Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Aron Guðmundsson skrifar 11. desember 2025 14:03 Stephen Bradley, þjálfari Shamrock Rovers, hefur verið tíður gestur hér á landi undanfarin ár. Vísir/Getty Stephen Bradley, þjálfari Shamrock Rovers, segir sitt lið búa að þeirri reynslu að hafa reglulega á undanförnum árum spilað við lið frá Íslandi í Evrópukeppni. Shamrock mætir Breiðabliki á Laugardalsvelli í Sambandsdeild Evrópu í kvöld. Þetta er þriðja árið í röð sem að Stephen og hans menn í Shamrock Rovers mæta hingað til lands. Árið 2023 laut liðið í lægra haldi fyrir Breiðabliki í einvígi forkeppni Meistaradeildar Evrópu og á síðasta ár, einnig í forkeppni Meistaradeildarinnar, hafði Shamrock Rovers betur gegn Víkingi Reykjavík í tveggja leikja einvígi. Klippa: Mættur til Íslands enn á ný og býst við rosalegum leik Fyrir komandi leik gegn Breiðabliki í kvöld segir Stephen aðspurður að sitt lið búi að þeirri reynslu að hafa spilað reglulega við lið frá Íslandi. „Já klárlega. Við höfum dregið lærdóm frá fyrri leikjum okkar hér á Íslandi,“ segir Stephen í samtali við íþróttadeild Sýnar. „Bæði hvernig liðin hér vilja spila fótbolta en einnig hvaða hugarfari leikmenn þeirra búa yfir og hvernig þeir nálgast leikinn. Það er mikilvægt fyrir okkur að búa að þessum skilningi frá fyrri viðureignum okkar síðastliðin tvö ár. Allir leikir okkar hér á Íslandi hafa verið erfiðir, við búumst við því sama í komandi leik á móti Breiðabliki.“ Tekur eftir breytingum hjá Breiðabliki Ekki er ýkja langt síðan að Ólafur Ingi Skúlason tók við stjórnartaumunum sem þjálfari Breiðabliks af Halldóri Árnasyni. Stephen og hans teymi hafa greint leikstíl þeirra grænklæddu úr Kópavogi og tekið eftir einhverjum breytingum á leik liðsins eftir að Ólafur tók við sem þjálfari. „Liðið er að ganga í gegnum umbreytingarferli en er áfram með mjög góða leikmenn innan sinna raða. Margir af þeim leikmönnum sem við mættum árið 2023 eru enn í Breiðabliki og þá lutum við í lægra haldi gegn þeim. Ég veit af þjálfarabreytingunum og hef tekið eftir einhverjum breytingum á leik liðsins taktískt séð en á heildina litið eru þarna góðir leikmenn sem ber að varast.“ Hvernig leik býstu við? „Erfiðum leik. Við förum í þessa síðustu tvo leiki okkar í deildarkeppninni til að sækja öll þau stig sem í boði eru og ég er viss um að Breiðablik horfi á þennan leik gegn okkur og sjái þar tækifæri til að sækja sigur og þrjú stig. Það ætti að vera góður leikur í vændum, tvö lið sem mæta til leiks með það fyrir augum að sækja sigur og þrjú stig.“ Setja stefnuna á umspilssæti Stephen, sem spilaði á árum áður fyrir Shamrock Rovers, hefur verið í þjálfarateymi liðsins frá árinu 2014. Fyrst sem aðstoðarþjálfari en árið 2016 tók hann við sem aðalþjálfari og hefur síðan þá gert liðið fimm sinnum að írskum meisturum og í tvígang hefur liðið orðið bikarmeistari undir hans stjórn. Á nýafstöðnu tímabili á Írlandi vann Shamrock Rovers tvennuna, írsku deildina sem og bikarkeppnina, og kemur því með sjálfstraustið í botni inn í leik kvöldsins þó svo að ekki hafi tekist að næla í sigur í Sambandsdeildinni til þessa. Liðið hefur náð í eitt stig nú þegar að tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Með sigri í þeim leikjum gæti Shamrock lyft sér upp í umspilsæti fyrir 16-liða úrslit deildarinnar en sjö stig þurfti til að komast áfram á næsta stig keppninnar á síðasta tímabili. „Það er markmiðið. Við höfum verið óheppnir í síðustu leikjum okkar, til að mynda gegn AEK í Aþenu þar sem að við fengum á okkur mark úr vítaspyrnu undir lok leiks þar sem að við misstum frá okkur sigur. Á móti Shakhtar Donetsk í síðustu okkur teljum við okkur hafa átt að ná stigi. Ef við vinnum þessa síðustu tvo leiki okkar förum við upp í sjö stig og það gefur okkur möguleika á að tryggja okkur sæti í umspilinu fyrir 16-liða úrslitin. Kannski mun það ekki nægja, en við sjáum til. Til þessa að eiga möguleika verðum við að vinna næstu tvo leiki, það er markmiðið. “ Krefjandi tímabil tekið við Líkt og Breiðablik er Shamrock Rovers nú að ganga í gegnum krefjandi tímabil þar sem að langur tími líður á milli leikja. Keppni heima á Írlandi er lokið og bara Evrópuleikir á dagskránni. „Þetta er krefjandi tímabil og í svona stöðu væri maður til í að spila keppnisleiki milli umferða í Evrópu. Það liðu átján dagar milli úrslitaleiks írska bikarsins hjá okkur þar til að við spiluðum gegn Shakhtar í Sambandsdeildinni. Það er erfið staða að vera ekki að spila keppnisleiki í yfir tvær vikur og fara svo að spila gegn sterkum andstæðingi á við Shakhtar. Breiðablik þekkir þessa stöðu líka. Svona er þetta bara, við tökum því og búum að reynslu frá því á síðasta ári. Við vitum því hvað til þarf í svona aðstæðum. Mínir leikmenn verða tilbúnir í baráttuna gegn Breiðabliki.“ Leikur Breiðabliks og Shamrock Rovers í Sambandsdeild Evrópu verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn Sport Viplay og hefst klukkan korter í sex. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Fleiri fréttir Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Sjá meira
Þetta er þriðja árið í röð sem að Stephen og hans menn í Shamrock Rovers mæta hingað til lands. Árið 2023 laut liðið í lægra haldi fyrir Breiðabliki í einvígi forkeppni Meistaradeildar Evrópu og á síðasta ár, einnig í forkeppni Meistaradeildarinnar, hafði Shamrock Rovers betur gegn Víkingi Reykjavík í tveggja leikja einvígi. Klippa: Mættur til Íslands enn á ný og býst við rosalegum leik Fyrir komandi leik gegn Breiðabliki í kvöld segir Stephen aðspurður að sitt lið búi að þeirri reynslu að hafa spilað reglulega við lið frá Íslandi. „Já klárlega. Við höfum dregið lærdóm frá fyrri leikjum okkar hér á Íslandi,“ segir Stephen í samtali við íþróttadeild Sýnar. „Bæði hvernig liðin hér vilja spila fótbolta en einnig hvaða hugarfari leikmenn þeirra búa yfir og hvernig þeir nálgast leikinn. Það er mikilvægt fyrir okkur að búa að þessum skilningi frá fyrri viðureignum okkar síðastliðin tvö ár. Allir leikir okkar hér á Íslandi hafa verið erfiðir, við búumst við því sama í komandi leik á móti Breiðabliki.“ Tekur eftir breytingum hjá Breiðabliki Ekki er ýkja langt síðan að Ólafur Ingi Skúlason tók við stjórnartaumunum sem þjálfari Breiðabliks af Halldóri Árnasyni. Stephen og hans teymi hafa greint leikstíl þeirra grænklæddu úr Kópavogi og tekið eftir einhverjum breytingum á leik liðsins eftir að Ólafur tók við sem þjálfari. „Liðið er að ganga í gegnum umbreytingarferli en er áfram með mjög góða leikmenn innan sinna raða. Margir af þeim leikmönnum sem við mættum árið 2023 eru enn í Breiðabliki og þá lutum við í lægra haldi gegn þeim. Ég veit af þjálfarabreytingunum og hef tekið eftir einhverjum breytingum á leik liðsins taktískt séð en á heildina litið eru þarna góðir leikmenn sem ber að varast.“ Hvernig leik býstu við? „Erfiðum leik. Við förum í þessa síðustu tvo leiki okkar í deildarkeppninni til að sækja öll þau stig sem í boði eru og ég er viss um að Breiðablik horfi á þennan leik gegn okkur og sjái þar tækifæri til að sækja sigur og þrjú stig. Það ætti að vera góður leikur í vændum, tvö lið sem mæta til leiks með það fyrir augum að sækja sigur og þrjú stig.“ Setja stefnuna á umspilssæti Stephen, sem spilaði á árum áður fyrir Shamrock Rovers, hefur verið í þjálfarateymi liðsins frá árinu 2014. Fyrst sem aðstoðarþjálfari en árið 2016 tók hann við sem aðalþjálfari og hefur síðan þá gert liðið fimm sinnum að írskum meisturum og í tvígang hefur liðið orðið bikarmeistari undir hans stjórn. Á nýafstöðnu tímabili á Írlandi vann Shamrock Rovers tvennuna, írsku deildina sem og bikarkeppnina, og kemur því með sjálfstraustið í botni inn í leik kvöldsins þó svo að ekki hafi tekist að næla í sigur í Sambandsdeildinni til þessa. Liðið hefur náð í eitt stig nú þegar að tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Með sigri í þeim leikjum gæti Shamrock lyft sér upp í umspilsæti fyrir 16-liða úrslit deildarinnar en sjö stig þurfti til að komast áfram á næsta stig keppninnar á síðasta tímabili. „Það er markmiðið. Við höfum verið óheppnir í síðustu leikjum okkar, til að mynda gegn AEK í Aþenu þar sem að við fengum á okkur mark úr vítaspyrnu undir lok leiks þar sem að við misstum frá okkur sigur. Á móti Shakhtar Donetsk í síðustu okkur teljum við okkur hafa átt að ná stigi. Ef við vinnum þessa síðustu tvo leiki okkar förum við upp í sjö stig og það gefur okkur möguleika á að tryggja okkur sæti í umspilinu fyrir 16-liða úrslitin. Kannski mun það ekki nægja, en við sjáum til. Til þessa að eiga möguleika verðum við að vinna næstu tvo leiki, það er markmiðið. “ Krefjandi tímabil tekið við Líkt og Breiðablik er Shamrock Rovers nú að ganga í gegnum krefjandi tímabil þar sem að langur tími líður á milli leikja. Keppni heima á Írlandi er lokið og bara Evrópuleikir á dagskránni. „Þetta er krefjandi tímabil og í svona stöðu væri maður til í að spila keppnisleiki milli umferða í Evrópu. Það liðu átján dagar milli úrslitaleiks írska bikarsins hjá okkur þar til að við spiluðum gegn Shakhtar í Sambandsdeildinni. Það er erfið staða að vera ekki að spila keppnisleiki í yfir tvær vikur og fara svo að spila gegn sterkum andstæðingi á við Shakhtar. Breiðablik þekkir þessa stöðu líka. Svona er þetta bara, við tökum því og búum að reynslu frá því á síðasta ári. Við vitum því hvað til þarf í svona aðstæðum. Mínir leikmenn verða tilbúnir í baráttuna gegn Breiðabliki.“ Leikur Breiðabliks og Shamrock Rovers í Sambandsdeild Evrópu verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn Sport Viplay og hefst klukkan korter í sex.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Fleiri fréttir Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Sjá meira