-gerðinni en í ríkisráði í dag stendur til að samþykkja pöntun á tveimur til viðbótar við þá fjóra sem þegar eru í pöntun. Nýju bátarnir sem nú á að festa kaup á eru umtalsvert stærri en Ula-bátarnir sem Norðmenn eiga fyrir og gert er ráð fyrir að sá fyrsti verði afhentur árið 2029. Nákvæm, langdræg vopn ofarlega á óskalistanum Þá kveðst TV2 hafa upplýsingar um að stjórnvöld séu líka í þann mund að taka ákvörðun um að kaupa langdrægar skotflaugar sem geti hitt skotmörk í allt að 500 kílómetra fjarlægð líkt og með nákvæmni upp á tíu metra radíus frá skotmarki. Þar sé um að ræða glænýja tegund vopna sem Norðmenn eiga ekki fyrir í sínu vopnabúri. Vopn sem eru ofarlega á forgangslista NATO og norska hersins. Val Norðmanna á þessum vopnum stendur á milli vopna frá þýskum, suður-kóreskum eða bandarískum framleiðendum. Verðbólga á vopnamarkaði Í umfjöllun VG um málið segir að gert sé ráð fyrir að kaupa langdræg vopn fyrir um nítján milljarða norskra króna. Norsk stjórnvöld hafa þegar ákveðið að auka útgjöld sín til varnarmála um 600 milljarða til ársins 2036, en bent er á í umfjöllun TV2 að í ljósi mikillar eftirspurnar sé fyrirsjáanleg verðbólga á vopnamarkaði með tilheyrandi kostnaði. Danir ákváðu nýverið að í fyrsta sinn skuli Danir eignast langdræg vopn. Þeim sé ætlað að hafa fælingarmátt að sögn danskra stjórnvalda og norski varnarmálaráðherrann Tore O. Sandvik tekur í svipaðann streng. „Við erum að kaupa hergögn til að koma í veg fyrir að þurfa að nota þau. Við beitum fælingarmætti til að tryggja áframhaldandi frið í Noregi, og fæla mögulega fjendur frá því að ráðast á Noreg,“ segir Sandvik við TV2. Noregur Hernaður Öryggis- og varnarmál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Norska TV2 greinir frá þessu en um er að ræða kafbáta fyrir norska sjóherinn og langdræg vopn fyrir herinn sem hafa drægni til að hitta skotmörk í allt að 500 kílómetra fjarlægð. Þegar liggur fyrir pöntun Norðmanna á kaupum á fjórum 212CD kafbátum frá þýskum framleiðanda. Jafnan kostar hver bátur um þrettán milljarða norskra króna stykkið að því er fram kemur í umfjöllun TV2, en það gera um 165 milljarða íslenskra króna á hvern bát. Þegar eiga Norðmenn sex kafbáta af Ula-gerðinni en í ríkisráði í dag stendur til að samþykkja pöntun á tveimur til viðbótar við þá fjóra sem þegar eru í pöntun. Nýju bátarnir sem nú á að festa kaup á eru umtalsvert stærri en Ula-bátarnir sem Norðmenn eiga fyrir og gert er ráð fyrir að sá fyrsti verði afhentur árið 2029. Nákvæm, langdræg vopn ofarlega á óskalistanum Þá kveðst TV2 hafa upplýsingar um að stjórnvöld séu líka í þann mund að taka ákvörðun um að kaupa langdrægar skotflaugar sem geti hitt skotmörk í allt að 500 kílómetra fjarlægð líkt og með nákvæmni upp á tíu metra radíus frá skotmarki. Þar sé um að ræða glænýja tegund vopna sem Norðmenn eiga ekki fyrir í sínu vopnabúri. Vopn sem eru ofarlega á forgangslista NATO og norska hersins. Val Norðmanna á þessum vopnum stendur á milli vopna frá þýskum, suður-kóreskum eða bandarískum framleiðendum. Verðbólga á vopnamarkaði Í umfjöllun VG um málið segir að gert sé ráð fyrir að kaupa langdræg vopn fyrir um nítján milljarða norskra króna. Norsk stjórnvöld hafa þegar ákveðið að auka útgjöld sín til varnarmála um 600 milljarða til ársins 2036, en bent er á í umfjöllun TV2 að í ljósi mikillar eftirspurnar sé fyrirsjáanleg verðbólga á vopnamarkaði með tilheyrandi kostnaði. Danir ákváðu nýverið að í fyrsta sinn skuli Danir eignast langdræg vopn. Þeim sé ætlað að hafa fælingarmátt að sögn danskra stjórnvalda og norski varnarmálaráðherrann Tore O. Sandvik tekur í svipaðann streng. „Við erum að kaupa hergögn til að koma í veg fyrir að þurfa að nota þau. Við beitum fælingarmætti til að tryggja áframhaldandi frið í Noregi, og fæla mögulega fjendur frá því að ráðast á Noreg,“ segir Sandvik við TV2.
Noregur Hernaður Öryggis- og varnarmál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira