Starfið venst vel og strákarnir klárir Valur Páll Eiríksson skrifar 11. desember 2025 10:02 Ólafur Ingi segir sína menn klára í að taka fyrsta sigurinn í Sambandsdeildinni í kvöld. „Við erum mjög vel stemmdir. Við erum spenntir fyrir verkefninu. Við byggjum á góðri frammistöðu í síðasta leik og viljum ná í þrjú stig,“ segir Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari Breiðabliks, um verkefni dagsins er liðið mætir Shamrock Rovers í Sambandsdeildinni á Laugardalsvelli klukkan 17:45. Ólafur nefnir að Blikar vilji byggja ofan á góða frammistöðu en þeir gerðu 2-2 jafntefli við Samsunspor frá Tyrklandi frá því í síðasta leik. Þá skoruðu Blikar loks fyrstu mörkin í deildarkeppninni í ár og má færa rök fyrir því að það hafi verið þeirra besta frammistaða til þessa. Tvær vikur eru hins vegar liðnar síðan. Hvernig hafa menn nýtt tímann? „Við höfum splæst inn æfingaleikjum inn á milli og keyrt á þessum vikurytma. Við höfum bæði nýtt æfingasvæðið vel og reynt að viðhalda ferskleika. Við höfum gefið frí inn á milli svo menn haldist líkamlega og andlega eins ferskir og hægt er. Mér finnst það hafa tekist mjög vel og allir eru klárir í slaginn,“ Ólafur Ingi tók við þjálfarastarfi Blika í haust og beið hans það verkefni að stýra liðinu á stóra sviðinu í Evrópuboltanum. Um er að ræða hans fyrsta aðalþjálfarastarf hjá félagsliði en hann segist starfið hafa vanist vel í vetur. „Þetta hefur verið alveg geggjað. Þetta er virkilega skemmtilegt. Félagið algjörlega frábært, það er tekið vel á móti manni og sama með leikmannahópinn, þetta er virkilega flottur hópur. Þetta hefur verið krefjandi á köflum en virkilega skemmtilegt,“ segir Ólafur. Tímabært að ná í fyrsta sigurinn Blikar hefðu hæglega getað nælt í þrjú stig þegar finnska liðið KuPS kom í heimsókn fyrr í haust en þeim leik lauk með markalausu jafntefli þar sem Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði liðsins, klúðraði vítaspyrnu. Blikar leita fyrsta sigursins á þessu stigi keppninnar og það er sannarlega tækifæri til þess í kvöld. „Fyrirfram er þetta auðvitað leikur sem menn horfa til, eðlilega. Segjandi það, þá er þetta lið með gríðarlega reynslu og eru írskir meistarar. Eins og allir Evrópuleikir eru erfiðir. Við þurfum að spila þennan leik vel, á okkar forsendum. En það er klárt mál að ef við gerum það sem við getum og náum góðri frammistöðu, þá eigum við góðan möguleika á að ná í þrjú stig,“ segir Ólafur. Klippa: Ólafur ræðir leikinn við Shamrock Hann gerir þá ráð fyrir að Blikar stýri ferðinni í kvöld. „ Mér finnst það líklegt. Þeir hafa verið frekar þéttir og í 5-3-2 mikið. Við höfum undirbúið bæði, það getur verið að þeir horfi á þetta sem leik sem þeir vilji stíga ofar og gera eitthvað. Við þurfum að vera klárir á því líka. Mér finnst það líklegt að við stýrum umferðinni aðeins sem er bara jákvætt. Við þurfum á sama tíma að vera aggressívir í hlaupum, að teygja á þeim og láta boltann ganga hratt til að finna opnanir. Þeir eru mjög þéttir,“ segir Ólafur. Viðtalið má sjá í spilaranum. Breiðablik mætir Shamrock Rovers klukkan 17:45. Bein útsending hefst klukkan 17:35 á Sýn Sport Viaplay. Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Fleiri fréttir Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Sjá meira
Ólafur nefnir að Blikar vilji byggja ofan á góða frammistöðu en þeir gerðu 2-2 jafntefli við Samsunspor frá Tyrklandi frá því í síðasta leik. Þá skoruðu Blikar loks fyrstu mörkin í deildarkeppninni í ár og má færa rök fyrir því að það hafi verið þeirra besta frammistaða til þessa. Tvær vikur eru hins vegar liðnar síðan. Hvernig hafa menn nýtt tímann? „Við höfum splæst inn æfingaleikjum inn á milli og keyrt á þessum vikurytma. Við höfum bæði nýtt æfingasvæðið vel og reynt að viðhalda ferskleika. Við höfum gefið frí inn á milli svo menn haldist líkamlega og andlega eins ferskir og hægt er. Mér finnst það hafa tekist mjög vel og allir eru klárir í slaginn,“ Ólafur Ingi tók við þjálfarastarfi Blika í haust og beið hans það verkefni að stýra liðinu á stóra sviðinu í Evrópuboltanum. Um er að ræða hans fyrsta aðalþjálfarastarf hjá félagsliði en hann segist starfið hafa vanist vel í vetur. „Þetta hefur verið alveg geggjað. Þetta er virkilega skemmtilegt. Félagið algjörlega frábært, það er tekið vel á móti manni og sama með leikmannahópinn, þetta er virkilega flottur hópur. Þetta hefur verið krefjandi á köflum en virkilega skemmtilegt,“ segir Ólafur. Tímabært að ná í fyrsta sigurinn Blikar hefðu hæglega getað nælt í þrjú stig þegar finnska liðið KuPS kom í heimsókn fyrr í haust en þeim leik lauk með markalausu jafntefli þar sem Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði liðsins, klúðraði vítaspyrnu. Blikar leita fyrsta sigursins á þessu stigi keppninnar og það er sannarlega tækifæri til þess í kvöld. „Fyrirfram er þetta auðvitað leikur sem menn horfa til, eðlilega. Segjandi það, þá er þetta lið með gríðarlega reynslu og eru írskir meistarar. Eins og allir Evrópuleikir eru erfiðir. Við þurfum að spila þennan leik vel, á okkar forsendum. En það er klárt mál að ef við gerum það sem við getum og náum góðri frammistöðu, þá eigum við góðan möguleika á að ná í þrjú stig,“ segir Ólafur. Klippa: Ólafur ræðir leikinn við Shamrock Hann gerir þá ráð fyrir að Blikar stýri ferðinni í kvöld. „ Mér finnst það líklegt. Þeir hafa verið frekar þéttir og í 5-3-2 mikið. Við höfum undirbúið bæði, það getur verið að þeir horfi á þetta sem leik sem þeir vilji stíga ofar og gera eitthvað. Við þurfum að vera klárir á því líka. Mér finnst það líklegt að við stýrum umferðinni aðeins sem er bara jákvætt. Við þurfum á sama tíma að vera aggressívir í hlaupum, að teygja á þeim og láta boltann ganga hratt til að finna opnanir. Þeir eru mjög þéttir,“ segir Ólafur. Viðtalið má sjá í spilaranum. Breiðablik mætir Shamrock Rovers klukkan 17:45. Bein útsending hefst klukkan 17:35 á Sýn Sport Viaplay.
Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Fleiri fréttir Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu