Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar 12. desember 2025 07:47 Útgerðin verður að vakna. Það er ekki lengur hægt að sitja á hliðarlínunni og horfa upp á stofnmat sem byggir á aðferðum síðustu aldar, þar sem hvorki hvalir né umhverfisþættir eru inni í stofnmatsútreikningum. Þorskur er að horast, nýting og framlegð lækkar á sama tíma sem óvissan í ráðgjöf fer vaxandi. Eigi að síður hefur útgerðin látið sér það lynda að atvinnugrein, sem aflar hundruð milljarða, sé stjórnað með tækni frá síðustu öld. Það er óskiljanlegt og í raun óverjandi. Hvalir éta margfalt meira af fiski en veitt er af mönnum, fæðukeðjan tekur breytingum og veiðisvæði færast til. Þrátt fyrir þetta byggist ráðgjöf enn á líkani sem gerir ráð fyrir „stofnmati án afráns“. Þótt menn telja sig vinna að varúð þá er unnið í blindni. Afleiðingar þessarar blindni lenda fyrst og síðast á útgerðinni sjálfri, sjómönnunum og byggðunum sem reiða sig á afkomu greinarinnar. Útgerðin á að vera leiðandi afl í gagnadrifinni veiðistýringu og vísindalegri vistkerfisnálgun en ekki aukaleikari í eigin atvinnugrein. Útgerðin situr á gögnum, fjármagni og hagsmunum sem eru miklu meiri en finnst hjá nokkurri opinberri stofnun. Þess vegna er það útgerðarinnar að krefjast betri vísinda, nútímalegri stofnmatslíkana og formlegrar innleiðingar rauntímagagna við veiðiráðgjöf. Margt af þessu geta þeir gert sjálfir ef vilji er til. Ef útgerðin stígur ekki fram núna mun enginn gera það fyrir hana. Þá verður haldið áfram að stýra í myrkri þar til reksturinn strandar á skeri. Það er kominn tími til að útgerðin taki ábyrgð, krefjist breytinga og hefjist handa. Strax. Höfundur er forstjóri Bláa hagkerfisins ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanur Guðmundsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Útgerðin verður að vakna. Það er ekki lengur hægt að sitja á hliðarlínunni og horfa upp á stofnmat sem byggir á aðferðum síðustu aldar, þar sem hvorki hvalir né umhverfisþættir eru inni í stofnmatsútreikningum. Þorskur er að horast, nýting og framlegð lækkar á sama tíma sem óvissan í ráðgjöf fer vaxandi. Eigi að síður hefur útgerðin látið sér það lynda að atvinnugrein, sem aflar hundruð milljarða, sé stjórnað með tækni frá síðustu öld. Það er óskiljanlegt og í raun óverjandi. Hvalir éta margfalt meira af fiski en veitt er af mönnum, fæðukeðjan tekur breytingum og veiðisvæði færast til. Þrátt fyrir þetta byggist ráðgjöf enn á líkani sem gerir ráð fyrir „stofnmati án afráns“. Þótt menn telja sig vinna að varúð þá er unnið í blindni. Afleiðingar þessarar blindni lenda fyrst og síðast á útgerðinni sjálfri, sjómönnunum og byggðunum sem reiða sig á afkomu greinarinnar. Útgerðin á að vera leiðandi afl í gagnadrifinni veiðistýringu og vísindalegri vistkerfisnálgun en ekki aukaleikari í eigin atvinnugrein. Útgerðin situr á gögnum, fjármagni og hagsmunum sem eru miklu meiri en finnst hjá nokkurri opinberri stofnun. Þess vegna er það útgerðarinnar að krefjast betri vísinda, nútímalegri stofnmatslíkana og formlegrar innleiðingar rauntímagagna við veiðiráðgjöf. Margt af þessu geta þeir gert sjálfir ef vilji er til. Ef útgerðin stígur ekki fram núna mun enginn gera það fyrir hana. Þá verður haldið áfram að stýra í myrkri þar til reksturinn strandar á skeri. Það er kominn tími til að útgerðin taki ábyrgð, krefjist breytinga og hefjist handa. Strax. Höfundur er forstjóri Bláa hagkerfisins ehf.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun