Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. desember 2025 18:32 Sextán prósent borgarbúa segjast ánægð með störf Heiðu Bjargar en helmingur segist óánægður. Vísir/Lýður Valberg Helmingur borgarbúa er óánægður með störf Heiðu Bjargar Hilmisdóttur borgarstjóra og sextán prósent eru ánægð. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu, sem gerð var frá 20. til 26. nóvember. Ánægja borgarbúa með störf borgarstjóra hefur ekki verið minni í þrjú ár en óánægjan með störf Dags B. Eggertssonar náði meiri hæðum árið 2023, þegar hún mældist á bilinu 50 til 55 prósent frá mars fram í nóvember. Ánægja með störf Dags var hins vegar á sama tíma um 25 prósent. Helmingur borgarbúa er óánægður með störf borgarstjóra.Vísir/Hjalti Óánægja með störf meirihlutans er svipuð, um 51 prósent og ánægjan um 18 prósent. Ellefu prósent segjast ánægð með störf minnihlutans og 47 prósent segjast óánægð. Þetta er mjög svipað og í síðustu könnunum. Vinsældir Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, borgarfulltrúa Sósíalista, eru enn mestar. 24 prósent borgarbúa segja hana hafa staðið sig best borgarfulltrúa á yfirstandandi kjörtímabili. Sanna Magdalena er enn vinsælust borgarfultrúa.Vísir/Hjalti Á eftir henni kemur Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sem eykur vinsældir sínar frá síðustu könnun. Tuttugu og eitt prósent íbúa segir hana hafa staðið sig best á kjörtímabilinu en 17% voru þeirrar skoðunar í ágúst síðastliðnum. Þar á eftir kemur Einar Þorsteinsson fyrir Framsókn, en níu prósent telja hann hafa staðið sig best, og loks Dóra Björg Guðjónsdóttir Pírati sem sögð er standa sig best af átta prósent svarenda. Borgarstjórn Reykjavík Skoðanakannanir Tengdar fréttir „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Hjálmari Sveinssyni, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, segist hafa brugðið við að sjá könnun Maskínu sem sýndi að aðeins tvö prósent svarenda vildu að Heiða Björg Hilmisdóttir yrði áfram borgarstjóri Reykjavíkur. Hann telur þó ekki þörf á nýjum oddvita og telur Heiðu ekki verðskulda svo dræmt fylgi. Hann setur fyrirvara við könnunina. 6. desember 2025 14:11 Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg eykst samkvæmt nýrri könnun Maskínu og mælist nú þrjátíu og eitt prósent. Fylgið hefur verið á uppleið síðan í júní þegar það var tuttugu og fimm prósent. Samkvæmt könnuninni er meirihlutinn í borginni fallinn. 2. desember 2025 18:35 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Ánægja borgarbúa með störf borgarstjóra hefur ekki verið minni í þrjú ár en óánægjan með störf Dags B. Eggertssonar náði meiri hæðum árið 2023, þegar hún mældist á bilinu 50 til 55 prósent frá mars fram í nóvember. Ánægja með störf Dags var hins vegar á sama tíma um 25 prósent. Helmingur borgarbúa er óánægður með störf borgarstjóra.Vísir/Hjalti Óánægja með störf meirihlutans er svipuð, um 51 prósent og ánægjan um 18 prósent. Ellefu prósent segjast ánægð með störf minnihlutans og 47 prósent segjast óánægð. Þetta er mjög svipað og í síðustu könnunum. Vinsældir Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, borgarfulltrúa Sósíalista, eru enn mestar. 24 prósent borgarbúa segja hana hafa staðið sig best borgarfulltrúa á yfirstandandi kjörtímabili. Sanna Magdalena er enn vinsælust borgarfultrúa.Vísir/Hjalti Á eftir henni kemur Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sem eykur vinsældir sínar frá síðustu könnun. Tuttugu og eitt prósent íbúa segir hana hafa staðið sig best á kjörtímabilinu en 17% voru þeirrar skoðunar í ágúst síðastliðnum. Þar á eftir kemur Einar Þorsteinsson fyrir Framsókn, en níu prósent telja hann hafa staðið sig best, og loks Dóra Björg Guðjónsdóttir Pírati sem sögð er standa sig best af átta prósent svarenda.
Borgarstjórn Reykjavík Skoðanakannanir Tengdar fréttir „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Hjálmari Sveinssyni, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, segist hafa brugðið við að sjá könnun Maskínu sem sýndi að aðeins tvö prósent svarenda vildu að Heiða Björg Hilmisdóttir yrði áfram borgarstjóri Reykjavíkur. Hann telur þó ekki þörf á nýjum oddvita og telur Heiðu ekki verðskulda svo dræmt fylgi. Hann setur fyrirvara við könnunina. 6. desember 2025 14:11 Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg eykst samkvæmt nýrri könnun Maskínu og mælist nú þrjátíu og eitt prósent. Fylgið hefur verið á uppleið síðan í júní þegar það var tuttugu og fimm prósent. Samkvæmt könnuninni er meirihlutinn í borginni fallinn. 2. desember 2025 18:35 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
„Mér brá við að sjá þessa tölu“ Hjálmari Sveinssyni, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, segist hafa brugðið við að sjá könnun Maskínu sem sýndi að aðeins tvö prósent svarenda vildu að Heiða Björg Hilmisdóttir yrði áfram borgarstjóri Reykjavíkur. Hann telur þó ekki þörf á nýjum oddvita og telur Heiðu ekki verðskulda svo dræmt fylgi. Hann setur fyrirvara við könnunina. 6. desember 2025 14:11
Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg eykst samkvæmt nýrri könnun Maskínu og mælist nú þrjátíu og eitt prósent. Fylgið hefur verið á uppleið síðan í júní þegar það var tuttugu og fimm prósent. Samkvæmt könnuninni er meirihlutinn í borginni fallinn. 2. desember 2025 18:35