Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar 15. desember 2025 10:47 Á árinu 2025 lauk hundraðasti neminn doktorsgráðu við Háskólann í Reykjavík (HR). Við tímamót sem þessi er vert er að staldra við og velta því upp hvað það er sem gerir háskóla að háskóla. Það er ekki nóg fyrir háskóla að miðla þekkingu, sem er nú þegar til, heldur þarf háskóli líka að skapa nýja þekkingu og svo miðla henni áfram. Í umræðu um háskólastarf heyrast oft kröfur um skjótar niðurstöður, mælanlegar afurðir og bein tengsl við atvinnulíf. Slíkt skiptir auðvitað máli, en það sem gleymist stundum er að nýsköpun byggir nær alltaf á einhverju sem varð til í grunnrannsóknum, einhverju sem varð til vegna forvitni, gagnrýnnar hugsunar og hæfni til að rannsaka hið óþekkta. Og þar gegna doktorsnemar lykilhlutverki. Þeir eru ekki bara viðbót við rannsóknastarf heldur burðarás þess. Doktorsnemar hanna tilraunir, þróa aðferðir, greina gögn, skrifa styrkumsóknir og vísindagreinar og tengja rannsóknahópa í háskólunum okkar við alþjóðlegt rannsóknasamfélag. Staðreyndin er sú að án doktorsnema væri erfitt að halda úti öflugu vísindastarfi. Þegar doktorsnámi hnignar, þá veikjast rannsóknahópar, birtingum fækkar, alþjóðlegt samstarf dvínar og hæfnin til að sækja í samkeppnissjóði minnkar. Afleiðingarnar verða veikari nýsköpun enda fær hún sína næringu úr nýrri þekkingu. Grunnrannsóknir eru stundum vanmetnar vegna þess að þær lofa ekki alltaf einhverskonar afurð strax á næsta ársfjórðungi. Grunnrannsóknir skapa þó dýrmæt verkfæri í verkfærakistu framtíðarinnar sem er nýr skilningur, nýjar mæliaðferðir, ný líkön og nýjar leiðir til að takast á við áskoranir og vandamál. Þegar slíkur grunnur er fyrir hendi geta háskólar, fyrirtæki og stofnanir byggt ofan á hann og þá verða til tæknilausnir, ný fyrirtæki, betri þjónusta, aukið öryggi, bætt heilbrigði og sterkari samfélagslegir innviðir. Samspil grunnrannsókna og nýsköpunar er lykilatriði hér enda er nýsköpun án grunnrannsókna fremur á yfirborðinu og endurbætir fremur en að umbreyta. Sömuleiðis eru grunnrannsóknir án tengingar við nýsköpun síður sýnilegar og nýttar. Sterkur háskóli þarf því hvort tveggja og þar er doktorsnámið mikilvægasti hlekkurinn. Í dag eru rúmlega 100 nemendur í doktorsnámi við HR. Ef við viljum að íslenskt þekkingarsamfélag haldi áfram að dafna, þurfum við að gera doktorsnám raunhæft og eftirsóknarvert. Við þurfum að tryggja stöðugleika í fjármögnun, styðja rannsóknainnviði, rækta alþjóðleg tengsl og skapa gott vinnuumhverfi. Það er ekki bara hagsmunamál háskóla, heldur samfélagsins alls. Hundrað doktorsgráður segja okkur að hér sé verið að byggja upp getu sem skiptir máli. Næsta skref er að halda áfram að efla hana og nýta, því framtíð nýsköpunar byggist á fólki sem fær rými til að spyrja, prófa og uppgötva, samfélaginu öllu til heilla. Höfundur er aðstoðarrektor vísinda, nýsköpunar og atvinnulíftengsla við HR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Sjá meira
Á árinu 2025 lauk hundraðasti neminn doktorsgráðu við Háskólann í Reykjavík (HR). Við tímamót sem þessi er vert er að staldra við og velta því upp hvað það er sem gerir háskóla að háskóla. Það er ekki nóg fyrir háskóla að miðla þekkingu, sem er nú þegar til, heldur þarf háskóli líka að skapa nýja þekkingu og svo miðla henni áfram. Í umræðu um háskólastarf heyrast oft kröfur um skjótar niðurstöður, mælanlegar afurðir og bein tengsl við atvinnulíf. Slíkt skiptir auðvitað máli, en það sem gleymist stundum er að nýsköpun byggir nær alltaf á einhverju sem varð til í grunnrannsóknum, einhverju sem varð til vegna forvitni, gagnrýnnar hugsunar og hæfni til að rannsaka hið óþekkta. Og þar gegna doktorsnemar lykilhlutverki. Þeir eru ekki bara viðbót við rannsóknastarf heldur burðarás þess. Doktorsnemar hanna tilraunir, þróa aðferðir, greina gögn, skrifa styrkumsóknir og vísindagreinar og tengja rannsóknahópa í háskólunum okkar við alþjóðlegt rannsóknasamfélag. Staðreyndin er sú að án doktorsnema væri erfitt að halda úti öflugu vísindastarfi. Þegar doktorsnámi hnignar, þá veikjast rannsóknahópar, birtingum fækkar, alþjóðlegt samstarf dvínar og hæfnin til að sækja í samkeppnissjóði minnkar. Afleiðingarnar verða veikari nýsköpun enda fær hún sína næringu úr nýrri þekkingu. Grunnrannsóknir eru stundum vanmetnar vegna þess að þær lofa ekki alltaf einhverskonar afurð strax á næsta ársfjórðungi. Grunnrannsóknir skapa þó dýrmæt verkfæri í verkfærakistu framtíðarinnar sem er nýr skilningur, nýjar mæliaðferðir, ný líkön og nýjar leiðir til að takast á við áskoranir og vandamál. Þegar slíkur grunnur er fyrir hendi geta háskólar, fyrirtæki og stofnanir byggt ofan á hann og þá verða til tæknilausnir, ný fyrirtæki, betri þjónusta, aukið öryggi, bætt heilbrigði og sterkari samfélagslegir innviðir. Samspil grunnrannsókna og nýsköpunar er lykilatriði hér enda er nýsköpun án grunnrannsókna fremur á yfirborðinu og endurbætir fremur en að umbreyta. Sömuleiðis eru grunnrannsóknir án tengingar við nýsköpun síður sýnilegar og nýttar. Sterkur háskóli þarf því hvort tveggja og þar er doktorsnámið mikilvægasti hlekkurinn. Í dag eru rúmlega 100 nemendur í doktorsnámi við HR. Ef við viljum að íslenskt þekkingarsamfélag haldi áfram að dafna, þurfum við að gera doktorsnám raunhæft og eftirsóknarvert. Við þurfum að tryggja stöðugleika í fjármögnun, styðja rannsóknainnviði, rækta alþjóðleg tengsl og skapa gott vinnuumhverfi. Það er ekki bara hagsmunamál háskóla, heldur samfélagsins alls. Hundrað doktorsgráður segja okkur að hér sé verið að byggja upp getu sem skiptir máli. Næsta skref er að halda áfram að efla hana og nýta, því framtíð nýsköpunar byggist á fólki sem fær rými til að spyrja, prófa og uppgötva, samfélaginu öllu til heilla. Höfundur er aðstoðarrektor vísinda, nýsköpunar og atvinnulíftengsla við HR.
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun