Samstarf

Skipta dekkin máli?

Dekkjahöllin
„Það er augljóst hvers vegna okkar viðskiptavinir, kröfuharðir ökumenn, velja Continental. Hér er um að ræða dekk sem eru hönnuð fyrir aðstæður þar sem öryggi, grip og áreiðanleiki skipta öllu máli,“ segir Reynir Stefánsson, framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar.
„Það er augljóst hvers vegna okkar viðskiptavinir, kröfuharðir ökumenn, velja Continental. Hér er um að ræða dekk sem eru hönnuð fyrir aðstæður þar sem öryggi, grip og áreiðanleiki skipta öllu máli,“ segir Reynir Stefánsson, framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar.

Margir hugsa lítið um það hvaða dekk eru undir bílnum þrátt fyrir að þau séu eini snertiflötur bílsins við veginn. Gæði dekkja geta ráðið úrslitum á íslenskum vegum þar sem aðstæður breytast hratt. Öryggi og akstursþægindi eru lykilatriði þegar kemur að því að velja. Dekkjaframleiðandinn Continental, sem er á meðal þeirra fremstu í heiminum, hefur vakið verðskuldaða athygli hér á landi eftir að Dekkjahöllin hóf samstarf við framleiðandann fyrir rúmu ári síðan.

Árangur Continental í prófunum er ótvíræður. Frá árinu 2007 hefur fyrirtækið tekið þátt í 723 óháðum dekkjaprófunum og verið í efsta sæti 562 sinnum eða í 78% tilvika. Þessi árangur skýrir jafnframt hvers vegna einn af hverjum þremur nýjum bílum sem rúllar út úr verksmiðju í Evrópu er búinn dekkjum frá Continental.

VikingContact 8 er sú vara frá Continental sem hefur vakið hvað mesta athygli að undanförnu en það er naglalaust vetrardekk sem hefur hlotið lof víðs vegar um Evrópu og unnið til fjölda viðurkenninga síðan það kom á markað. Þar má nefna Tire Reviews sem valdi VikingContact 8 nýverið sem besta naglalausa vetrardekkið árið 2025 en það stenst ítrustu kröfur um akstur í snjó og kulda.

Samkvæmt nýjustu vetrardekkjakönnun norska bifreiðaeigendafélagsins (NAF) 2025, sem er systurfélag Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), er VikingContact 8 besta naglalausa vetrardekkið á markaðnum í dag. Könnunin var gerð við raunverulegar vetraraðstæður í Svíþjóð og Finnlandi þar sem grip, hemlunarvegalengd, stöðugleiki, orkueyðsla og veghljóð voru prófuð. 

Niðurstöðurnar sýndu að VikingContact 8 skarar fram úr í flestum þeim þáttum sem skipta máli fyrir ökumenn á norðlægum slóðum. Vert er að nefna að dekkið fékk hæstu einkunn fyrir ísgrip sem er lykilöryggisatriði við íslenskar vetraraðstæður. Það sýndi stöðugan árangur við öll skilyrði sem prófuð voru, jafnt í þungum snjó sem á ís og á blautu og þurru malbiki.

Samkvæmt nýjustu vetrardekkjakönnun norska bifreiðaeigendafélagsins (NAF) 2025 er VikingContact 8 besta naglalausa vetrardekkið á markaðnum í dag.

Þrátt fyrir mikla afkastagetu er VikingContact 8 einnig hannað með akstursþægindi og hagkvæmni í huga. Prófanir sýndu fram á lágt veghljóð og lítið viðnám sem bæði hefur jákvæð áhrif á orkunotkun og gerir aksturinn hljóðlátari og sparneytnari. Það eru atriði sem skipta sífellt meira máli, ekki síst fyrir raf- og tengiltvinnbíla.

Niðurstaða NAF staðfestir það sem margir íslenskir ökumenn hafa þegar upplifað: Continental VikingContact 8 er dekk sem tryggir hámarksöryggi, gott grip og áreiðanleika allan veturinn.

„Það er augljóst hvers vegna okkar viðskiptavinir, kröfuharðir ökumenn, velja Continental. Hér er um að ræða dekk sem eru hönnuð fyrir aðstæður þar sem öryggi, grip og áreiðanleiki skipta öllu máli. Dekkin henta einnig vel undir rafbíla, þau eru einkar hljóðlát og öll með EV vottun,“ segir Reynir Stefánsson, framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×