Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Aron Guðmundsson skrifar 12. desember 2025 08:02 Nýr kafli tekur nú við hjá Fanndísi Friðriksdóttur nú þegar hún hefur lagt fótboltaskóna á hilluna eftir farsælan feril Vísir/Sigurjón Fanndís Friðriksdóttir hefur ákveðið að leggja fótboltaskóna á hilluna. Eftir sigursæla tíma eru það ekki titlarnir sem standa upp úr hjá henni, heldur fólkið sem hún deildi vegferðinni með. Farsæll fótboltaferill Fanndísar líður nú undir lok og kveður hún sviðið sem þriðji leikjahæsti leikmaður efstu deildar með 278 leiki, 129 mörk og fjölmarga Íslands- og bikarmeistaratitla með liðum Breiðabliks og Vals. Eitt hundrað og tíu sinnum var hún fulltrúi Íslands í landsleikjum og fór nokkrum sinnum á stórmót. „Ég hef fengið gríðarlega mikil viðbrögð og er klökk því ég hef fengið svo mikið af fallegum skilaboðum. Bara eins og ég segi í færslunni minni, það eru ekki titlarnir sem sitja eftir heldur fólkið. Það lætur í sér heyra á svona stundu, þakkar manni fyrir og hrósar, það er gaman og ég er búin að fella nokkur tár yfir mörgum skilaboðum.“ Gerði greinilega eitthvað rétt Ákvörðunin um að leggja skóna á hilluna hafði blundað í henni. „Hvenær er rétti tímapunkturinn að hætta? Manni langar eiginlega aldrei að hætta þessu. En svo var það búið að læðast að mér að þetta gæti verið ágætis tímapunktur. Ég fór í gott frí eftir tímabilið, hugsaði þetta fram og til baka, ræddi við mitt fólk og komst alltaf að þessari niðurstöðu. Núna finnst mér ég tilbúin í að tilkynna þetta og er bara gríðarlega sátt með að vera búin að segja frá þessu loksins.“ Frá leik Breiðabliks og Vals. Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Vals hér umkringd leikmönnum BreiðabliksVísir/HAG Hvaða þætti ertu að vega og meta þegar að þú ert að hugsa um að leggja skóna á hilluna? „Það er alls konar. Maður pælir í líkamlega þættinum sem og tímanum sem maður er að eyða í þetta, er hann þess virði? Núna er maður komin með börn og þá skiptir máli hvaða lið maður er með í höndunum. Ég náttúrulega fæ þá tilkynningu frá Val að ég fengi ekki áframhaldandi samning þar. Þá skoðaði ég hvað kom upp, það voru alls konar skemmtilegir möguleikar á borðinu. Ég er allavegana endalaust þakklát fyrir að það var enn þá heyrt í manni. Ég gerði greinilega eitthvað rétt í sumar og mér líður þannig.“ „Ég hef lagt allt í þetta“ Nú hefur hún tekið ákvörðunina, stendur við hana og er sátt. „Ég gerði allt sem að mig langaði að gera. Ég stóð alltaf föst á mínu, var alltaf ég sjálf og mikið í núinu, þannig er ég bara sem manneskja. Ég gerði þetta ekki nema af því að það var gaman. Þetta var alltaf skemmtilegt. Auðvitað var þetta erfitt og alls konar en þetta var bara umfram allt skemmtilegt, ógeðslega skemmtilegt.“ Fanndís Friðriksdóttir fagnar marki sínu á EM 2017 gegn SvissVísir/Getty Í færslu sem hún birti á samfélagsmiðlum þar sem að Fanndís greindi frá ákvörðun sinni skrifaði hún að hún tæki frelsinu fagnandi. Hvað átti hún við með því? „Þetta er skuldbinding. Ég hef lagt allt í þetta, í hvaða liði sem ég hef verið í, sleppt öllu og sé ekki eftir neinu. Ég meina það bara þannig að það verður skrýtið að hafa ekki skuldbindinguna. Ég á eftir að sakna þess að vera ekki að fara á fótboltaæfingu en það er líka ákveðið frelsi í því að þurfa ekki að vera einhvers staðar seinni partinn. Frelsið að geta farið í sumarfrí, allt sem því fylgir að hafa ekki þessa skuldbindingu. Ég á samt örugglega eftir að sakna þessarar skuldbindingar líka, þetta verður alls konar. Ef ég ætti að velja eitthvað eitt orð yfir minn feril þá væri það bara orðið „skemmtilegt.“ Ég reyndi bara að hafa gaman, alltaf, því mér finnst gaman að hafa gaman. Það er bara fólkið sem maður kynntist sem stendur upp úr og situr eftir hjá manni eftir þetta allt saman.“ View this post on Instagram A post shared by Fanndís Friðriksdóttir (@fanndis90) Fór þetta á gleðinni Fanndís átti sér aldrei stóra drauma tengda fótboltanum sem krakki. Fótboltinn heillaði hana hins vegar og innan íþróttarinnar á hún óumdeilanlega heima. „Hlutirnir gerðust bara af því að ég hafði gaman að þessu, lagði mig fram af því að þetta var skemmtilegt og mér fannst gaman að vinna. Þannig gerðust hlutirnir fyrir mig, ekki af því að ég var með svo háleit markmið eða eitthvað svoleiðis. Það hentaði mér ekki. Ég fór þetta meira á gleðinni. Ég fann hvað það gaf mér mikið þegar að það gekk vel, fann að ég var búin að leggja á mig vinnuna og uppskar alls konar. Það einkennir mig og minn feril.“ Besta deild kvenna Breiðablik Valur Fótbolti Íslenski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Fleiri fréttir „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Sjá meira
Farsæll fótboltaferill Fanndísar líður nú undir lok og kveður hún sviðið sem þriðji leikjahæsti leikmaður efstu deildar með 278 leiki, 129 mörk og fjölmarga Íslands- og bikarmeistaratitla með liðum Breiðabliks og Vals. Eitt hundrað og tíu sinnum var hún fulltrúi Íslands í landsleikjum og fór nokkrum sinnum á stórmót. „Ég hef fengið gríðarlega mikil viðbrögð og er klökk því ég hef fengið svo mikið af fallegum skilaboðum. Bara eins og ég segi í færslunni minni, það eru ekki titlarnir sem sitja eftir heldur fólkið. Það lætur í sér heyra á svona stundu, þakkar manni fyrir og hrósar, það er gaman og ég er búin að fella nokkur tár yfir mörgum skilaboðum.“ Gerði greinilega eitthvað rétt Ákvörðunin um að leggja skóna á hilluna hafði blundað í henni. „Hvenær er rétti tímapunkturinn að hætta? Manni langar eiginlega aldrei að hætta þessu. En svo var það búið að læðast að mér að þetta gæti verið ágætis tímapunktur. Ég fór í gott frí eftir tímabilið, hugsaði þetta fram og til baka, ræddi við mitt fólk og komst alltaf að þessari niðurstöðu. Núna finnst mér ég tilbúin í að tilkynna þetta og er bara gríðarlega sátt með að vera búin að segja frá þessu loksins.“ Frá leik Breiðabliks og Vals. Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Vals hér umkringd leikmönnum BreiðabliksVísir/HAG Hvaða þætti ertu að vega og meta þegar að þú ert að hugsa um að leggja skóna á hilluna? „Það er alls konar. Maður pælir í líkamlega þættinum sem og tímanum sem maður er að eyða í þetta, er hann þess virði? Núna er maður komin með börn og þá skiptir máli hvaða lið maður er með í höndunum. Ég náttúrulega fæ þá tilkynningu frá Val að ég fengi ekki áframhaldandi samning þar. Þá skoðaði ég hvað kom upp, það voru alls konar skemmtilegir möguleikar á borðinu. Ég er allavegana endalaust þakklát fyrir að það var enn þá heyrt í manni. Ég gerði greinilega eitthvað rétt í sumar og mér líður þannig.“ „Ég hef lagt allt í þetta“ Nú hefur hún tekið ákvörðunina, stendur við hana og er sátt. „Ég gerði allt sem að mig langaði að gera. Ég stóð alltaf föst á mínu, var alltaf ég sjálf og mikið í núinu, þannig er ég bara sem manneskja. Ég gerði þetta ekki nema af því að það var gaman. Þetta var alltaf skemmtilegt. Auðvitað var þetta erfitt og alls konar en þetta var bara umfram allt skemmtilegt, ógeðslega skemmtilegt.“ Fanndís Friðriksdóttir fagnar marki sínu á EM 2017 gegn SvissVísir/Getty Í færslu sem hún birti á samfélagsmiðlum þar sem að Fanndís greindi frá ákvörðun sinni skrifaði hún að hún tæki frelsinu fagnandi. Hvað átti hún við með því? „Þetta er skuldbinding. Ég hef lagt allt í þetta, í hvaða liði sem ég hef verið í, sleppt öllu og sé ekki eftir neinu. Ég meina það bara þannig að það verður skrýtið að hafa ekki skuldbindinguna. Ég á eftir að sakna þess að vera ekki að fara á fótboltaæfingu en það er líka ákveðið frelsi í því að þurfa ekki að vera einhvers staðar seinni partinn. Frelsið að geta farið í sumarfrí, allt sem því fylgir að hafa ekki þessa skuldbindingu. Ég á samt örugglega eftir að sakna þessarar skuldbindingar líka, þetta verður alls konar. Ef ég ætti að velja eitthvað eitt orð yfir minn feril þá væri það bara orðið „skemmtilegt.“ Ég reyndi bara að hafa gaman, alltaf, því mér finnst gaman að hafa gaman. Það er bara fólkið sem maður kynntist sem stendur upp úr og situr eftir hjá manni eftir þetta allt saman.“ View this post on Instagram A post shared by Fanndís Friðriksdóttir (@fanndis90) Fór þetta á gleðinni Fanndís átti sér aldrei stóra drauma tengda fótboltanum sem krakki. Fótboltinn heillaði hana hins vegar og innan íþróttarinnar á hún óumdeilanlega heima. „Hlutirnir gerðust bara af því að ég hafði gaman að þessu, lagði mig fram af því að þetta var skemmtilegt og mér fannst gaman að vinna. Þannig gerðust hlutirnir fyrir mig, ekki af því að ég var með svo háleit markmið eða eitthvað svoleiðis. Það hentaði mér ekki. Ég fór þetta meira á gleðinni. Ég fann hvað það gaf mér mikið þegar að það gekk vel, fann að ég var búin að leggja á mig vinnuna og uppskar alls konar. Það einkennir mig og minn feril.“
Besta deild kvenna Breiðablik Valur Fótbolti Íslenski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Fleiri fréttir „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Sjá meira