Fótbolti

Að­eins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og fé­laga

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðmundur Benediktsson var að missa röddina þegar mörkin duttu inn hvert á fætur öðru.
Guðmundur Benediktsson var að missa röddina þegar mörkin duttu inn hvert á fætur öðru. Vísir/Anton Brink

Það er mikið líf og fjör hjá Guðmundi Benediktssyni og sérfræðingum hans í Meistaradeildinni og gærkvöldið var engin undantekning.

Það rigndi inn mörkum allt kvöldið og þeir fengu að vanda fullt af atvikum til þess að smjatta á.

Það var þó um tíma að þeir fengu hreinlega of mikið af því góða.

Svo ótrúlega vildi til að það komu mörk úr mjög mörgum leikjum á nánast sama tíma þannig að þeir fóru úr marki í mark í mark og svo framvegis.

Klippa: Sannkölluð markamínúta í Meistaradeildarmessunni

„Hvað er að gerast hérna. Meira, meira, meira,“ sagði Albert Brynjar Ingason þegar hvert markið á fætur öðru datt inn.

„Ekki fleiri mörk,“ sagði Gummi Ben á endanum nánast að missa röddina í öllum æsingnum.

„Þetta var alvöru markamínúta,“ sagði Albert.

„Við þurfum aðeins að róa okkur hérna,“ sagði Kjartan Henry Finnbogason.

Hér fyrir ofan má sjá þessa mögnuðu markamínútu í Meistaradeildarmessunni í gær. Messan er síðan að sjálfsögðu aftur á dagskrá í kvöld þegar sjöttu umferð Meistaradeildarinnar lýkur með fullt af flottum leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×