Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Árni Sæberg skrifar 12. desember 2025 11:08 Landsréttur kvað upp dóm sinn í málinu í gær. Vísir/Vilhelm Ung kona var í gær dæmd í fimmtán mánaða fangelsi í Landsrétti, sem staðfesti dóm héraðsdóms yfir henni. Konan játaði fíkniefnainnflutning skýlaust í héraði en áfrýjaði samt til Landsréttar og krafðist sýknu. Það gerði hún á grundvelli þess að játning hennar hefði ekki verið í samræmi við gögn málsins. Dómarar Landsréttar gáfu lítið fyrir þau rök og bentu á að konan hefði notið aðstoðar lögmanns við meðferð málsins í héraði. Í dómi Landsréttar segir að kona hafi verið sakfelld í héraði fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa staðið að innflutningi á 989 töflum af oxycontin 80 mg og einni töflu af contalgin 200 mg til söludreifingar í ágóðaskyni. Hún hafi játað brot sín skýlaust fyrir héraðsdómi og farið hafi verið málið sem játningarmál. Vildi meina að efnin hefðu verið til eigin nota Hún hafi byggt sýknukröfu sína fyrir Landsrétti á því að við skýrslugjöf hjá lögreglu hafi hún játað að hafa flutt fíkniefnin til landsins en jafnframt tekið fram að efnin væru til eigin nota. Í öðrum rannsóknargögnum væri ekki að finna neinar upplýsingar sem styddu að hún hefði flutt efnin inn til söludreifingar í ágóðaskyni. Þar sem ákæran beindist í raun ekki að vörslubroti og gögn málsins styddu á engan hátt að hún hefði flutt fíkniefnin inn til söludreifingar bæri að sýkna hana af ákærunni. Sakfelling héraðsdóms hefði byggt á játningu hennar fyrir héraðsdómi en með einfaldri yfirferð yfir gögn málsins mætti sjá að ákæruatriði væru ekki í samræmi við játningu hennar. Í öllu falli bæri að milda refsingu hennar þar sem efnin hefðu verið ætluð til eigin neyslu. Naut aðstoðar verjanda „Svo sem rakið er í hinum áfrýjaða dómi viðurkenndi ákærða skýlaust í þinghaldi 15. janúar 2025 að hafa gerst sek um þá háttsemi sem henni er gefin að sök í ákæru auk þess sem hún samþykkti upptökukröfu ákæruvaldsins. Ákærða naut aðstoðar verjanda við meðferð málsins í héraði og var efni ákærunnar kynnt fyrir henni með aðstoð túlks. Fallist er á þá niðurstöðu héraðsdóms að játning ákærðu fái stoð í framlögðum gögnum málsins. Að þessu gættu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur,“ segir í niðurstöðu Landsréttar. Auk þess að staðfesta fimmtán mánaða dóm yfir konunni gerði Landsréttur henni að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, 435 þúsund krónur. Fíkniefnabrot Dómsmál Smygl Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Í dómi Landsréttar segir að kona hafi verið sakfelld í héraði fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa staðið að innflutningi á 989 töflum af oxycontin 80 mg og einni töflu af contalgin 200 mg til söludreifingar í ágóðaskyni. Hún hafi játað brot sín skýlaust fyrir héraðsdómi og farið hafi verið málið sem játningarmál. Vildi meina að efnin hefðu verið til eigin nota Hún hafi byggt sýknukröfu sína fyrir Landsrétti á því að við skýrslugjöf hjá lögreglu hafi hún játað að hafa flutt fíkniefnin til landsins en jafnframt tekið fram að efnin væru til eigin nota. Í öðrum rannsóknargögnum væri ekki að finna neinar upplýsingar sem styddu að hún hefði flutt efnin inn til söludreifingar í ágóðaskyni. Þar sem ákæran beindist í raun ekki að vörslubroti og gögn málsins styddu á engan hátt að hún hefði flutt fíkniefnin inn til söludreifingar bæri að sýkna hana af ákærunni. Sakfelling héraðsdóms hefði byggt á játningu hennar fyrir héraðsdómi en með einfaldri yfirferð yfir gögn málsins mætti sjá að ákæruatriði væru ekki í samræmi við játningu hennar. Í öllu falli bæri að milda refsingu hennar þar sem efnin hefðu verið ætluð til eigin neyslu. Naut aðstoðar verjanda „Svo sem rakið er í hinum áfrýjaða dómi viðurkenndi ákærða skýlaust í þinghaldi 15. janúar 2025 að hafa gerst sek um þá háttsemi sem henni er gefin að sök í ákæru auk þess sem hún samþykkti upptökukröfu ákæruvaldsins. Ákærða naut aðstoðar verjanda við meðferð málsins í héraði og var efni ákærunnar kynnt fyrir henni með aðstoð túlks. Fallist er á þá niðurstöðu héraðsdóms að játning ákærðu fái stoð í framlögðum gögnum málsins. Að þessu gættu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur,“ segir í niðurstöðu Landsréttar. Auk þess að staðfesta fimmtán mánaða dóm yfir konunni gerði Landsréttur henni að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, 435 þúsund krónur.
Fíkniefnabrot Dómsmál Smygl Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira