Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Lovísa Arnardóttir skrifar 15. desember 2025 06:32 Neyslurýmið Ylja er rekið í Borgartúni. Vísir/RAX Heilbrigðisráðuneytið vinnur í samstarfi við Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði að því að gera efnagreiningu aðgengilega í neyslurými og skaðaminnkandi úrræðum. Í svari frá heilbrigðisráðuneytinu um framkvæmd stefnu í skaðaminnkun sem kynnt var ráðherra í ársbyrjun kemur fram að tveimur aðgerðum sé lokið og að vinna sé hafin við tvær til viðbótar. Annars vegar er hafin vinna að því að hefja efnagreiningu í neyslurýmum en samkvæmt svari ráðuneytisins verður keypt handhelt tæki sem mælir innihaldsefni í sýnum og skilar niðurstöðum í rauntíma. Tækið verður notað í skaðaminnkandi úrræðum og tengt viðburðum þar sem ætla má að verði mikil notkun vímuefna. Notkun tækisins verður studd af Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði sem jafnframt uppfærir gagnagrunn þegar ný efni greinast. Fjölbreyttari meðferð við ópíóíðafíkn Hins vegar hefur Landspítala verið falið að hefja undirbúning þróunarverkefnis um fjölbreyttari lyfjameðferð við ópíóíðafíkn sem getur mætt betur þörfum einstaklinga með langvarandi og alvarlegan ópíóíðavanda. Aðrar aðgerðir sem lagðar voru til í skýrslunni er að hefja tilraunaverkefni um lyfjameðferð við ópíóíðafíkn með öðrum uppbótarlyfjum en hafa verið í notkun á Íslandi fyrir einstaklinga með langvarandi og alvarlega ópíóíðafíkn. Þá var einnig lagt til að komið yrði upp fjölbreyttri nálaskiptiþjónustu og gert greitt aðgengi að öruggri förgun sprautubúnaðar. Þá var lagt til að komið yrði á fót skammtímainnlögn til skaðaminnkunar. Í stefnunni er einnig lagt til að reykrými verði heimilað í neyslurými en í neyslurýminu Ylju er reykrými. Þá er einnig fjallað um það í stefnunni að hefja skaðaminnkandi þjónustu í fangelsum. Fjallað var um það fyrr á árinu að Naloxone-úði væri nú fáanlegur í fangelsum landsins. Fimmtán aðgerðir Aðrar aðgerðir fjalla svo til dæmis um fræðslu og vitundarvakningu um skaðaminnkun og að gerð verði fagleg viðmið um skaðaminnkandi heilbrigðisþjónustu og að gerðir verði gæðavísar og árangursvísar í skaðaminnkandi þjónustu. Þær aðgerðir úr skýrslunni sem er lokið eru þær að á síðasta þingi samþykkti þingið breytingar á lögum um ávana og fíkniefni með það að markmiðið að mæta betur þörfum jaðarsettra einstaklinga um allt land og draga úr skaða af völdum vímuefnanotkunar. Neyslurými voru eingöngu ætluð þeim sem nota vímuefni í æð en með breytingunni geta notendur einnig reykt þar vímuefni eða notað aðra þá aðferð sem þeir kjósa. Þá var einnig gerð sú breyting að heilbrigðisstofnunum og frjálsum félagasamtökum er nú heimilt að stofna og reka neyslurými en sú heimild var áður bundin við sveitarfélögin. Í svari ráðuneytisins segir að sýnt hafi verið fram á að með því að veita fólki öruggt rými til að nota vímuefni dragi úr líkum á ofskömmtun og öðrum skaða. Vinna að verkefnum í ráðuneyti Í svari ráðuneytisins segir enn fremur að skýrslan hafi verið kynnt ráðherra í lok janúar og að í ráðuneytinu sé nú unnið að verkefnum á grundvelli aðgerðanna sem lagðar voru fram í skýrslunni. „Málaflokkur áfengis og annarra vímuefna teygir anga sína í fjölmörg kerfi og málaflokka en fagleg forysta hvað varðar heilbrigðisþjónustu, forvarnir og skaðaminnkun í tengslum við notkun vímugjafa liggur hjá heilbrigðisráðuneytinu, sem ber jafnframt ábyrgð á stefnumótun á málefnasviðinu,“ segir í svarinu. Þá kemur einnig fram að starfshópur um áfengis- og vímuvarnastefnu hafi verið skipaður af heilbrigðisráðherra í febrúar 2024 og hafi veri‘ falið að uppfæra og móta heildarstefnu í áfengis- og vímuefnavörnum. Í þeirri stefnumótunarvinnu skyldi sérstaklega litið til forvarna, meðferðar, endurhæfingar og annarrar heilbrigðisþjónustu og einnig taka mið af mismunandi þörfum ólíkra hópa með tilliti til meðferðar við vímuefnaröskun, t.d. ungmenna, kvenna, aldraðra, hinsegin fólks og einstaklinga með alvarlegan langvinnan vímuefnavanda. Við gerð stefnunnar voru vísindi, gagnreynd þekking, klínískar leiðbeiningar og alþjóðlegir staðlar hafðir til hliðsjónar. Fíkn Heilbrigðismál Geðheilbrigði Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Lyf Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Sjá meira
Annars vegar er hafin vinna að því að hefja efnagreiningu í neyslurýmum en samkvæmt svari ráðuneytisins verður keypt handhelt tæki sem mælir innihaldsefni í sýnum og skilar niðurstöðum í rauntíma. Tækið verður notað í skaðaminnkandi úrræðum og tengt viðburðum þar sem ætla má að verði mikil notkun vímuefna. Notkun tækisins verður studd af Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði sem jafnframt uppfærir gagnagrunn þegar ný efni greinast. Fjölbreyttari meðferð við ópíóíðafíkn Hins vegar hefur Landspítala verið falið að hefja undirbúning þróunarverkefnis um fjölbreyttari lyfjameðferð við ópíóíðafíkn sem getur mætt betur þörfum einstaklinga með langvarandi og alvarlegan ópíóíðavanda. Aðrar aðgerðir sem lagðar voru til í skýrslunni er að hefja tilraunaverkefni um lyfjameðferð við ópíóíðafíkn með öðrum uppbótarlyfjum en hafa verið í notkun á Íslandi fyrir einstaklinga með langvarandi og alvarlega ópíóíðafíkn. Þá var einnig lagt til að komið yrði upp fjölbreyttri nálaskiptiþjónustu og gert greitt aðgengi að öruggri förgun sprautubúnaðar. Þá var lagt til að komið yrði á fót skammtímainnlögn til skaðaminnkunar. Í stefnunni er einnig lagt til að reykrými verði heimilað í neyslurými en í neyslurýminu Ylju er reykrými. Þá er einnig fjallað um það í stefnunni að hefja skaðaminnkandi þjónustu í fangelsum. Fjallað var um það fyrr á árinu að Naloxone-úði væri nú fáanlegur í fangelsum landsins. Fimmtán aðgerðir Aðrar aðgerðir fjalla svo til dæmis um fræðslu og vitundarvakningu um skaðaminnkun og að gerð verði fagleg viðmið um skaðaminnkandi heilbrigðisþjónustu og að gerðir verði gæðavísar og árangursvísar í skaðaminnkandi þjónustu. Þær aðgerðir úr skýrslunni sem er lokið eru þær að á síðasta þingi samþykkti þingið breytingar á lögum um ávana og fíkniefni með það að markmiðið að mæta betur þörfum jaðarsettra einstaklinga um allt land og draga úr skaða af völdum vímuefnanotkunar. Neyslurými voru eingöngu ætluð þeim sem nota vímuefni í æð en með breytingunni geta notendur einnig reykt þar vímuefni eða notað aðra þá aðferð sem þeir kjósa. Þá var einnig gerð sú breyting að heilbrigðisstofnunum og frjálsum félagasamtökum er nú heimilt að stofna og reka neyslurými en sú heimild var áður bundin við sveitarfélögin. Í svari ráðuneytisins segir að sýnt hafi verið fram á að með því að veita fólki öruggt rými til að nota vímuefni dragi úr líkum á ofskömmtun og öðrum skaða. Vinna að verkefnum í ráðuneyti Í svari ráðuneytisins segir enn fremur að skýrslan hafi verið kynnt ráðherra í lok janúar og að í ráðuneytinu sé nú unnið að verkefnum á grundvelli aðgerðanna sem lagðar voru fram í skýrslunni. „Málaflokkur áfengis og annarra vímuefna teygir anga sína í fjölmörg kerfi og málaflokka en fagleg forysta hvað varðar heilbrigðisþjónustu, forvarnir og skaðaminnkun í tengslum við notkun vímugjafa liggur hjá heilbrigðisráðuneytinu, sem ber jafnframt ábyrgð á stefnumótun á málefnasviðinu,“ segir í svarinu. Þá kemur einnig fram að starfshópur um áfengis- og vímuvarnastefnu hafi verið skipaður af heilbrigðisráðherra í febrúar 2024 og hafi veri‘ falið að uppfæra og móta heildarstefnu í áfengis- og vímuefnavörnum. Í þeirri stefnumótunarvinnu skyldi sérstaklega litið til forvarna, meðferðar, endurhæfingar og annarrar heilbrigðisþjónustu og einnig taka mið af mismunandi þörfum ólíkra hópa með tilliti til meðferðar við vímuefnaröskun, t.d. ungmenna, kvenna, aldraðra, hinsegin fólks og einstaklinga með alvarlegan langvinnan vímuefnavanda. Við gerð stefnunnar voru vísindi, gagnreynd þekking, klínískar leiðbeiningar og alþjóðlegir staðlar hafðir til hliðsjónar.
Fíkn Heilbrigðismál Geðheilbrigði Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Lyf Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Sjá meira