Úrslitin í beinni í kvöld: „Ég er vanari fyrir framan myndavélarnar“ Sindri Sverrisson skrifar 6. desember 2025 09:30 Halli Egils var laufléttur í gær og segir spennuna ekki taka völdin fyrr en hann mæti á svæðið á Bullseye. Sýn Sport Pílukastarinn magnaði Halli Egils hugðist hætta en 7.000 Þjóðverjar létu hann skipta um skoðun. Í kvöld getur hann unnið Úrvalsdeildina í pílukasti í annað sinn, fyrir framan sjónvarpsmyndavélarnar og fullan sal af fólki á Bullseye við Snorrabraut. Úrslitaeinvígi Halla og Alexanders Veigars Þorvaldssonar verður í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland klukkan 20 í kvöld. Félagarnir vörðu stórum hluta gærdagsins saman en Halli segist ekki hafa nýtt þann tíma í neinn sálfræðihernað, enda sé það tilgangslaust gegn Alexander. „Nei, það er algjör óþarfi. Hann er pollrólegur og það sést ekkert á honum. Maður þarf bara að mæta. Sálfræðihernaðurinn snýst bara um að „taka út“ á undan,“ segir Halli. Viðtalið við Halla má sjá hér að neðan. Klippa: Halli Egils fyrir úrslitaeinvígið á Bullseye Eins og fyrr segir má fastlega búast við fullum sal af fólki á Bullseye og mikilli stemningu nú þegar úrslitin ráðast, eftir skemmtileg keppniskvöld síðustu helgar. Halli nýtur sín í slíkri stemningu: „Ég spilaði í Frankfurt fyrir framan 7.000 manns í salnum og það var sturlað. Æðislega gaman. Ég ætlaði að hætta eftir það ár en þegar ég fann þessa tilfinningu þá hugsaði ég: Nei, ég vil meira.“ „Veit að ég get gert betur“ „Ég spennist upp þegar ég mæti á svæðið og byrja að æfa mig en svo er ég búinn að ná mér niður áður en ég fer upp að línu. Ég þarf bara að spila eins og ég veit að ég get. Ég setti met hérna fyrsta sjónvarpskvöldið. Ég hef ekki verið að spila eins vel og ég hefði viljað en ég veit að ég get gert betur á morgun,“ segir Halli og telur sig eiga meira inni en hann hefur sýnt: „Miklu, miklu meira. Ég spái því að annar okkar muni eiga níu pílna séns. Ég tek það stórt upp í mig,“ segir Halli en það telst fullkomin frammistaða í pílukasti þegar menn þurfa aðeins níu pílur til að klára 501 og vinna einn legg. „Rennur varla í honum blóðið“ Halli veit vel að hann fær góða mótspyrnu í kvöld: „Alexander er bara svakalegur skorari. Flottur í útskotunum, og hann er pollrólegur á sviði. Það rennur varla í honum blóðið. Hann er frábær íþróttamaður,“ segir Halli en vonar að það hjálpi sér að hafa unnið mótið fyrir tveimur árum. Þeir Vitor Charrua eru einu mennirnir sem hafa unnið mótið en það gerði Vitor 2022 og 2024, og Halli 2023. „Ég er vanari fyrir framan myndavélarnar. Hef unnið fleiri mót fyrir framan myndavélarnar en hann er farinn að vinna núna og tók sinn fyrsta stóra sjónvarpstitil á Sjally Pally á Akureyri, og ég var búinn að spá því að þegar hann tæki þann fyrsta þá myndi hann ekki hætta.“ Úrslitaeinvígið í Úrvalsdeildinni í pílukasti hefst klukkan 20 á Sýn Sport Ísland, í beinni útsendingu frá Bullseye. Pílukast Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Aston Villa - Arsenal | Tvö eldheit lið á Villa Park Enski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Aston Villa - Arsenal | Tvö eldheit lið á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Úrslitin í beinni í kvöld: „Ég er vanari fyrir framan myndavélarnar“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Dagskráin: Úrvalsdeildin í pílu, Bónusdeildin, formúlan og Doc Zone „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Arnór með stórleik í sænska handboltanum Sjá meira
Úrslitaeinvígi Halla og Alexanders Veigars Þorvaldssonar verður í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland klukkan 20 í kvöld. Félagarnir vörðu stórum hluta gærdagsins saman en Halli segist ekki hafa nýtt þann tíma í neinn sálfræðihernað, enda sé það tilgangslaust gegn Alexander. „Nei, það er algjör óþarfi. Hann er pollrólegur og það sést ekkert á honum. Maður þarf bara að mæta. Sálfræðihernaðurinn snýst bara um að „taka út“ á undan,“ segir Halli. Viðtalið við Halla má sjá hér að neðan. Klippa: Halli Egils fyrir úrslitaeinvígið á Bullseye Eins og fyrr segir má fastlega búast við fullum sal af fólki á Bullseye og mikilli stemningu nú þegar úrslitin ráðast, eftir skemmtileg keppniskvöld síðustu helgar. Halli nýtur sín í slíkri stemningu: „Ég spilaði í Frankfurt fyrir framan 7.000 manns í salnum og það var sturlað. Æðislega gaman. Ég ætlaði að hætta eftir það ár en þegar ég fann þessa tilfinningu þá hugsaði ég: Nei, ég vil meira.“ „Veit að ég get gert betur“ „Ég spennist upp þegar ég mæti á svæðið og byrja að æfa mig en svo er ég búinn að ná mér niður áður en ég fer upp að línu. Ég þarf bara að spila eins og ég veit að ég get. Ég setti met hérna fyrsta sjónvarpskvöldið. Ég hef ekki verið að spila eins vel og ég hefði viljað en ég veit að ég get gert betur á morgun,“ segir Halli og telur sig eiga meira inni en hann hefur sýnt: „Miklu, miklu meira. Ég spái því að annar okkar muni eiga níu pílna séns. Ég tek það stórt upp í mig,“ segir Halli en það telst fullkomin frammistaða í pílukasti þegar menn þurfa aðeins níu pílur til að klára 501 og vinna einn legg. „Rennur varla í honum blóðið“ Halli veit vel að hann fær góða mótspyrnu í kvöld: „Alexander er bara svakalegur skorari. Flottur í útskotunum, og hann er pollrólegur á sviði. Það rennur varla í honum blóðið. Hann er frábær íþróttamaður,“ segir Halli en vonar að það hjálpi sér að hafa unnið mótið fyrir tveimur árum. Þeir Vitor Charrua eru einu mennirnir sem hafa unnið mótið en það gerði Vitor 2022 og 2024, og Halli 2023. „Ég er vanari fyrir framan myndavélarnar. Hef unnið fleiri mót fyrir framan myndavélarnar en hann er farinn að vinna núna og tók sinn fyrsta stóra sjónvarpstitil á Sjally Pally á Akureyri, og ég var búinn að spá því að þegar hann tæki þann fyrsta þá myndi hann ekki hætta.“ Úrslitaeinvígið í Úrvalsdeildinni í pílukasti hefst klukkan 20 á Sýn Sport Ísland, í beinni útsendingu frá Bullseye.
Pílukast Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Aston Villa - Arsenal | Tvö eldheit lið á Villa Park Enski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Aston Villa - Arsenal | Tvö eldheit lið á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Úrslitin í beinni í kvöld: „Ég er vanari fyrir framan myndavélarnar“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Dagskráin: Úrvalsdeildin í pílu, Bónusdeildin, formúlan og Doc Zone „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Arnór með stórleik í sænska handboltanum Sjá meira