Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 12. desember 2025 21:03 Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hyggst beita sér í þeim málum þar sem einstaklingar lenda milli skips og bryggju í fæðingarorlofskerfinu. Vísir/Lýður Valberg Félags- og húsnæðismálaráðherra hyggst ekki beita sér fyrir auknum sveigjanleika vegna tilhögunar fæðingarorlofs þótt hennar persónulega skoðun sé að ríkisvaldið ætti að sleppa forræðishyggjunni í þeim efnum. Þá sé ekki einhugur í ríkisstjórninni í málaflokknum. Fréttastofa ræddi í gær við Unni Ósk Thorarensen, einstæða móður sem er gáttuð á fæðingarorlofskerfinu. Sex mánaða fæðingarorlofsréttur barnsföður hennar, sem er ekki hluti af lífi barns hennar í dag, verður ekki færður yfir til hennar þrátt fyrir að barnsfaðirinn hyggist ekki nýta sér réttinn. Foreldrar hafa kallað eftir að fá að ákveða sjálfir hvernig orlofinu er skipt á milli sín. Þá hafa þingmenn stjórnarandstöðunnar lagt fram þingsályktunartillögu um aukinn sveigjanleika í ráðstöfun fæðingarorlofs fyrir foreldra. Samkvæmt núverandi fyrirkomulagi er fæðingarorlofsréttur á Íslandi tólf mánuðir samtals. Stærsti hlutinn er bundinn við hvort foreldri fyrir sig en foreldrar geta þó skipt sex vikum á milli sín. Sjálfstæðis- og Miðflokksmenn mæla í þingsályktunartillögunni fyrir auknum sveigjanleika í skiptingu orlofs. Ekki eining í ríkisstjórn Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, ræddi málið í kvöldfréttum. Hún segist ætla að beita sér í þeim málum þar sem einstaklingar eins og Unnur lenda milli skips og bryggju í kerfinu. „Það er náttúrlega dapurt að einstæð móðir með sitt fyrsta barn skuli ekki vita hvað verður eftir sex mánuði. Við erum búin að tryggja foreldrum tólf mánuði, almennt, í fæðingarorlof. Og mér finnst skilyrðislaust að það eigi enginn að búa við kvíða og afkomukvíða vegna þess að viðkomandi er í forræðisdeilu eða annað slíkt.“ Hún segist vera að skoða slík mál í ráðuneytinu og að í hennar ráðuneyti sé brugðist skjótt við. Hugsanlega þurfi að breyta löggjöfinni. „Mín persónulega skoðun er sú að ríkisvaldið eigi ekki að vera með einhverja forræðishyggju hvað það varðar heldur treysta foreldrunum algjörlega til þess að ráða sínum ráðum sjálf með þessa tólf mánuði og að þeir nýtist barninu, alltaf.“ Er það eitthvað sem þú hyggst jafnvel beita þig fyrir sem ráðherra og er eining um þetta í ríkisstjórn? „Nei, ég ætla ekki að beita mér. Það hefur ekki verið á okkar borði þannig lagað séð og ég veit að það er ekki eining um það. Það sjá það ekki allir sömu augum og ég.“ Inga ræddi sína afstöðu í málaflokknum ítarlega í Reykjavík síðdegis í dag. Viðtalið má nálgast að neðan. Fæðingarorlof Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Fréttastofa ræddi í gær við Unni Ósk Thorarensen, einstæða móður sem er gáttuð á fæðingarorlofskerfinu. Sex mánaða fæðingarorlofsréttur barnsföður hennar, sem er ekki hluti af lífi barns hennar í dag, verður ekki færður yfir til hennar þrátt fyrir að barnsfaðirinn hyggist ekki nýta sér réttinn. Foreldrar hafa kallað eftir að fá að ákveða sjálfir hvernig orlofinu er skipt á milli sín. Þá hafa þingmenn stjórnarandstöðunnar lagt fram þingsályktunartillögu um aukinn sveigjanleika í ráðstöfun fæðingarorlofs fyrir foreldra. Samkvæmt núverandi fyrirkomulagi er fæðingarorlofsréttur á Íslandi tólf mánuðir samtals. Stærsti hlutinn er bundinn við hvort foreldri fyrir sig en foreldrar geta þó skipt sex vikum á milli sín. Sjálfstæðis- og Miðflokksmenn mæla í þingsályktunartillögunni fyrir auknum sveigjanleika í skiptingu orlofs. Ekki eining í ríkisstjórn Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, ræddi málið í kvöldfréttum. Hún segist ætla að beita sér í þeim málum þar sem einstaklingar eins og Unnur lenda milli skips og bryggju í kerfinu. „Það er náttúrlega dapurt að einstæð móðir með sitt fyrsta barn skuli ekki vita hvað verður eftir sex mánuði. Við erum búin að tryggja foreldrum tólf mánuði, almennt, í fæðingarorlof. Og mér finnst skilyrðislaust að það eigi enginn að búa við kvíða og afkomukvíða vegna þess að viðkomandi er í forræðisdeilu eða annað slíkt.“ Hún segist vera að skoða slík mál í ráðuneytinu og að í hennar ráðuneyti sé brugðist skjótt við. Hugsanlega þurfi að breyta löggjöfinni. „Mín persónulega skoðun er sú að ríkisvaldið eigi ekki að vera með einhverja forræðishyggju hvað það varðar heldur treysta foreldrunum algjörlega til þess að ráða sínum ráðum sjálf með þessa tólf mánuði og að þeir nýtist barninu, alltaf.“ Er það eitthvað sem þú hyggst jafnvel beita þig fyrir sem ráðherra og er eining um þetta í ríkisstjórn? „Nei, ég ætla ekki að beita mér. Það hefur ekki verið á okkar borði þannig lagað séð og ég veit að það er ekki eining um það. Það sjá það ekki allir sömu augum og ég.“ Inga ræddi sína afstöðu í málaflokknum ítarlega í Reykjavík síðdegis í dag. Viðtalið má nálgast að neðan.
Fæðingarorlof Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira