Þjálfari meistaranna á hálum ís Ágúst Orri Arnarson skrifar 12. desember 2025 17:15 Jacob Neestrup hefur stýrt FCK síðan 2022. Craig Foy/SNS Group via Getty Images Þrátt fyrir að hafa stýrt FC Kaupmannahöfn til endurkomusigurs í Meistaradeildinni í fyrradag og komið liðinu í góðan séns á sextán liða úrslitum er þjálfarinn Jacoc Neestrup í hættu á að missa starf sitt. Gengið í dönsku deildinni hefur verið fyrir neðan væntingar forráðamanna félagsins en ríkjandi meistarar FCK sitja í fimmta sætinu eftir átján umferðir, tólf stigum frá toppliði AGF. Bold greindi frá því í morgun að yfirmaður íþróttamála hjá FCK sé í leit að nýjum þjálfara fyrir Viktor Bjarka Daðason, Rúnar Alex Rúnarsson og hina leikmenn liðsins. Staðan sé þó snúin fyrir FCK, sem framlengdi samning Neestrup í haust eftir að þýska liðið Wolfsburg sýndi honum áhuga í sumar. Þriggja ára framlenging var gerð og það yrði því rándýrt fyrir félagið að reka Neestrup. Auk þess er talið að FCK vilji kveðja Neestrup með fegurri hætti en hann tók við stjórnartaumunum árið 2022. Félagið var þá í krísu og endaði í níunda sæti dönsku deildarinnar en hefur síðan unnið dönsku titlatvennuna í tvígang undir hans stjórn og náð góðum árangri í Meistaradeildinni. Neestrup er ekki nema 37 ára gamall og er talinn eftirsóttur af öðrum liðum, þrátt fyrir slakt gengi FCK í dönsku deildinni á þessu tímabili. VI í Hollandi greindi frá því í morgun að Neestrup sé einn af fjórum þjálfurum sem Ajax er með til skoðunar, eftir að John Heitinga var látinn fara í síðasta mánuði. Málin þar á bæ eru þó örlítið flókin því Ajax þarf fyrst að finna yfirmann íþróttamála til að ráða þjálfarann. FCK spilar í átta liða úrslitum danska bikarsins á morgun gegn Esbjerg og fer síðan í jólafrí, næsti leikur liðsins verður þann 20. janúar á nýju ári og þar gæti nýr þjálfari stýrt liðinu í fyrsta sinn. Danski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Sunderland-Manchester City: City getur unnið sjöunda leikinn í röð Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Sjá meira
Gengið í dönsku deildinni hefur verið fyrir neðan væntingar forráðamanna félagsins en ríkjandi meistarar FCK sitja í fimmta sætinu eftir átján umferðir, tólf stigum frá toppliði AGF. Bold greindi frá því í morgun að yfirmaður íþróttamála hjá FCK sé í leit að nýjum þjálfara fyrir Viktor Bjarka Daðason, Rúnar Alex Rúnarsson og hina leikmenn liðsins. Staðan sé þó snúin fyrir FCK, sem framlengdi samning Neestrup í haust eftir að þýska liðið Wolfsburg sýndi honum áhuga í sumar. Þriggja ára framlenging var gerð og það yrði því rándýrt fyrir félagið að reka Neestrup. Auk þess er talið að FCK vilji kveðja Neestrup með fegurri hætti en hann tók við stjórnartaumunum árið 2022. Félagið var þá í krísu og endaði í níunda sæti dönsku deildarinnar en hefur síðan unnið dönsku titlatvennuna í tvígang undir hans stjórn og náð góðum árangri í Meistaradeildinni. Neestrup er ekki nema 37 ára gamall og er talinn eftirsóttur af öðrum liðum, þrátt fyrir slakt gengi FCK í dönsku deildinni á þessu tímabili. VI í Hollandi greindi frá því í morgun að Neestrup sé einn af fjórum þjálfurum sem Ajax er með til skoðunar, eftir að John Heitinga var látinn fara í síðasta mánuði. Málin þar á bæ eru þó örlítið flókin því Ajax þarf fyrst að finna yfirmann íþróttamála til að ráða þjálfarann. FCK spilar í átta liða úrslitum danska bikarsins á morgun gegn Esbjerg og fer síðan í jólafrí, næsti leikur liðsins verður þann 20. janúar á nýju ári og þar gæti nýr þjálfari stýrt liðinu í fyrsta sinn.
Danski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Sunderland-Manchester City: City getur unnið sjöunda leikinn í röð Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Sjá meira