Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Ágúst Orri Arnarson skrifar 13. desember 2025 11:08 Kolo Touré entist ekki lengi í starfi hjá Wigan en þakkar fyrir það í dag. Vísir/Getty Kolo Touré segir það hina mestu lukku að hafa verið rekinn úr fyrsta aðalþjálfarastarfinu sem hann tók að sér, hjá Wigan Athletic. Brottreksturinn hafi leitt hann undir væng besta þjálfara heims. Touré er aðstoðarmaður Pep Guardiola hjá Manchester City og sat í hans stað á blaðamannafundi liðsins í gær fyrir leikinn gegn Crystal Palace. Guardiola var fjarverandi af persónulegum ástæðum en mun standa á hliðarlínunni þegar leikurinn hefst á morgun. Fílabeinsstrendingurinn og fyrrum leikmaður Arsenal, Liverpool, Manchester City og Celtic entist ekki nema þrjá mánuði þegar hann tók við Wigan tímabilið 2022-23 og tókst ekki að stýra liðinu til sigurs í sjö tilraunum. „Þetta var það besta sem hefur komið fyrir mig, því ég glímdi líka við erfiðleika sem ég þurfti að yfirstíga þegar ég var leikmaður. Eins og áður en ég kom til Arsenal fór ég margoft á reynslu hjá öðrum liðum og mistókst“ sagði Touré þegar hann var spurður út í þjálfaraferilinn. Bræðurnir Yaya og Kolo Toure spiluðu báðir fyrir Manchester City á sínum tíma. Mynd/Nordic Photos/Getty „Núna er ég í frábæru starfi, með tveimur frábærum þjálfurum, að vinna fyrir eitt besta félag heims… Ég veit ekki hvað gerist í framtíðinni en þegar þú hefur prófað að vera aðalþjálfari langar þig auðvitað að gera það aftur, en ég nýt þess að læra og miðla líka minni reynslu“ sagði Touré einnig en hann og Pep Lijnders eru aðstoðarmenn Guardiola. Þjálfarateymi City er vel mannað að mati Touré.Jean Catuffe/Getty Images City fer inn í 16. umferð ensku úrvalsdeildarinnar tveimur stigum á eftir toppliði Arsenal, en Touré segir einbeitingu liðsins ekki vera á Lundúnaliðinu. „Við einbeitum okkur bara að okkur sjálfum. Við vitum hvað Arsenal er ótrúlega gott lið en þetta snýst allt um okkur sjálfa og hvað við getum gert. Við erum með besta þjálfara heims, að leggja sig allan fram alla daga. Ástríða hans fyrir leiknum, leikmönnum og þjálfurum vitum við að muni fleyta okkur langt“ sagði Touré, ósparsamur á stór orð í garð læriföður síns. Manchester City heimsækir Crystal Palace á morgun klukkan 14:00. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Sýn Sport. Enski boltinn Manchester City Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira
Touré er aðstoðarmaður Pep Guardiola hjá Manchester City og sat í hans stað á blaðamannafundi liðsins í gær fyrir leikinn gegn Crystal Palace. Guardiola var fjarverandi af persónulegum ástæðum en mun standa á hliðarlínunni þegar leikurinn hefst á morgun. Fílabeinsstrendingurinn og fyrrum leikmaður Arsenal, Liverpool, Manchester City og Celtic entist ekki nema þrjá mánuði þegar hann tók við Wigan tímabilið 2022-23 og tókst ekki að stýra liðinu til sigurs í sjö tilraunum. „Þetta var það besta sem hefur komið fyrir mig, því ég glímdi líka við erfiðleika sem ég þurfti að yfirstíga þegar ég var leikmaður. Eins og áður en ég kom til Arsenal fór ég margoft á reynslu hjá öðrum liðum og mistókst“ sagði Touré þegar hann var spurður út í þjálfaraferilinn. Bræðurnir Yaya og Kolo Toure spiluðu báðir fyrir Manchester City á sínum tíma. Mynd/Nordic Photos/Getty „Núna er ég í frábæru starfi, með tveimur frábærum þjálfurum, að vinna fyrir eitt besta félag heims… Ég veit ekki hvað gerist í framtíðinni en þegar þú hefur prófað að vera aðalþjálfari langar þig auðvitað að gera það aftur, en ég nýt þess að læra og miðla líka minni reynslu“ sagði Touré einnig en hann og Pep Lijnders eru aðstoðarmenn Guardiola. Þjálfarateymi City er vel mannað að mati Touré.Jean Catuffe/Getty Images City fer inn í 16. umferð ensku úrvalsdeildarinnar tveimur stigum á eftir toppliði Arsenal, en Touré segir einbeitingu liðsins ekki vera á Lundúnaliðinu. „Við einbeitum okkur bara að okkur sjálfum. Við vitum hvað Arsenal er ótrúlega gott lið en þetta snýst allt um okkur sjálfa og hvað við getum gert. Við erum með besta þjálfara heims, að leggja sig allan fram alla daga. Ástríða hans fyrir leiknum, leikmönnum og þjálfurum vitum við að muni fleyta okkur langt“ sagði Touré, ósparsamur á stór orð í garð læriföður síns. Manchester City heimsækir Crystal Palace á morgun klukkan 14:00. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Sýn Sport.
Enski boltinn Manchester City Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira