Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. desember 2025 11:01 Nitin Kumar vann sögulegan sigur á HM í pílukasti í gær. getty/Andrew Redington Alþýðuhetjan Stephen Bunting lenti í kröppum dansi í viðureign sinni við Sebastian Bialecki í fyrstu umferð heimsmeistaramótsins í pílukasti. Hann mætir Indverjanum Nitin Kumar í næstu umferð en sá skrifaði söguna með sigri sínum í gær. Bunting, sem er í 4. sæti heimslistans, hafði betur gegn Bialecki, 3-2. Hann vann fyrstu tvö settin en sá pólski sett þrjú og fjögur og úrslitin réðust því í oddasetti. Þar tryggði Bunting sér sigurinn og sæti í annarri umferð. BUNTING STUMBLES OVER THE LINE 🎯What a contest 🙌In our first tiebreaker of the tournament, Stephen Bunting breaks Sebastian Bialecki's throw, and finishes the job to win 3-2 and stumble over the line!📺 https://t.co/59TualjgND#WCDarts | R1 pic.twitter.com/MiCtllqPgO— PDC Darts (@OfficialPDC) December 14, 2025 „Ég var heppinn að sleppa með þetta. Ég þarf að safna kröftum og æfa. Þessi taugastrekkjandi leikur er að baki og ég verð betri í næstu umferð,“ sagði Bunting sem var með 96 í meðaltal í leiknum. Andstæðingur Buntings í 64-manna úrslitunum er hinn fertugi Kumar sem sigraði Richard Veenstra í spennutrylli í gær, 3-2. KUMAR MAKES HISTORY 🙌Nitin Kumar becomes the first ever player from India to win on the Alexandra Palace stage 🇮🇳He defies FIVE ton-plus finishes from Richard Veenstra to win 3-2 and advance to Round Two!Why we love the darts.📺 https://t.co/59TualjgND#WCDarts | R1 pic.twitter.com/9BUZNj2UaU— PDC Darts (@OfficialPDC) December 14, 2025 Þetta var fyrsti sigur Kumars á HM og jafnframt fyrsti sigur indversks leikmanns í sögu mótsins. „Ég veit ekki hvað ég á að segja núna. Þetta er yfirþyrmandi og ég er glaður. Ef þig dreymir eitthvað er allt mögulegt,“ sagði Kumar sem hafði fjórum sinnum tapað í 1. umferð HM áður en hann vann loks sigur í gær. Kumar vonast til að sigurinn hafi jákvæð áhrif á indverska pílukastara. „Ég hef opnað flóðgáttir fyrir milljarða. Afsakið að ef eftir tíu ár ganga átta leikmenn inn á sviðið á HM með Bollywood-tónlist,“ sagði Kumar sem var afar öruggur í útskotunum gegn Veenstra. Sá indverski var með 75 prósent útskotsprósentu og það skipti því ekki máli þótt hann væri með lægra meðaltal í leiknum. Pílukast Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira
Bunting, sem er í 4. sæti heimslistans, hafði betur gegn Bialecki, 3-2. Hann vann fyrstu tvö settin en sá pólski sett þrjú og fjögur og úrslitin réðust því í oddasetti. Þar tryggði Bunting sér sigurinn og sæti í annarri umferð. BUNTING STUMBLES OVER THE LINE 🎯What a contest 🙌In our first tiebreaker of the tournament, Stephen Bunting breaks Sebastian Bialecki's throw, and finishes the job to win 3-2 and stumble over the line!📺 https://t.co/59TualjgND#WCDarts | R1 pic.twitter.com/MiCtllqPgO— PDC Darts (@OfficialPDC) December 14, 2025 „Ég var heppinn að sleppa með þetta. Ég þarf að safna kröftum og æfa. Þessi taugastrekkjandi leikur er að baki og ég verð betri í næstu umferð,“ sagði Bunting sem var með 96 í meðaltal í leiknum. Andstæðingur Buntings í 64-manna úrslitunum er hinn fertugi Kumar sem sigraði Richard Veenstra í spennutrylli í gær, 3-2. KUMAR MAKES HISTORY 🙌Nitin Kumar becomes the first ever player from India to win on the Alexandra Palace stage 🇮🇳He defies FIVE ton-plus finishes from Richard Veenstra to win 3-2 and advance to Round Two!Why we love the darts.📺 https://t.co/59TualjgND#WCDarts | R1 pic.twitter.com/9BUZNj2UaU— PDC Darts (@OfficialPDC) December 14, 2025 Þetta var fyrsti sigur Kumars á HM og jafnframt fyrsti sigur indversks leikmanns í sögu mótsins. „Ég veit ekki hvað ég á að segja núna. Þetta er yfirþyrmandi og ég er glaður. Ef þig dreymir eitthvað er allt mögulegt,“ sagði Kumar sem hafði fjórum sinnum tapað í 1. umferð HM áður en hann vann loks sigur í gær. Kumar vonast til að sigurinn hafi jákvæð áhrif á indverska pílukastara. „Ég hef opnað flóðgáttir fyrir milljarða. Afsakið að ef eftir tíu ár ganga átta leikmenn inn á sviðið á HM með Bollywood-tónlist,“ sagði Kumar sem var afar öruggur í útskotunum gegn Veenstra. Sá indverski var með 75 prósent útskotsprósentu og það skipti því ekki máli þótt hann væri með lægra meðaltal í leiknum.
Pílukast Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira