Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. desember 2025 10:35 Varamaður tekur í dag sæti á Alþingi fyrir Guðmund Inga Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/Anton Brink Þóra Gunnlaug Briem tekur sæti sem varamaður á Alþingi í dag sem varaþingmaður Flokks fólksins í fjarveru Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra. Þóra Gunnlaug er 2. varamaður á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Samkvæmt dagskrá er gert ráð fyrir að Guðmundur Ingi verði til svara í óundirbúnum fyrirspurnartíma á fimmtudaginn, en nú er ljóst að ráðherrann er kominn í tímabundið veikindaleyfi. Það var hiti í þingmönnum stjórnarandstöðunnar í síðustu viku þegar í ljós kom að Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, hafði verið tekinn af lista yfir ráðherra sem sitja áttu fyrir svörum í óundirbúnum fyrirspurnartíma. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hugðust spyrja ráðherrann út í embættisfærslur hans í máli skólameistara Borgarholtsskóla, en í ljós kom að Guðmundur Ingi var þá á sjúkrahúsi vegna veikinda. Í samtali við fréttastofu daginn eftir sagðist Guðmundur Ingi munu vera til svara í óundirbúnum fyrirspurnum á þinginu eftir helgi. Nú er kominn þriðjudagur og í tilkynningu á vef þingsins má sjá að varamaður hans tekur sæti í hans stað á Alþingi í dag. Óundirbúnar fyrirspurnir eru á dagskrá þingfundar í dag en þar verða til svara forsætisráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, heilbrigðisráðherra og innviðaráðherra. Samkvæmt dagskrá átti þingfundur í dag að hefjast á óundirbúnum fyrirspurnum, en þingforseti tilkynnti um breytingar á dagskrá við upphaf þingfundar þar sem gert er ráð fyrir að fyrirspurnartíminn færist til klukkan 13 í dag. Að óbreyttu er gert ráð fyrir að Guðmundur Ingi verði til svara í óundirbúnum fyrirspurnartíma á fimmtudaginn. Forseti Alþingis tilkynnti um að varamaður komi inn í fjarveru Guðmundar Inga við upphaf þingfundar sem hófst klukkan 10:30. Þetta er í fyrsta sinn sem Þóra Gunnlaug tekur sæti á Alþingi, en hún tekur sæti nú þar sem fyrst varaþingmaður flokksins í kjördæminu, Grétar Mar Jónsson, boðaði forföll. Við upphaf þingfundar undirritaði Þóra Gunnlaug því drengskaparheit að stjórnarskránni. Uppfært klukkan 11:35 Eftir að fréttin fór í loftið hefur borist tilkynning frá Stjórnarráðinu um að Guðmundur Ingi sé kominn í tímabundið veikindaleyfi þar sem hann mun undirgangast hjartaaðgerð snemma á nýju ári. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra mun tímabundið gegna starfi mennta- og barnamálaráðherra á meðan. Alþingi Flokkur fólksins Mál skólameistara Borgarholtsskóla Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Það var hiti í þingmönnum stjórnarandstöðunnar í síðustu viku þegar í ljós kom að Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, hafði verið tekinn af lista yfir ráðherra sem sitja áttu fyrir svörum í óundirbúnum fyrirspurnartíma. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hugðust spyrja ráðherrann út í embættisfærslur hans í máli skólameistara Borgarholtsskóla, en í ljós kom að Guðmundur Ingi var þá á sjúkrahúsi vegna veikinda. Í samtali við fréttastofu daginn eftir sagðist Guðmundur Ingi munu vera til svara í óundirbúnum fyrirspurnum á þinginu eftir helgi. Nú er kominn þriðjudagur og í tilkynningu á vef þingsins má sjá að varamaður hans tekur sæti í hans stað á Alþingi í dag. Óundirbúnar fyrirspurnir eru á dagskrá þingfundar í dag en þar verða til svara forsætisráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, heilbrigðisráðherra og innviðaráðherra. Samkvæmt dagskrá átti þingfundur í dag að hefjast á óundirbúnum fyrirspurnum, en þingforseti tilkynnti um breytingar á dagskrá við upphaf þingfundar þar sem gert er ráð fyrir að fyrirspurnartíminn færist til klukkan 13 í dag. Að óbreyttu er gert ráð fyrir að Guðmundur Ingi verði til svara í óundirbúnum fyrirspurnartíma á fimmtudaginn. Forseti Alþingis tilkynnti um að varamaður komi inn í fjarveru Guðmundar Inga við upphaf þingfundar sem hófst klukkan 10:30. Þetta er í fyrsta sinn sem Þóra Gunnlaug tekur sæti á Alþingi, en hún tekur sæti nú þar sem fyrst varaþingmaður flokksins í kjördæminu, Grétar Mar Jónsson, boðaði forföll. Við upphaf þingfundar undirritaði Þóra Gunnlaug því drengskaparheit að stjórnarskránni. Uppfært klukkan 11:35 Eftir að fréttin fór í loftið hefur borist tilkynning frá Stjórnarráðinu um að Guðmundur Ingi sé kominn í tímabundið veikindaleyfi þar sem hann mun undirgangast hjartaaðgerð snemma á nýju ári. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra mun tímabundið gegna starfi mennta- og barnamálaráðherra á meðan.
Alþingi Flokkur fólksins Mál skólameistara Borgarholtsskóla Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira