Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar 11. desember 2025 10:03 Áform ríkisstjórnarinnar um innleiðingu kílómetragjalds hafa mætt verulegri andstöðu og eru af mörgum talin eitt umdeildasta skattamál þessa fyrsta árs ríkisstjórnarinnar. Gjaldið, sem á að taka gildi strax eftir áramót, er að mati gagnrýnenda illa ígrundað, óraunhæft og að hluta til afturvirkt og mun koma harkalega niður á fyrirtækjum og heimilum þar sem síst skyldi. Sér í lagi er bent á að bílaleigur, sem hafa þegar gert langtímasamninga við ferðaskrifstofur fyrir komandi sumar, sitji eftir með verulegan kostnaðarauka sem þær geti ekki velt yfir á viðskiptavini. Slík afturvirk forsendubreyting á gerðum samningum er sögð ófagleg og skaði traust á íslenskum stjórnvöldum. Ef kostnaðurinn hleðst upp hjá leigubílstjóra eða bílaleigu tapast hann beint úr rekstri, með tilheyrandi áhrifum á verðlag, þjónustuframboð og samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar. Margir líta eðlilega á þetta sem endurtekningu á innviðagjaldsmálinu, þegar nýtt gjald á farþega skemmtiferðaskipa var sett á án nægs fyrirvara með þeim afleiðingum að skip hættu að koma til landsins. Stór högg dundu þá yfir hafnir vítt og breitt um landið. Þrátt fyrir að gjaldið hafi seint og um síðir verið lækkað reyndist skaðinn verulegur. Nú sé verið að gera sömu mistök aftur en nú með kílómetragjaldi. Í umsögnum og ræðum er einnig gagnrýnt að stjórnvöld noti setninguna „þeir borgi sem nota“ til að réttlæta gjaldið. Sú röksemd er sögð einföldun og ranglega notuð, þar sem allir landsmenn, jafnvel þeir sem ekki eiga bíl, nota vegakerfið óbeint í gegnum allt það vöruflæði sem haldi samfélaginu gangandi. Hækkun á flutningskostnaði mun óhjákvæmilega skila sér í hærra vöruverði, sérstaklega úti á landi þar sem verslanir hafa litla sem enga möguleika á að taka á sig kostnaðinn. Þar að auki búa íbúar landsbyggðarinnar við allt aðrar aðstæður en höfuðborgarbúar. Þar eru engir raunhæfir samgöngukostir aðrir er bílinn í boði fyrir daglegar ferðir og langar vegalengdir eru óumflýjanlegar. Að leggja háan kílómetragjaldsskatt á þá sem hafa enga valkosti er misráðin og ósanngjörn stefna sem dýpki bilið milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis. Að lokum er varað við því að slík skattheimta ýti undir verðbólgu og torveldi hagstjórn. Því sé erfitt að sjá annað en að kílómetragjaldið sé fyrst og fremst nýr skattur í leit að tekjum, fremur en yfirveguð kerfisbreyting. Fram kemur sífellt skýrari krafa um að ríkisstjórnin staldri við og meti raunverulegar afleiðingar frumvarpsins áður en það verður gert að lögum. Svo mikið á landsbyggðin inni hjá ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgrímur Sigmundsson Miðflokkurinn Skattar, tollar og gjöld Byggðamál Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Sjá meira
Áform ríkisstjórnarinnar um innleiðingu kílómetragjalds hafa mætt verulegri andstöðu og eru af mörgum talin eitt umdeildasta skattamál þessa fyrsta árs ríkisstjórnarinnar. Gjaldið, sem á að taka gildi strax eftir áramót, er að mati gagnrýnenda illa ígrundað, óraunhæft og að hluta til afturvirkt og mun koma harkalega niður á fyrirtækjum og heimilum þar sem síst skyldi. Sér í lagi er bent á að bílaleigur, sem hafa þegar gert langtímasamninga við ferðaskrifstofur fyrir komandi sumar, sitji eftir með verulegan kostnaðarauka sem þær geti ekki velt yfir á viðskiptavini. Slík afturvirk forsendubreyting á gerðum samningum er sögð ófagleg og skaði traust á íslenskum stjórnvöldum. Ef kostnaðurinn hleðst upp hjá leigubílstjóra eða bílaleigu tapast hann beint úr rekstri, með tilheyrandi áhrifum á verðlag, þjónustuframboð og samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar. Margir líta eðlilega á þetta sem endurtekningu á innviðagjaldsmálinu, þegar nýtt gjald á farþega skemmtiferðaskipa var sett á án nægs fyrirvara með þeim afleiðingum að skip hættu að koma til landsins. Stór högg dundu þá yfir hafnir vítt og breitt um landið. Þrátt fyrir að gjaldið hafi seint og um síðir verið lækkað reyndist skaðinn verulegur. Nú sé verið að gera sömu mistök aftur en nú með kílómetragjaldi. Í umsögnum og ræðum er einnig gagnrýnt að stjórnvöld noti setninguna „þeir borgi sem nota“ til að réttlæta gjaldið. Sú röksemd er sögð einföldun og ranglega notuð, þar sem allir landsmenn, jafnvel þeir sem ekki eiga bíl, nota vegakerfið óbeint í gegnum allt það vöruflæði sem haldi samfélaginu gangandi. Hækkun á flutningskostnaði mun óhjákvæmilega skila sér í hærra vöruverði, sérstaklega úti á landi þar sem verslanir hafa litla sem enga möguleika á að taka á sig kostnaðinn. Þar að auki búa íbúar landsbyggðarinnar við allt aðrar aðstæður en höfuðborgarbúar. Þar eru engir raunhæfir samgöngukostir aðrir er bílinn í boði fyrir daglegar ferðir og langar vegalengdir eru óumflýjanlegar. Að leggja háan kílómetragjaldsskatt á þá sem hafa enga valkosti er misráðin og ósanngjörn stefna sem dýpki bilið milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis. Að lokum er varað við því að slík skattheimta ýti undir verðbólgu og torveldi hagstjórn. Því sé erfitt að sjá annað en að kílómetragjaldið sé fyrst og fremst nýr skattur í leit að tekjum, fremur en yfirveguð kerfisbreyting. Fram kemur sífellt skýrari krafa um að ríkisstjórnin staldri við og meti raunverulegar afleiðingar frumvarpsins áður en það verður gert að lögum. Svo mikið á landsbyggðin inni hjá ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun