Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Agnar Már Másson skrifar 6. desember 2025 12:02 „Svona getur gerst þegar hitnar í kolunum og forseti Alþingis er bara mannleg eins og annað fólk,“ skrifar Þórunn Sveinbjarnardóttir. Vísir/Vilhelm Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, biðst afsökunar á ummælum sínum á Alþingi í gær þar sem hún kallaði stjórnarandstöðuna „andskotans pakk“. Hún kveðst vera mannleg eins og annað fólk. „Það var hvort tveggja óheppilegt og miður að þessi orð skyldu falla á leið minni út úr þingsalnum í gær og ástæða til að biðjast afsökunar á þeim,“ skrifar þingforsetinn í skriflegri yfirlýsingu til Vísis. Hún vildi ekki veita viðtal. Þórunn lét ófögur orð falla eftir að hún gerði hlé á þingfundi í gær. „Ég er komin með nóg. „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk,“ heyrðist Þórunn segja eftir að hún gerði tíu mínútna hlé á þingfundi og kallaði til fundar með þingflokksformönnum. Sagði hún þetta eftir að þingmenn stjórnarandstöðunnar höfðu stigið í stríðum straumi í ræðustól til þess að gagnrýna Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra undir liðnum fundarstjórn forseta. Hitnað í kolunum „Svona getur gerst þegar hitnar í kolunum og forseti Alþingis er bara mannleg eins og annað fólk,“ skrifar Þórunn enn fremur í yfirlýsingunni. Vissulega hefur hitnað í kolunum á þinginu í vikunni. Allt ætlaði um koll að keyra á Alþingi á fimmtudag þegar þingmenn stjórnarandstöðunnar lýstu óánægju sinni með að Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, hefði verið tekinn af lista yfir ráðherra sem sitja áttu fyrir svörum í óundirbúnum fyrirspurnartíma. Þeir ætluðu einmitt að spyrja hann út í embættisfærslur hans í máli skólameistara Borgarholtsskóla. Hann reyndist vera veikur. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra spurði þá forseta Alþingis hvort ekki væri hægt að „stoppa þetta.“ Ekki fyrstu ummælin sem vekja hneykslan Þetta er ekki í fyrsta sinn á stjórnmálaferli Þórunnar sem hún finnur sig knúna til að biðjast afsökunar á ófögru orðbragði. Árið 2010 bað hún fréttamann RÚV um að „segja frænda þínum að hoppa upp í rassgatið á sér“ án þess að fatta að hún væri enn í beinni útsendingu. Fréttamaðurinn, Ægir Þór Eysteinsson, sem nú er upplýsingafulltrúi Utanríkisráðuneytisins, útskýrði á sínum tíma að þetta hafi mjög greinilega verið grín af hálfu Þórunnar en frændi fréttamannsins hafði reynt að trufla viðtalið. Alþingi Samfylkingin Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Það var hvort tveggja óheppilegt og miður að þessi orð skyldu falla á leið minni út úr þingsalnum í gær og ástæða til að biðjast afsökunar á þeim,“ skrifar þingforsetinn í skriflegri yfirlýsingu til Vísis. Hún vildi ekki veita viðtal. Þórunn lét ófögur orð falla eftir að hún gerði hlé á þingfundi í gær. „Ég er komin með nóg. „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk,“ heyrðist Þórunn segja eftir að hún gerði tíu mínútna hlé á þingfundi og kallaði til fundar með þingflokksformönnum. Sagði hún þetta eftir að þingmenn stjórnarandstöðunnar höfðu stigið í stríðum straumi í ræðustól til þess að gagnrýna Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra undir liðnum fundarstjórn forseta. Hitnað í kolunum „Svona getur gerst þegar hitnar í kolunum og forseti Alþingis er bara mannleg eins og annað fólk,“ skrifar Þórunn enn fremur í yfirlýsingunni. Vissulega hefur hitnað í kolunum á þinginu í vikunni. Allt ætlaði um koll að keyra á Alþingi á fimmtudag þegar þingmenn stjórnarandstöðunnar lýstu óánægju sinni með að Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, hefði verið tekinn af lista yfir ráðherra sem sitja áttu fyrir svörum í óundirbúnum fyrirspurnartíma. Þeir ætluðu einmitt að spyrja hann út í embættisfærslur hans í máli skólameistara Borgarholtsskóla. Hann reyndist vera veikur. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra spurði þá forseta Alþingis hvort ekki væri hægt að „stoppa þetta.“ Ekki fyrstu ummælin sem vekja hneykslan Þetta er ekki í fyrsta sinn á stjórnmálaferli Þórunnar sem hún finnur sig knúna til að biðjast afsökunar á ófögru orðbragði. Árið 2010 bað hún fréttamann RÚV um að „segja frænda þínum að hoppa upp í rassgatið á sér“ án þess að fatta að hún væri enn í beinni útsendingu. Fréttamaðurinn, Ægir Þór Eysteinsson, sem nú er upplýsingafulltrúi Utanríkisráðuneytisins, útskýrði á sínum tíma að þetta hafi mjög greinilega verið grín af hálfu Þórunnar en frændi fréttamannsins hafði reynt að trufla viðtalið.
Alþingi Samfylkingin Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira