Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar 12. desember 2025 13:33 Í september síðastliðnum tilkynnti Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra áform um að sameina ætti Hljóðbókasafn Íslands, Kvikmyndasafn Íslands og Landsbókasafn-Háskólabókasafn. Markmið sameiningarinnar eru sett fram í sex liðum, þar sem fyrirferðamestu liðirnir eru á grundvelli faglegrar styrkingar þessara stofnana og aukning á þjónustustigi þeirra gagnvart notendum. Þann áttunda þessa mánuðar birtist svo í samráðsgátt stjórnvalda frumvarp til laga um breytingu á lögum um þessi þrjú söfn. Við lestur á inngangi frumvarpsins í samráðsgáttinni kemur í ljós að áðurtalin markmið eru ekki megin forsendan fyrir ákvörðuninni, heldur „hagkvæmni í rekstri“, eins og segir í einum af sex markmiðsliðunum. Í inngangnum er því haldið fram að undir ráðuneytinu séu margar „örstofnanir“ og að því fylgi mikil „umsýsla“ fyrir ráðuneytið að hafa með þeim eftirlit. Ráðuneytið ályktar því sem svo að best sé að fækka þessum stofnunum með sameiningum og vísar til tillagna Ríkisendurskoðunar frá 2021 um slíkt sem segir m.a. að „ætla“ megi „að fjöldi smárra stofnana sé óhagstæður í rekstrarlegu og faglegu tilliti en líkur eru einnig á að einhverjar þeirra gætu hæglega rúmast innan stærri skipulagsheilda hins opinbera.“ Þessi innleiðing á frumvarpinu er á skjön við megin áherslurnar fyrir sameiningu stofnana. En hér er ráðuneytið að kveinka sér undan vinnu og gerir tillögur Ríkisendurskoðunar að því að „skoða“ þessi mál sem röksemd fyrir því að ráðast í sameiningu stofnanana. Það er auðvitað góðra gjalda vert að stjórnsýslan eigi sér sína drauma um einfaldari heim og leiti leiða til að láta þá verða að veruleika. En það er mikið ábyrgðarhlutur að kasta til höndunum eins og virðist eiga sér stað í þessu máli. Forsvarsmenn Hljóðbókasafnsins hafa eindregið mótmælt þessum áformum, eins og komið hefur fram í fréttum. Og fyrir þá sem þekkja til starfsemi Kvikmyndasafns Íslands, blasir við eyðilegging á þeirri áratuga gömlu stofnun með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Kvikmyndasafnið hefur á undanförnum árum verið á miklu flugi og rækt skyldur sínar sem safnastofnun af miklum myndarbrag - þrátt fyrir þröngan fjárhagsramma miðað við tilgang og markmið safnsins. Tekin hafa verið stökk í söfnun og skráningu heimilda og kvikmynda (listaverka!), varðveisluþátturinn hefur færst yfir á stafrænt svið, rannsóknum hefur aldrei verið betur sinnt, og miðlun á gersemum kvikmynda hefur hitt þjóðina í hjartastað með auknu aðgengi í gegnum netið og með þáttagerð á RÚV. Þessu starfi og möguleikum safnsins til að vaxa enn frekar á þessum sviðum á nú að pakka saman í deild innan Landbókasafns Íslands-Háskólabókasafns og eyðileggja. Sú deild mun þurfa að berjast við aðrar deildir um athygli, eins og tónlistarsafnið og leikminjasafnið, sem horfið hafa af yfirborði jarðar við innlimun þeirra í bókasafnið. Að lokum er svo vert að minnast á einn anga þessa máls, en í frumvarpsgögnunum kemur fram að sameiningin eigi ekki að kosta krónu meira en þessar stofnanir eru að fá nú á fjárlögum. Á sama tíma blasir við að kosta þurfi tugum eða hundruðum milljóna við breytingar á húsnæði Landsbókasafns Íslands-Háskólabókasafns vegna sameiningarinnar. Og hið sama má segja um aðrar fjárfestingar eins og í tækni til miðlunar og notkunar, svo dæmi sé tekið. Þetta og annað í frumvarpsgögnunum dregur sannarlega úr trúverðugleika hugmyndarinnar og vinnubragðana um gagnsemi sameiningarinnar. Höfundur er prófessor og fyrrverandi forstöðumaður Kvikmyndasafns Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Söfn Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Sjá meira
Í september síðastliðnum tilkynnti Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra áform um að sameina ætti Hljóðbókasafn Íslands, Kvikmyndasafn Íslands og Landsbókasafn-Háskólabókasafn. Markmið sameiningarinnar eru sett fram í sex liðum, þar sem fyrirferðamestu liðirnir eru á grundvelli faglegrar styrkingar þessara stofnana og aukning á þjónustustigi þeirra gagnvart notendum. Þann áttunda þessa mánuðar birtist svo í samráðsgátt stjórnvalda frumvarp til laga um breytingu á lögum um þessi þrjú söfn. Við lestur á inngangi frumvarpsins í samráðsgáttinni kemur í ljós að áðurtalin markmið eru ekki megin forsendan fyrir ákvörðuninni, heldur „hagkvæmni í rekstri“, eins og segir í einum af sex markmiðsliðunum. Í inngangnum er því haldið fram að undir ráðuneytinu séu margar „örstofnanir“ og að því fylgi mikil „umsýsla“ fyrir ráðuneytið að hafa með þeim eftirlit. Ráðuneytið ályktar því sem svo að best sé að fækka þessum stofnunum með sameiningum og vísar til tillagna Ríkisendurskoðunar frá 2021 um slíkt sem segir m.a. að „ætla“ megi „að fjöldi smárra stofnana sé óhagstæður í rekstrarlegu og faglegu tilliti en líkur eru einnig á að einhverjar þeirra gætu hæglega rúmast innan stærri skipulagsheilda hins opinbera.“ Þessi innleiðing á frumvarpinu er á skjön við megin áherslurnar fyrir sameiningu stofnana. En hér er ráðuneytið að kveinka sér undan vinnu og gerir tillögur Ríkisendurskoðunar að því að „skoða“ þessi mál sem röksemd fyrir því að ráðast í sameiningu stofnanana. Það er auðvitað góðra gjalda vert að stjórnsýslan eigi sér sína drauma um einfaldari heim og leiti leiða til að láta þá verða að veruleika. En það er mikið ábyrgðarhlutur að kasta til höndunum eins og virðist eiga sér stað í þessu máli. Forsvarsmenn Hljóðbókasafnsins hafa eindregið mótmælt þessum áformum, eins og komið hefur fram í fréttum. Og fyrir þá sem þekkja til starfsemi Kvikmyndasafns Íslands, blasir við eyðilegging á þeirri áratuga gömlu stofnun með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Kvikmyndasafnið hefur á undanförnum árum verið á miklu flugi og rækt skyldur sínar sem safnastofnun af miklum myndarbrag - þrátt fyrir þröngan fjárhagsramma miðað við tilgang og markmið safnsins. Tekin hafa verið stökk í söfnun og skráningu heimilda og kvikmynda (listaverka!), varðveisluþátturinn hefur færst yfir á stafrænt svið, rannsóknum hefur aldrei verið betur sinnt, og miðlun á gersemum kvikmynda hefur hitt þjóðina í hjartastað með auknu aðgengi í gegnum netið og með þáttagerð á RÚV. Þessu starfi og möguleikum safnsins til að vaxa enn frekar á þessum sviðum á nú að pakka saman í deild innan Landbókasafns Íslands-Háskólabókasafns og eyðileggja. Sú deild mun þurfa að berjast við aðrar deildir um athygli, eins og tónlistarsafnið og leikminjasafnið, sem horfið hafa af yfirborði jarðar við innlimun þeirra í bókasafnið. Að lokum er svo vert að minnast á einn anga þessa máls, en í frumvarpsgögnunum kemur fram að sameiningin eigi ekki að kosta krónu meira en þessar stofnanir eru að fá nú á fjárlögum. Á sama tíma blasir við að kosta þurfi tugum eða hundruðum milljóna við breytingar á húsnæði Landsbókasafns Íslands-Háskólabókasafns vegna sameiningarinnar. Og hið sama má segja um aðrar fjárfestingar eins og í tækni til miðlunar og notkunar, svo dæmi sé tekið. Þetta og annað í frumvarpsgögnunum dregur sannarlega úr trúverðugleika hugmyndarinnar og vinnubragðana um gagnsemi sameiningarinnar. Höfundur er prófessor og fyrrverandi forstöðumaður Kvikmyndasafns Íslands.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun