Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns, Ása Kristín Einarsdóttir, Elí Hörpu- og Önundarbur, Maríanna Wathne Kristjánsdóttir, Valgeir Þór Jakobsson og Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifa 10. desember 2025 08:16 Við sem þessa grein skrifum erum tómstunda- og félagsmálafræðingar sem störfum á vettvangi æskulýðs og frítímans. Ástæða þess að við sjáum okkur knúin til að skrifa þessa grein er sú að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur ætlar að festa í lög heimildir til að fangelsa börn og fullorðna í sérstökum varðhaldsbúðum vegna uppruna þeirra og stöðu þeirra sem umsækjenda um alþjóðlega vernd. Þetta brýtur í bága við réttindi barnsins, auk þess sem frumvarpið hefur marga ágalla, bæði lagalega, siðferðislega og fjárhagslega, líkt og fjölda mannréttindasamtaka, fagfélaga og einstaklinga hafa bent á. Þessar varðhaldsbúður vill ríkisstjórnin kalla brottfararstöð og þvertekur fyrir að um fangelsi sé að ræða. Það er að vissu leyti rétt: Miðað við núverandi frumvarp og miðað við þær fyrirmyndir sem dómsmálaráðherra vísar í (t.d. sambærilegar varðhaldsbúðir í Noregi) má sjá að fólk í fangelsum býr við talsvert meiri réttindi en fólkið sem stendur til að vista í varðhaldsbúðum dómsmálaráðherra. Til að mynda er fólk í varðhaldsbúðunum svipt grundvallar réttarfarslegum réttindum á borð við að kæra úrskurð um réttmæti vistunar og vistunartíminn er ekki skýrt afmarkaður (getur farið allt upp í 3 ár miðað við núverandi frumvarpsdrög og greinargerð) og heimilt er að vista börn í búðunum, en varðhald á börnum brýtur í bága við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem Ísland hefur lögfest. Í störfum okkar sem tómstunda- og félagsmálafræðingar höfum við unnið með börnum og fólki sem hefur neyðst til að flýja heimaland sitt og sækja um vernd hér á landi. Við höfum orðið vitni að þeim hindrunum sem mæta þeim í íslensku samfélagi og þeirri þrautseigju sem þau hafa þurft að sýna. Við höfum innsýn í þær flóknu áfallasögur sem fólk og börn á flótta eiga að baki og skiljum hvernig evrópsk og íslensk yfirvöld eiga sök á hluta þessara áfalla. Við áttum okkur á ábyrgð okkar í að vinna að því að koma í veg fyrir frekari áföll og bæta upp fyrir þann skaða sem yfirvöld okkar hafa valdið. Það er ekki síst vegna þessa sem við höfum unnið hörðum höndum að því að skapa aðstæður sem gera börnum og unglingum kleift að læra íslensku, eignast vini og halda áfram að leika og læra, vaxa og dafna og finna sér samastað í íslensku samfélagi, óháð uppruna og samfélagsstöðu. Það sama á við um fullorðna og aldraða. Eftir að hafa unnið með börnum, fullorðnum og öldruðum með flóttabakgrunn vitum við að eini raunverulegi munurinn á fólki sem er á flótta og okkur, sem ekki höfum þurft að flýja, er skipulögð, lögfest, kerfisbundin útskúfun og útilokun. Okkar starf felst ekki síst í því að brjóta niður veggi útilokunar og slökkva í hatursbálinu sem knýr áfram útskúfun. Í stað þess að hlusta á sérfræðinga, fagfólk, lögfræðinga og mannréttindasamtök og koma í veg fyrir að fólk og börn á flótta verði fyrir frekari skaða, hefur ríkisstjórnin ákveðið að taka undir villandi og fordómafulla orðræðu og með því kynda undir hatursbálinu sem réttlætir óréttlætanlega útskúfun. Þau hafa ákveðið að gera hina kerfisbundnu veggi útilokunar að raunverulegum veggjum þar sem hægt verður að læsa börn og fólk inni, einangra þau og jafnvel fjötra þau niður, án ytra eftirlits og án andmælaréttar. Ekki verður leyfilegt að fá heimsóknir frá vinum, félagasamtökum, blaðamönnum og óljóst er um aðgengi lögmanna. Upplifun af því að tilheyra er ein af mikilvægustu sálrænu þörfum mannfólks. Þetta læra tómstunda- og félagsmálafræðingar á sinni fyrstu önn í námi. Mörg okkar sem starfa á vettvangi eru löngu búin að uppgötva þessa staðreynd, óháð því hvort við höfum verið í námi eða ekki, þar sem við höfum orðið vitni að þeim jákvæðu áhrifum á líf fólks þegar einstaklingar upplifa að þau tilheyri og séu velkomin. Við sjáum einnig þær myrku afleiðingar sem útskúfun og útilokun hefur í för með sér: sundrung, fátækt og aukið ofbeldi. Það er ekki síst vegna þessarar lifandi þekkingar starfsstéttarinnar sem að vinna okkar tekur mið af því að öll geti verið með og upplifað sig sem velkomin og mikilvæg fyrir heildina (inngilding) og að öll njóti jafns aðgengis að frjálsu frístundastarfi á eigin forsendum (félagslegt réttlæti). Þetta felur í sér að hluti af okkar starfi er að vera málsvarar og samherjar þeirra hópa sem við vinnum með. Þetta málsvarastarf þarf að eiga sér stað bæði í starfi sem og á opinberum vettvangi. Þessi grein er hluti af því starfi á opinberum vettvangi og við hvetjum alla tómstunda- og félagsmálafræðinga og fólk sem vinnur á vettvangi frítímans að beita sér af öllu afli gegn því að börn og fólk sem hér sækir hér um vernd sé vistað í varðhaldsbúðum og þannig einangrað, niðurlægt og útskúfað. Við, undirrituð, skorum á nefndarmenn í Allsherjar- og menntamálanefnd, sem sjá um að ákveða hvort frumvarpið sé tilbúið til afgreiðslu í Alþingi, að hlusta á sérfræðinga, fagfólk og mannréttindasamtök og koma í veg fyrir að veruleg brot á réttindum barna og fólks á flótta séu gerð að lögum. Það sama gildir um alla talsmenn barna á Alþingi og í raun um þingheim allan. Við skorum á ykkur að standa vörð um réttindi, frelsi og velferð barna og fólks á flótta. Hér er að finna undirskriftasöfnun fyrir fólk sem vinnur á vettvangi frítímans og er mótfallið hverslags áformum um varðhaldsbúðir. Tómstundafræðin snýst um að leiða saman hópa, ekki stía þeim í sundur. Við viljum samfélag sem byggir á mannréttindum, samkennd og réttlæti, ekki samfélag sem læsir börn og fjölskyldur inni vegna uppruna þeirra og félagslegrar stöðu. Undirritað: Andrea Rói Sigurbjörns, forstöðumaður ReykjadalsÁsa Kristín Einarsdóttir, tómstunda- og félagsmálafræðingurElí Hörpu- og Önundarbur, tómstunda- og félagsmálafræðingur í Unglingasmiðjunni StígMaríanna Wathne Kristjánsdóttir, tómstunda- og félagsmálafræðingurValgeir Þór Jakobsson, formaður SamfésÞórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir, verkefnastjóri þátttöku barna hjá UNICEF Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brottfararstöð fyrir útlendinga Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Við sem þessa grein skrifum erum tómstunda- og félagsmálafræðingar sem störfum á vettvangi æskulýðs og frítímans. Ástæða þess að við sjáum okkur knúin til að skrifa þessa grein er sú að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur ætlar að festa í lög heimildir til að fangelsa börn og fullorðna í sérstökum varðhaldsbúðum vegna uppruna þeirra og stöðu þeirra sem umsækjenda um alþjóðlega vernd. Þetta brýtur í bága við réttindi barnsins, auk þess sem frumvarpið hefur marga ágalla, bæði lagalega, siðferðislega og fjárhagslega, líkt og fjölda mannréttindasamtaka, fagfélaga og einstaklinga hafa bent á. Þessar varðhaldsbúður vill ríkisstjórnin kalla brottfararstöð og þvertekur fyrir að um fangelsi sé að ræða. Það er að vissu leyti rétt: Miðað við núverandi frumvarp og miðað við þær fyrirmyndir sem dómsmálaráðherra vísar í (t.d. sambærilegar varðhaldsbúðir í Noregi) má sjá að fólk í fangelsum býr við talsvert meiri réttindi en fólkið sem stendur til að vista í varðhaldsbúðum dómsmálaráðherra. Til að mynda er fólk í varðhaldsbúðunum svipt grundvallar réttarfarslegum réttindum á borð við að kæra úrskurð um réttmæti vistunar og vistunartíminn er ekki skýrt afmarkaður (getur farið allt upp í 3 ár miðað við núverandi frumvarpsdrög og greinargerð) og heimilt er að vista börn í búðunum, en varðhald á börnum brýtur í bága við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem Ísland hefur lögfest. Í störfum okkar sem tómstunda- og félagsmálafræðingar höfum við unnið með börnum og fólki sem hefur neyðst til að flýja heimaland sitt og sækja um vernd hér á landi. Við höfum orðið vitni að þeim hindrunum sem mæta þeim í íslensku samfélagi og þeirri þrautseigju sem þau hafa þurft að sýna. Við höfum innsýn í þær flóknu áfallasögur sem fólk og börn á flótta eiga að baki og skiljum hvernig evrópsk og íslensk yfirvöld eiga sök á hluta þessara áfalla. Við áttum okkur á ábyrgð okkar í að vinna að því að koma í veg fyrir frekari áföll og bæta upp fyrir þann skaða sem yfirvöld okkar hafa valdið. Það er ekki síst vegna þessa sem við höfum unnið hörðum höndum að því að skapa aðstæður sem gera börnum og unglingum kleift að læra íslensku, eignast vini og halda áfram að leika og læra, vaxa og dafna og finna sér samastað í íslensku samfélagi, óháð uppruna og samfélagsstöðu. Það sama á við um fullorðna og aldraða. Eftir að hafa unnið með börnum, fullorðnum og öldruðum með flóttabakgrunn vitum við að eini raunverulegi munurinn á fólki sem er á flótta og okkur, sem ekki höfum þurft að flýja, er skipulögð, lögfest, kerfisbundin útskúfun og útilokun. Okkar starf felst ekki síst í því að brjóta niður veggi útilokunar og slökkva í hatursbálinu sem knýr áfram útskúfun. Í stað þess að hlusta á sérfræðinga, fagfólk, lögfræðinga og mannréttindasamtök og koma í veg fyrir að fólk og börn á flótta verði fyrir frekari skaða, hefur ríkisstjórnin ákveðið að taka undir villandi og fordómafulla orðræðu og með því kynda undir hatursbálinu sem réttlætir óréttlætanlega útskúfun. Þau hafa ákveðið að gera hina kerfisbundnu veggi útilokunar að raunverulegum veggjum þar sem hægt verður að læsa börn og fólk inni, einangra þau og jafnvel fjötra þau niður, án ytra eftirlits og án andmælaréttar. Ekki verður leyfilegt að fá heimsóknir frá vinum, félagasamtökum, blaðamönnum og óljóst er um aðgengi lögmanna. Upplifun af því að tilheyra er ein af mikilvægustu sálrænu þörfum mannfólks. Þetta læra tómstunda- og félagsmálafræðingar á sinni fyrstu önn í námi. Mörg okkar sem starfa á vettvangi eru löngu búin að uppgötva þessa staðreynd, óháð því hvort við höfum verið í námi eða ekki, þar sem við höfum orðið vitni að þeim jákvæðu áhrifum á líf fólks þegar einstaklingar upplifa að þau tilheyri og séu velkomin. Við sjáum einnig þær myrku afleiðingar sem útskúfun og útilokun hefur í för með sér: sundrung, fátækt og aukið ofbeldi. Það er ekki síst vegna þessarar lifandi þekkingar starfsstéttarinnar sem að vinna okkar tekur mið af því að öll geti verið með og upplifað sig sem velkomin og mikilvæg fyrir heildina (inngilding) og að öll njóti jafns aðgengis að frjálsu frístundastarfi á eigin forsendum (félagslegt réttlæti). Þetta felur í sér að hluti af okkar starfi er að vera málsvarar og samherjar þeirra hópa sem við vinnum með. Þetta málsvarastarf þarf að eiga sér stað bæði í starfi sem og á opinberum vettvangi. Þessi grein er hluti af því starfi á opinberum vettvangi og við hvetjum alla tómstunda- og félagsmálafræðinga og fólk sem vinnur á vettvangi frítímans að beita sér af öllu afli gegn því að börn og fólk sem hér sækir hér um vernd sé vistað í varðhaldsbúðum og þannig einangrað, niðurlægt og útskúfað. Við, undirrituð, skorum á nefndarmenn í Allsherjar- og menntamálanefnd, sem sjá um að ákveða hvort frumvarpið sé tilbúið til afgreiðslu í Alþingi, að hlusta á sérfræðinga, fagfólk og mannréttindasamtök og koma í veg fyrir að veruleg brot á réttindum barna og fólks á flótta séu gerð að lögum. Það sama gildir um alla talsmenn barna á Alþingi og í raun um þingheim allan. Við skorum á ykkur að standa vörð um réttindi, frelsi og velferð barna og fólks á flótta. Hér er að finna undirskriftasöfnun fyrir fólk sem vinnur á vettvangi frítímans og er mótfallið hverslags áformum um varðhaldsbúðir. Tómstundafræðin snýst um að leiða saman hópa, ekki stía þeim í sundur. Við viljum samfélag sem byggir á mannréttindum, samkennd og réttlæti, ekki samfélag sem læsir börn og fjölskyldur inni vegna uppruna þeirra og félagslegrar stöðu. Undirritað: Andrea Rói Sigurbjörns, forstöðumaður ReykjadalsÁsa Kristín Einarsdóttir, tómstunda- og félagsmálafræðingurElí Hörpu- og Önundarbur, tómstunda- og félagsmálafræðingur í Unglingasmiðjunni StígMaríanna Wathne Kristjánsdóttir, tómstunda- og félagsmálafræðingurValgeir Þór Jakobsson, formaður SamfésÞórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir, verkefnastjóri þátttöku barna hjá UNICEF
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun