Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Sindri Sverrisson skrifar 6. desember 2025 10:45 Heimir Hallgrímsson var viðstaddur HM-dráttinn í Washington í gær. Getty/Emilee Chinn Heimir Hallgrímsson er staðráðinn í að stýra Írum inn á HM í fótbolta, í fyrsta sinn frá árinu 2002, og nú er ljóst hvaða lið bíða Írlands í riðlakeppninni komist liðið inn á mótið. Gestgjafar Mexíkó, Suður-Afríka og Suður-Kórea eru saman í riðli með einni Evrópuþjóð sem mögulegt er að verði Írar. Þeir þurfa þá að vinna Tékkland í Prag í mars og svo Danmörku eða Norður-Makedóníu á heimavelli í úrslitaleik fimm dögum síðar. „Ég er spenntur. Ég veit að við erum ekki komnir inn en ég er spenntur. Við vonuðumst til að vera í Bandaríkjunum, út af öllu írskættaða fólkinu sem eru í Bandaríkjunum. En ég hef verið nokkrum sinnum á leikjum í Mexíkó, þar er stór leikvangur. Þannig að vonandi, ef við komumst þangað, fáum við fullt af írskum stuðningsmönnum,“ sagði Heimir við RTE. „Mér finnst þetta nokkuð jafn riðill að því leyti að þarna er ekki lið eins og Brasilía eða Argentína sem eru venjulega sigurstranglegust í riðlinum. Ég held að það hafi verið gott að lenda í riðli með gestgjafaþjóð, hvort sem það var Kanada, Bandaríkin eða Mexíkó. Ég veit að Mexíkó og að spila í Mexíkó verður alltaf krefjandi leikur. En á móti kemur að stuðningsmennirnir í Mexíkó eru mjög kröfuharðir. Stundum snúast þeir gegn eigin liði ef því gengur ekki vel. Þetta er riðill sem við getum unnið ef við komumst þangað. Þetta er riðill sem við myndum telja okkur geta komist upp úr, en við vitum að við þurfum að einbeita okkur að því sem er fram undan og halda augum okkar og einbeitingu á næsta andstæðingi, sem er Tékkland,“ sagði Heimir. Gengur út frá því að Írland verði með á HM Hann er bjartsýnn á að Írland verði með á HM, þó að ljóst sé að umspilið verði afar krefjandi. „Ég er jákvæður raunsæismaður, myndi ég segja, og ég hef sagt frá upphafi að við munum komast áfram. Ég ætla ekki að breyta því, en auðvitað er það svolítið vanvirðing við alla hina andstæðingana sem við spilum við fram að því að segja að við séum komnir. Þannig höfum við unnið frá fyrsta degi og þannig munum við halda áfram að sigra, halda áfram að vinna. Við ætlum ekki að breyta því. Við ætlum að undirbúa okkur fyrir að vera hér á besta mögulega hátt. Við erum að fjárfesta í því. Þess vegna erum við hér [við dráttinn í gær]. Þess vegna erum við að taka þátt í öllum vinnustofum og öllum fundum um miðasölu og skipulagningu í kringum heimsmeistaramótið. Þetta verður stórt mót, svo við verðum að vera tilbúnir.“ HM 2026 í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sjá meira
Gestgjafar Mexíkó, Suður-Afríka og Suður-Kórea eru saman í riðli með einni Evrópuþjóð sem mögulegt er að verði Írar. Þeir þurfa þá að vinna Tékkland í Prag í mars og svo Danmörku eða Norður-Makedóníu á heimavelli í úrslitaleik fimm dögum síðar. „Ég er spenntur. Ég veit að við erum ekki komnir inn en ég er spenntur. Við vonuðumst til að vera í Bandaríkjunum, út af öllu írskættaða fólkinu sem eru í Bandaríkjunum. En ég hef verið nokkrum sinnum á leikjum í Mexíkó, þar er stór leikvangur. Þannig að vonandi, ef við komumst þangað, fáum við fullt af írskum stuðningsmönnum,“ sagði Heimir við RTE. „Mér finnst þetta nokkuð jafn riðill að því leyti að þarna er ekki lið eins og Brasilía eða Argentína sem eru venjulega sigurstranglegust í riðlinum. Ég held að það hafi verið gott að lenda í riðli með gestgjafaþjóð, hvort sem það var Kanada, Bandaríkin eða Mexíkó. Ég veit að Mexíkó og að spila í Mexíkó verður alltaf krefjandi leikur. En á móti kemur að stuðningsmennirnir í Mexíkó eru mjög kröfuharðir. Stundum snúast þeir gegn eigin liði ef því gengur ekki vel. Þetta er riðill sem við getum unnið ef við komumst þangað. Þetta er riðill sem við myndum telja okkur geta komist upp úr, en við vitum að við þurfum að einbeita okkur að því sem er fram undan og halda augum okkar og einbeitingu á næsta andstæðingi, sem er Tékkland,“ sagði Heimir. Gengur út frá því að Írland verði með á HM Hann er bjartsýnn á að Írland verði með á HM, þó að ljóst sé að umspilið verði afar krefjandi. „Ég er jákvæður raunsæismaður, myndi ég segja, og ég hef sagt frá upphafi að við munum komast áfram. Ég ætla ekki að breyta því, en auðvitað er það svolítið vanvirðing við alla hina andstæðingana sem við spilum við fram að því að segja að við séum komnir. Þannig höfum við unnið frá fyrsta degi og þannig munum við halda áfram að sigra, halda áfram að vinna. Við ætlum ekki að breyta því. Við ætlum að undirbúa okkur fyrir að vera hér á besta mögulega hátt. Við erum að fjárfesta í því. Þess vegna erum við hér [við dráttinn í gær]. Þess vegna erum við að taka þátt í öllum vinnustofum og öllum fundum um miðasölu og skipulagningu í kringum heimsmeistaramótið. Þetta verður stórt mót, svo við verðum að vera tilbúnir.“
HM 2026 í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti