Innlent

Gefa út lit­lausa við­vörun

Bjarki Sigurðsson skrifar
Varað er við snörpum vindhviðum undir Eyjafjöllum.
Varað er við snörpum vindhviðum undir Eyjafjöllum. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan varar við snörpum vindhviðum á morgun undir Eyjafjöllum, í Mýrdal og Öræfum. Í tilkynningu á vef stofnunarinnar kemur fram að varasamt sé að aka um svæðið á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. 

Tilkynningin birtist í haus undir efnisflipum á vef Veðurstofunnar. Athygli vekur að kort yfir viðvaranir er autt, það er að þetta er ekki litakóðuð viðvörun heldur litlaus. 

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að hæðin yfir Grænlandi haldi velli eins og undanfarna daga og lægðir suður í hafi haldi fremur mildri austan- og norðaustanátt að landinu. Í dag hafi úrkoman verið bundin við austanvert landið og hiti komst hæst í ellefu stig í Skaftafelli.

Á morgun má búast við allhvössum vindi norðvestantil og hvassviðri syðst á landinu, en hægari annars staðar. Lengst af þurrt á Vesturlandi, annars dálítil rigning eða slydda öðru hverju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×