Innlent

Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Mennirnir gengu sína leið eftir samtal við lögreglu.
Mennirnir gengu sína leið eftir samtal við lögreglu. Vísir/Ívar Fannar

Lögregla hafði afskipti af tveimur mönnum þar sem þeir reyndu að kveikja eld í bílastæða húsi.

Þeir kváðust hafa verið að reyna að ylja sér vegna kulda og gengu sína leið eftir samtal við lögreglu.

Þetta var á meðal verkefna Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag. Lögregla handtók einnig tvo einstaklinga sem voru grunaðir um vopnalagabrot og vörslu fíkniefna. Þeir voru látnir lausir að skýrslutöku lokinni.

Í hverfi 105 tók lögregla þrjá aðila fasta en þeir voru grunaðir um húsbrot og vörslu fíkniefna. Þeir eru vistaðir í fangageymslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×