Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Agnar Már Másson skrifar 7. desember 2025 09:34 Hermenn birtust á skjám landsmanna í Benín og sögðust hafa rænt völdum. Skjáskot Hópur hermanna reyndi að taka völd í eigin hendur í Benín í morgun en ríkisstjórnarliðar segjast hafa stöðvað valdaránstilraunina. Hópur hermanna birtist í ríkissjónvarpi Benín um kl. 8.40 að íslenskum tíma og tilkynnti að búið væri að leysa upp ríkisstjórnina. Er þetta enn önnur valdaránstilraunin í Vestur-Afríku á síðasta mánuði. Hermennirnir sögðust hafa steypt af stóli Patrice Talon forseta, sem hefur verið þjóðarhöfðingi Benín síðan 2016. Hópurinn kallar sig einhvers konar hernaðarnefnd um endurstofnun (fr. le Comité militaire pour la refondation). Coup d'État au #Bénin: L’armée prend le pouvoir ce dimanche. Elle suspend la Constitution de novembre 2025 et dissout toutes les institutions. Les forces militaires ferment toutes les frontières terrestres, maritimes et aériennes. pic.twitter.com/HGkntQYGRl— Jospin Hangi (@hangijospin) December 7, 2025 France24 kveðst hafa heimildir fyrir því að valdaránstilraunin hafi hafist með árás á heimili forsetans í höfuðborginni Porto-Novo. Benín á landamæri að Tógó í vestri, Nígeríu í austri auk Búrkína Fasó og Níger í norðri. Skrifstofa forsetans segir nú að hermönnum sem væru hliðhollir forsetanum hafi tekist að stöðva valdaránstilraunina og að forsetinn væri heill á húfi, samkvæmt France24. Talon forseti má ekki sækjast eftir endurkjöri í komandi forsetakosningum í apríl 2026 en samflokksmaður Talons, Romuald Wadagni fyrrverandi fjármálaráðherra, þykir langlíklegastur til þess að vinna kosningarnar að sögn France24. Kjörnefnd hafði vísað frá framboði stjórnarandstæðingsins Renaud Agbodjo þar á þeim grundvelli að hann hefði ekki nægilega mörg meðmæli. Í nóvember ákvað löggjafinn í Benín að lengja kjörtímabil forseta úr fimm árum í sjö. Undanfarin ár hafa fjölmörg valdarán verið framin í Vestur-Afríku og á Sahel-svæðinu svokallaða. Meðal annars í Búrkína Fasó, Malí, Tjad, Níger, Gíneu og Gabon. Valdarán var framið á vesturströnd Afríku í nóvember þegar Umaro Sissoco Embaló, forseti Gíneu-Bissaú, sagðist hafa verið handtekinn af her ríkisins í forsetahöll sinni. Benín Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Hópur hermanna birtist í ríkissjónvarpi Benín um kl. 8.40 að íslenskum tíma og tilkynnti að búið væri að leysa upp ríkisstjórnina. Er þetta enn önnur valdaránstilraunin í Vestur-Afríku á síðasta mánuði. Hermennirnir sögðust hafa steypt af stóli Patrice Talon forseta, sem hefur verið þjóðarhöfðingi Benín síðan 2016. Hópurinn kallar sig einhvers konar hernaðarnefnd um endurstofnun (fr. le Comité militaire pour la refondation). Coup d'État au #Bénin: L’armée prend le pouvoir ce dimanche. Elle suspend la Constitution de novembre 2025 et dissout toutes les institutions. Les forces militaires ferment toutes les frontières terrestres, maritimes et aériennes. pic.twitter.com/HGkntQYGRl— Jospin Hangi (@hangijospin) December 7, 2025 France24 kveðst hafa heimildir fyrir því að valdaránstilraunin hafi hafist með árás á heimili forsetans í höfuðborginni Porto-Novo. Benín á landamæri að Tógó í vestri, Nígeríu í austri auk Búrkína Fasó og Níger í norðri. Skrifstofa forsetans segir nú að hermönnum sem væru hliðhollir forsetanum hafi tekist að stöðva valdaránstilraunina og að forsetinn væri heill á húfi, samkvæmt France24. Talon forseti má ekki sækjast eftir endurkjöri í komandi forsetakosningum í apríl 2026 en samflokksmaður Talons, Romuald Wadagni fyrrverandi fjármálaráðherra, þykir langlíklegastur til þess að vinna kosningarnar að sögn France24. Kjörnefnd hafði vísað frá framboði stjórnarandstæðingsins Renaud Agbodjo þar á þeim grundvelli að hann hefði ekki nægilega mörg meðmæli. Í nóvember ákvað löggjafinn í Benín að lengja kjörtímabil forseta úr fimm árum í sjö. Undanfarin ár hafa fjölmörg valdarán verið framin í Vestur-Afríku og á Sahel-svæðinu svokallaða. Meðal annars í Búrkína Fasó, Malí, Tjad, Níger, Gíneu og Gabon. Valdarán var framið á vesturströnd Afríku í nóvember þegar Umaro Sissoco Embaló, forseti Gíneu-Bissaú, sagðist hafa verið handtekinn af her ríkisins í forsetahöll sinni.
Benín Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira