Enski boltinn

Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Joey Barton mætti fyrir rétt í Liverpool í dag.
Joey Barton mætti fyrir rétt í Liverpool í dag. getty/Peter Byrne

Joey Barton, fyrrverandi fótboltamaður, var í dag dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir ummæli sín um þrjá einstaklinga á samfélagsmiðlum.

Dómurinn er skilorðsbundinn til átján mánaða. Barton þarf að sinna tvö hundruð klukkustunda samfélagsþjónustu og greiða rúmlega tuttugu þúsund punda sekt.

Eftir bikarleik Crystal Palace og Everton í janúar á síðasta ári líkti Barton sjónvarpskonunum Eni Aluko og Lucy Ward við fjöldamorðingjana Fred og Rose West. Þá kallaði hann fjölmiðlamanninn Jeremy Vine barnaníðing.

Eftir að dómurinn var kveðinn upp í Liverpool í dag sagðist Barton ekki hafa ætlað að særa neinn með ummælum sínum og að um brandara sem fór úr böndunum hafi verið að ræða. Þá sagði Barton að enginn vilji fara í fangelsi.

Þremenningarnir fengu tveggja ára nálgunarbann á Barton og hann má ekki vísa til þeirra á opinberum vettvangi, svo sem á samfélagsmiðlum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×