Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Lovísa Arnardóttir skrifar 9. desember 2025 21:00 Flugfélagið Play hætti allri starfsemi í september. Fjöldi fólks komst ekki í kjölfarið í pakkaferðir sem það hafði bókað með ýmsum ferðaskrifstofum. Vísir/Vilhelm Helena Þ. Karlsdóttir, lögfræðingur hjá Ferðamálastofu, á ekki von á því að hægt verði að greiða úr Ferðatryggingasjóði fyrr en eftir áramót. Hún á von á því að nokkur fjöldi eigi eftir að senda kröfu í sjóðinn vegna pakkaferða sem þau komist ekki í kjölfar gjaldþrots Play. Greint var frá því í gær að leyfi ferðaþjónustufyrirtækisins Eagle golfferða hefði verið fellt úr gildi og því gæti fólk, sem greiddi fyrir ferð á þeirra vegum en komst ekki í hana, sótt um í Ferðatryggingasjóð. Fjöldi fólks átti pantaða ferð með félaginu en komst ekki í hana í kjölfar gjaldþrots Play í lok septembermánaðar. Í dag var tilkynnt um að ferðaskrifstofuleyfi Tango Travel ehf. hefði einnig verið fellt úr gildi, og því gæti fólk sótt um að fá endurgreiðslu hjá Ferðatryggingasjóði, fyrir ferðir frá þeim sem ekki voru farnar en búið var að greiða fyrir. Tilkynnt var um það í nóvember að Tango Travel hefði ákveðið að hætta starfsemi í núverandi mynd sökum þungra áhrifa sem skrifstofan varð fyrir vegna gjaldþrots Play. Fram kom í tilkynningu frá Ferðamálastofu í gær að Ferðatryggingasjóður endurgreiði ferðamanni þær greiðslur sem hann hefur innt af hendi vegna pakkaferðar eða samtengdrar ferðatilhögunar sem ekki er framkvæmd í samræmi við samning vegna ógjaldfærni ferðaskrifstofu. Frestur til að senda kröfu í Ferðatryggingasjóð er til og með 9. febrúar 2026. Í tilkynningu kom fram að krafa þurfi að berast innan kröfulýsingarfrests og að kröfur sem berist eftir þann tíma verði ekki teknar til greina. Helena segir starfsmenn ekki gera sér grein fyrir þeim fjölda sem eigi eftir að senda inn kröfu og hversu miklar fjárhæðir sé að ræða. Ferðatryggingasjóður ætti þó að eiga fyrir þeim. „Við vitum það í rauninni ekki fyrr en kröfufresti lýkur,“ segir Helena og að allir sem eigi lögmætar kröfur fái þær að fullu greiddar. Eiga inni milljón Hvert tilfelli og krafa verði metin og hvort hún falli undir skilyrði laganna, en endurgreiðslan er bundin við pakkaferðir. „Þeir sem fá samþykkta kröfu fá hana endurgreidda að fullu. Þetta fer eftir umfangi og fjölda hvað þetta tekur langan tíma,“ segir hún og að það fari einnig eftir gögnunum sem fólk sendir og hvort þau séu fullnægjandi. Fjallað var um það í síðustu viku að par sem ætlaði í golfferð til Tyrklands með Eagle golfferðum ætti inni um milljón hjá fyrirtækinu. Geta stofnað nýtt fyrirtæki Hún segir að þegar búið er að fella niður leyfi fyrirtækis sé ekki hægt að fá leyfið aftur nema með því að greiða aftur það sem Ferðatryggingasjóður hafi greitt út. Það sé ekkert sem banni þessum rekstraraðilum að stofna nýtt fyrirtæki, á nýrri kennitölu, og selja sams konar ferðir. „Ef öll skilyrði eru uppfyllt er ekkert sem bannar það.“ Gjaldþrot Gjaldþrot Play Fréttir af flugi Ferðalög Ferðaþjónusta Neytendur Mest lesið Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
Greint var frá því í gær að leyfi ferðaþjónustufyrirtækisins Eagle golfferða hefði verið fellt úr gildi og því gæti fólk, sem greiddi fyrir ferð á þeirra vegum en komst ekki í hana, sótt um í Ferðatryggingasjóð. Fjöldi fólks átti pantaða ferð með félaginu en komst ekki í hana í kjölfar gjaldþrots Play í lok septembermánaðar. Í dag var tilkynnt um að ferðaskrifstofuleyfi Tango Travel ehf. hefði einnig verið fellt úr gildi, og því gæti fólk sótt um að fá endurgreiðslu hjá Ferðatryggingasjóði, fyrir ferðir frá þeim sem ekki voru farnar en búið var að greiða fyrir. Tilkynnt var um það í nóvember að Tango Travel hefði ákveðið að hætta starfsemi í núverandi mynd sökum þungra áhrifa sem skrifstofan varð fyrir vegna gjaldþrots Play. Fram kom í tilkynningu frá Ferðamálastofu í gær að Ferðatryggingasjóður endurgreiði ferðamanni þær greiðslur sem hann hefur innt af hendi vegna pakkaferðar eða samtengdrar ferðatilhögunar sem ekki er framkvæmd í samræmi við samning vegna ógjaldfærni ferðaskrifstofu. Frestur til að senda kröfu í Ferðatryggingasjóð er til og með 9. febrúar 2026. Í tilkynningu kom fram að krafa þurfi að berast innan kröfulýsingarfrests og að kröfur sem berist eftir þann tíma verði ekki teknar til greina. Helena segir starfsmenn ekki gera sér grein fyrir þeim fjölda sem eigi eftir að senda inn kröfu og hversu miklar fjárhæðir sé að ræða. Ferðatryggingasjóður ætti þó að eiga fyrir þeim. „Við vitum það í rauninni ekki fyrr en kröfufresti lýkur,“ segir Helena og að allir sem eigi lögmætar kröfur fái þær að fullu greiddar. Eiga inni milljón Hvert tilfelli og krafa verði metin og hvort hún falli undir skilyrði laganna, en endurgreiðslan er bundin við pakkaferðir. „Þeir sem fá samþykkta kröfu fá hana endurgreidda að fullu. Þetta fer eftir umfangi og fjölda hvað þetta tekur langan tíma,“ segir hún og að það fari einnig eftir gögnunum sem fólk sendir og hvort þau séu fullnægjandi. Fjallað var um það í síðustu viku að par sem ætlaði í golfferð til Tyrklands með Eagle golfferðum ætti inni um milljón hjá fyrirtækinu. Geta stofnað nýtt fyrirtæki Hún segir að þegar búið er að fella niður leyfi fyrirtækis sé ekki hægt að fá leyfið aftur nema með því að greiða aftur það sem Ferðatryggingasjóður hafi greitt út. Það sé ekkert sem banni þessum rekstraraðilum að stofna nýtt fyrirtæki, á nýrri kennitölu, og selja sams konar ferðir. „Ef öll skilyrði eru uppfyllt er ekkert sem bannar það.“
Gjaldþrot Gjaldþrot Play Fréttir af flugi Ferðalög Ferðaþjónusta Neytendur Mest lesið Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira