Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 10. desember 2025 17:52 Sveinn Óskar Sigurðsson, til vinstri, er varamaður í stjórn Rúv. Vísir/Vilhelm Varamaður í stjórn Ríkisútvarpsins á vegum Miðflokksins er ósáttur með ákvörðun framkvæmdastjórnar fjölmiðilsins um að taka ekki þátt í Eurovision. Hann gagnrýnir að ákvörðunin hafi verið tekin af framkvæmdastjórninni sjálfri og segir Rúv stuðla að sundrung í stað sameiningar. „Mér finnst afgreiðsla málsins afar sérstök. Í því fyrsta lá fyrir tillaga sem átti að taka fyrir af stjórn Rúv. Hún var ekki tekin fyrir, hvers vegna? Vegna þess að framkvæmdastjórn var búin að taka þá ákvörðun að Rúv myndi ekki taka þátt í Eurovision,“ segir Sveinn Óskar Sigurðsson, varamaður í stjórn Ríkisútvarpsins. Hann segir að um pólitíska ákvörðun sé að ræða og syrgir að slíkur gleðiviðburður líkt og Eurovision yrði tekinn frá landsmönnum. Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, sagði eftir fundinn að hann hefði tekið ákvörðunina og kynnt stjórninni. Hann sagði að ákvörðunin væri einungsi dagskrártengd, en ekki pólitísk. „Það er heilmikil þátttaka í að fá að taka þátt í forkeppninni hérna heima og fara svo út, þetta unga fólk fær ekki þetta tækifæri,“ segir Sveinn Óskar og bendir á að fjöldi ungs listafólks sækist eftir því að taka þátt til að koma sér á framfæri og hafa af því tekjur. „Það eru margir sem mótmæla því að Rúv taki þátt í Eurovision, meðal þeirra margir sem hafa tekið þátt í Eurovision. Það er fjöldi annarra styrjalda sem hafa átt sér stað og það er ærin ástæða til að rifja upp hvers vegna fólk var að taka þátt þá.“ Atburður á tónlistarhátíð sem valdi því að Ísland taki ekki þátt í tónlistarhátið „Það er verið að taka ákvörðun um að taka ekki þátt í söngvakeppni, söngvakeppni sem á að sameina Evrópu og fólk og það er atburður sem varð á tónlistarhátíð sem veldur því að við erum ekki að fara taka þátt í tónlistarhátíð,“ segir Sveinn Óskar. Þá sé tilefni til að huga að framtíð Íslands í Eurovision, hvort að þessi ákvörðun leiði til þess að Ísland hætti alfarið í keppninni. „Við skulum ekki gleyma því að Ísrael á andstæðinga við stjórnvöld þar heima við eins og við eigum andstæðinga við stjórnvöld hérna, þetta er lýðræðisríki. Það er fólk einnig í stjórnarandstöðu sem myndi hugsanlega vilja taka þátt í Eurovision til að mótmæla sínum stjórnvöldum heima við. Við vitum ekkert hvernig þeir munu tjalda því fram í grundvallaratriðum,“ segir hann. Hann tekur fram að hörmulegir atburðir séu jafnframt að eiga sér stað á Gasaströndinni í Palestínu. „En eftir stendur að við verðum að taka afstöðu um friðinn, ánægjuna og gleðina sem fylgir söngnum. Markmiðið með Eurovision er að sameina.“ Þá sé hlutverk Rúv að taka þátt í menningarviðburðum en með þessu stuðli þau að sundrung. „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið. Eins og dagskráin er að verða þá eru þetta ein leiðindin í viðbót sem á að sameina Evrópu og sameina fólk,“ segir Sveinn. Eurovision 2026 Eurovision Ríkisútvarpið Tónlist Miðflokkurinn Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Sjá meira
„Mér finnst afgreiðsla málsins afar sérstök. Í því fyrsta lá fyrir tillaga sem átti að taka fyrir af stjórn Rúv. Hún var ekki tekin fyrir, hvers vegna? Vegna þess að framkvæmdastjórn var búin að taka þá ákvörðun að Rúv myndi ekki taka þátt í Eurovision,“ segir Sveinn Óskar Sigurðsson, varamaður í stjórn Ríkisútvarpsins. Hann segir að um pólitíska ákvörðun sé að ræða og syrgir að slíkur gleðiviðburður líkt og Eurovision yrði tekinn frá landsmönnum. Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, sagði eftir fundinn að hann hefði tekið ákvörðunina og kynnt stjórninni. Hann sagði að ákvörðunin væri einungsi dagskrártengd, en ekki pólitísk. „Það er heilmikil þátttaka í að fá að taka þátt í forkeppninni hérna heima og fara svo út, þetta unga fólk fær ekki þetta tækifæri,“ segir Sveinn Óskar og bendir á að fjöldi ungs listafólks sækist eftir því að taka þátt til að koma sér á framfæri og hafa af því tekjur. „Það eru margir sem mótmæla því að Rúv taki þátt í Eurovision, meðal þeirra margir sem hafa tekið þátt í Eurovision. Það er fjöldi annarra styrjalda sem hafa átt sér stað og það er ærin ástæða til að rifja upp hvers vegna fólk var að taka þátt þá.“ Atburður á tónlistarhátíð sem valdi því að Ísland taki ekki þátt í tónlistarhátið „Það er verið að taka ákvörðun um að taka ekki þátt í söngvakeppni, söngvakeppni sem á að sameina Evrópu og fólk og það er atburður sem varð á tónlistarhátíð sem veldur því að við erum ekki að fara taka þátt í tónlistarhátíð,“ segir Sveinn Óskar. Þá sé tilefni til að huga að framtíð Íslands í Eurovision, hvort að þessi ákvörðun leiði til þess að Ísland hætti alfarið í keppninni. „Við skulum ekki gleyma því að Ísrael á andstæðinga við stjórnvöld þar heima við eins og við eigum andstæðinga við stjórnvöld hérna, þetta er lýðræðisríki. Það er fólk einnig í stjórnarandstöðu sem myndi hugsanlega vilja taka þátt í Eurovision til að mótmæla sínum stjórnvöldum heima við. Við vitum ekkert hvernig þeir munu tjalda því fram í grundvallaratriðum,“ segir hann. Hann tekur fram að hörmulegir atburðir séu jafnframt að eiga sér stað á Gasaströndinni í Palestínu. „En eftir stendur að við verðum að taka afstöðu um friðinn, ánægjuna og gleðina sem fylgir söngnum. Markmiðið með Eurovision er að sameina.“ Þá sé hlutverk Rúv að taka þátt í menningarviðburðum en með þessu stuðli þau að sundrung. „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið. Eins og dagskráin er að verða þá eru þetta ein leiðindin í viðbót sem á að sameina Evrópu og sameina fólk,“ segir Sveinn.
Eurovision 2026 Eurovision Ríkisútvarpið Tónlist Miðflokkurinn Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Sjá meira