Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar 11. desember 2025 07:41 Á undanförnum vikum hefur umræðan um fjárlög næsta árs leitt í ljós grafalvarlega stöðu í fjármögnun krabbameinslyfja. Þessi staða hefur ekki aðeins komið fram í umsögnum helstu fagstofnana, heldur einnig í beinum ábendingum Landspítala, Krabbameinsfélags Íslands og fjárlaganefndar Alþingis. Öll þessi gögn benda til sömu niðurstöðu um að líf fólks og lífsgæði ráðast af ákvörðunum sem teknar eru á Alþingi næstu daga. Fjárþörf langt umfram áætlanir Í frumvarpi til fjárlaga er gert ráð fyrir 700 milljóna króna aukningu til lyfjakaupa vegna fjölgunar krabbameinstilfella og raunvaxtar í lyfjakostnaði. Þrátt fyrir það liggur fyrir að þörf er á mun meira fjármagni. Lyfjanefnd Landspítala hefur bent á að tíu nýjar og mikilvægar meðferðir, sem fyrst og fremst varða ný krabbameinslyf sem þegar eru innleidd á hinum Norðurlöndunum, bíða innleiðingar hér á landi. Þetta eru lyf sem geta skipt sköpum en þau lengja líf, bæta lífsgæði og umfram allt auka líkur á bata. Engu að síður er ljóst að samkvæmt núverandi fjárheimildum er hvorki svigrúm til að taka upp ný lyf né samþykkja nýjar ábendingar fyrir núverandi lyf. Í umsögn forstjóra Landspítala kom fram að rúman milljarð króna vanti til að tryggja eðlilega og nauðsynlega þjónustu á árinu 2026. Sú niðurstaða ein og sér ætti að kveikja rauð ljós. Íslendingar dragast aftur úr öðrum Norðurlandaþjóðum Fjárveitingar til nýrra krabbameinslyfja hafa staðið í stað. Á þessu ári hefur ekkert nýtt lyf verið tekið upp og ekkert verður bætt við á næsta ári nema fjárheimildir verði hækkaðar. Afleiðingin er sú að Íslendingar eru að dragast aftur úr öðrum Norðurlandaþjóðum í innleiðingu nýrra meðferða og það þýðir lakari lífshorfur, lakari lífsgæði og ósamræmi við yfirlýst markmið stjórnvalda um heilbrigðisþjónustu á heimsmælikvarða. Hér er ekki aðeins um fjárhagslegt sjónarmið að ræða, heldur spurningu um hvort íslenskir sjúklingar geti fengið meðferð sem stenst samanburð við það besta sem gerist á Norðurlöndum. Í dag er svarið því miður neikvætt. Veikustu sjúklingar okkar fá ekki aðgang að þeim krabbameinslyfjum sem bjarga lífi og bæta lífsgæði í nágrannalöndum okkar. Vaxandi þrýstingur á heilbrigðiskerfið Samkvæmt Krabbameinsfélagi Íslands greinast um 2.000 manns árlega með krabbamein á Íslandi. Spár sýna 63% fjölgun greininga fram til ársins 2045. Sú þróun mun auka stórlega álag á heilbrigðiskerfið og krefjast markvissrar uppbyggingar. Þá blasir einnig við umtalsverð endurnýjunarþörf lækningatækja, bæði á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri. Flutningur starfsemi í nýtt húsnæði á Landspítala kallar á endurnýjun fjölmargra tækja. Jafnframt er uppbygging geislameðferðar engan veginn tryggð til framtíðar, þótt kerfið velti nú á yfirvinnu starfsfólks og útvistun meðferða á sjúklingum til útlanda. Ábyrgð stjórnvalda er mikil og margþætt. 700 milljóna króna aukning sem samþykkt var í 2. umræðu fjárlaga dugar ekki þó vissulega sé það jákvætt skref. Minnihluti fjárlaganefndar hefur ekki fengið nákvæmar upplýsingar um raunverulega fjárþörf, en við vitum að hún er umtalsvert meiri ef tryggja á aðgang að bestu krabbameinslyfjunum. Sjálf hef ég ítrekað óskað eftir upplýsingum um stöðu lyfjakaupa í velferðarnefnd, síðast í síðustu viku. Þrátt fyrir að málið snerti líf og heilsu þúsunda hafa svör ekki borist sem er með öllu óásættanlegt. En ábyrgð stjórnvalda felst fyrst og fremst í því að tryggja aðgengi að bestu mögulegu meðferð hverju sinni. Þegar fjárlög tryggja ekki fjármagn til að innleiða lífsnauðsynleg lyf eða byggja upp geislameðferðarkerfi sem stenst einfaldar kröfur nútímans þá bregst ríkisvaldið skyldum sínum. Það er því afar mikilvægt að heilbrigðisráðuneytið og ríkisstjórnin fari yfir framkomin gögn og leggi þegar í stað mat á nauðsyn frekari fjárheimilda. Líf og lífsgæði ráðast af ákvörðunum næstu daga Á Alþingi eigum við nú tækifæri til að bregðast við og taka ábyrgðarfullar ákvarðanir. Tryggjum að fjárlög ársins 2026 innihaldi raunhæfar fjárveitingar til lyfjakaupa, til geislameðferðar og til brýnna tækjakaupa. Líf og lífsgæði íslenskra krabbameinssjúklinga ráðast af þeim ákvörðunum sem teknar verða á næstu dögum. Við getum tryggt að þeir njóti sömu meðferðar og lífshorfna og veikustu sjúklingar á hinum Norðurlöndunum, einmitt á þeim tímum þegar mest reynir á í lífi þeirra. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Framsóknarflokkurinn Fjárlagafrumvarp 2026 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum vikum hefur umræðan um fjárlög næsta árs leitt í ljós grafalvarlega stöðu í fjármögnun krabbameinslyfja. Þessi staða hefur ekki aðeins komið fram í umsögnum helstu fagstofnana, heldur einnig í beinum ábendingum Landspítala, Krabbameinsfélags Íslands og fjárlaganefndar Alþingis. Öll þessi gögn benda til sömu niðurstöðu um að líf fólks og lífsgæði ráðast af ákvörðunum sem teknar eru á Alþingi næstu daga. Fjárþörf langt umfram áætlanir Í frumvarpi til fjárlaga er gert ráð fyrir 700 milljóna króna aukningu til lyfjakaupa vegna fjölgunar krabbameinstilfella og raunvaxtar í lyfjakostnaði. Þrátt fyrir það liggur fyrir að þörf er á mun meira fjármagni. Lyfjanefnd Landspítala hefur bent á að tíu nýjar og mikilvægar meðferðir, sem fyrst og fremst varða ný krabbameinslyf sem þegar eru innleidd á hinum Norðurlöndunum, bíða innleiðingar hér á landi. Þetta eru lyf sem geta skipt sköpum en þau lengja líf, bæta lífsgæði og umfram allt auka líkur á bata. Engu að síður er ljóst að samkvæmt núverandi fjárheimildum er hvorki svigrúm til að taka upp ný lyf né samþykkja nýjar ábendingar fyrir núverandi lyf. Í umsögn forstjóra Landspítala kom fram að rúman milljarð króna vanti til að tryggja eðlilega og nauðsynlega þjónustu á árinu 2026. Sú niðurstaða ein og sér ætti að kveikja rauð ljós. Íslendingar dragast aftur úr öðrum Norðurlandaþjóðum Fjárveitingar til nýrra krabbameinslyfja hafa staðið í stað. Á þessu ári hefur ekkert nýtt lyf verið tekið upp og ekkert verður bætt við á næsta ári nema fjárheimildir verði hækkaðar. Afleiðingin er sú að Íslendingar eru að dragast aftur úr öðrum Norðurlandaþjóðum í innleiðingu nýrra meðferða og það þýðir lakari lífshorfur, lakari lífsgæði og ósamræmi við yfirlýst markmið stjórnvalda um heilbrigðisþjónustu á heimsmælikvarða. Hér er ekki aðeins um fjárhagslegt sjónarmið að ræða, heldur spurningu um hvort íslenskir sjúklingar geti fengið meðferð sem stenst samanburð við það besta sem gerist á Norðurlöndum. Í dag er svarið því miður neikvætt. Veikustu sjúklingar okkar fá ekki aðgang að þeim krabbameinslyfjum sem bjarga lífi og bæta lífsgæði í nágrannalöndum okkar. Vaxandi þrýstingur á heilbrigðiskerfið Samkvæmt Krabbameinsfélagi Íslands greinast um 2.000 manns árlega með krabbamein á Íslandi. Spár sýna 63% fjölgun greininga fram til ársins 2045. Sú þróun mun auka stórlega álag á heilbrigðiskerfið og krefjast markvissrar uppbyggingar. Þá blasir einnig við umtalsverð endurnýjunarþörf lækningatækja, bæði á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri. Flutningur starfsemi í nýtt húsnæði á Landspítala kallar á endurnýjun fjölmargra tækja. Jafnframt er uppbygging geislameðferðar engan veginn tryggð til framtíðar, þótt kerfið velti nú á yfirvinnu starfsfólks og útvistun meðferða á sjúklingum til útlanda. Ábyrgð stjórnvalda er mikil og margþætt. 700 milljóna króna aukning sem samþykkt var í 2. umræðu fjárlaga dugar ekki þó vissulega sé það jákvætt skref. Minnihluti fjárlaganefndar hefur ekki fengið nákvæmar upplýsingar um raunverulega fjárþörf, en við vitum að hún er umtalsvert meiri ef tryggja á aðgang að bestu krabbameinslyfjunum. Sjálf hef ég ítrekað óskað eftir upplýsingum um stöðu lyfjakaupa í velferðarnefnd, síðast í síðustu viku. Þrátt fyrir að málið snerti líf og heilsu þúsunda hafa svör ekki borist sem er með öllu óásættanlegt. En ábyrgð stjórnvalda felst fyrst og fremst í því að tryggja aðgengi að bestu mögulegu meðferð hverju sinni. Þegar fjárlög tryggja ekki fjármagn til að innleiða lífsnauðsynleg lyf eða byggja upp geislameðferðarkerfi sem stenst einfaldar kröfur nútímans þá bregst ríkisvaldið skyldum sínum. Það er því afar mikilvægt að heilbrigðisráðuneytið og ríkisstjórnin fari yfir framkomin gögn og leggi þegar í stað mat á nauðsyn frekari fjárheimilda. Líf og lífsgæði ráðast af ákvörðunum næstu daga Á Alþingi eigum við nú tækifæri til að bregðast við og taka ábyrgðarfullar ákvarðanir. Tryggjum að fjárlög ársins 2026 innihaldi raunhæfar fjárveitingar til lyfjakaupa, til geislameðferðar og til brýnna tækjakaupa. Líf og lífsgæði íslenskra krabbameinssjúklinga ráðast af þeim ákvörðunum sem teknar verða á næstu dögum. Við getum tryggt að þeir njóti sömu meðferðar og lífshorfna og veikustu sjúklingar á hinum Norðurlöndunum, einmitt á þeim tímum þegar mest reynir á í lífi þeirra. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun