Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. desember 2025 14:19 Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, listdansstjóri Íslenska dansflokksins, segir Jóladrauma hugsaða sem notalega aðventustund. Stjórnarráðið/Sunna Ben Áhorfendum býðst að skrifa jólakort på gamle moden og fá sér heitt kakó fyrir danssýninguna Jóladrauma og eftir sýningu er öllum boðið upp á svið í alvöru jólaball. Fyrir óvana áhorfendur virðast danssýningar oft óaðgengilegar og flóknar en það er algjör mýta að sögn listdansstjóra Íslenska dansflokksins. „Það er eins og fólki finnist það ákveðinn þröskuldur að koma á danssýningar. Það er hrætt við að skilja ekki eða fatta ekki. Við höfum verið að reyna að kveða niður þessa mýtu að þú þurfir að vera með einhver tæki og tól til að geta notið danssýninga,“ segir Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, listdansstjóri Íslenska dansflokksins. „Danssýningar eru sýningar þar sem þú getur komið inn, verið og notið. Það þarf ekki endilega alltaf að vera einhver narratíva heldur upplifirðu kannski tilfinningu eða núvitund. Alveg eins og sumar myndir tala til manns á myndlistarsýningum meðan aðrar gera það ekki - maður þarf ekki að skilja hvað var á bak við hverja stroku.“ Á þessu ári fór Íslenski dansflokkurinn í óhefðbundið samstarf við listamanninn Jón Þór Birgisson, betur þekktan sem Jónsa, í sýningunni Flóðreka þar sem blandast saman dans flokksins við tónlist, ljósadýrð og ilm frá Jónsa. En svo er flokkurinn líka með barnasýninguna Jóladrauma í aðdraganda jólanna. „Við reynum alltaf að vera með árlegar barnasýningar. Við frumsýndum þessa sýningu í fyrra og hún fékk alveg frábær viðbrögð og þetta er ótrúlega fallegt jólaævintýri sem gefur manni hlýtt í hjartað,“ segir Lovísa. Höfundur og danshöfundur Jóladrauma er Inga Maren Rúnarsdóttir.Sunna Ben Heitt kakó, jólakort og dansað við lifandi jólatré „Við reyndum að búa til notalega aðventustemmingu í kringum sýninguna. Það er svo mikill hraði í samfélaginu, alltaf allir að flýta sér og mikið tempó, þannig við ákváðum að reyna að búa til stund þar sem fjölskyldan getur komið saman og notið þess að vera saman,“ segir Lovísa. Jólaskatan? Utan við sýninguna sjálfa er búið að skapa ákveðinn jólaramma með heitu kakói, jólakortasendingum til ættingja og jólaballi. „Við bjuggum til ótrúlega falleg jólakort upp úr sýningunni og svo erum við búin að búa til lítinn jólabás þar sem áhorfendur geta valið sér jólakort, sest niður í rólegheitum, fengið sér kakóbolla, skrifað kveðju til ástvina og skellt svo í rauðan póstkassa. Svo erum við í samstarfi við Póstinn sem sér um að senda jólakortin,“ segir hún. Jólakortahefðin sem hefur smám saman dáið út hérlendis er þannig endurvakin. Harpa Arnardóttir leikur jólatré óborganlega og gefur Páli Óskari í Skoppu og Skrítlu ekkert eftir.Sunna Ben „Síðan bjóðum við öllum áhorfendum í lok sýningar upp á svið þar sem er jólaball og dansað í kringum sprelllifandi jólatré, sem Harpa Arnardóttir leikur óborganlega. Þannig við erum að búa til svona heildstæða upplifun fyrir fjölskylduna að koma saman. Þetta er kjörið fyrir ömmur og afa að taka barnabörnin og gefa foreldrunum tíma til að pakka inn fyrir jólin. Aðeins að gefa þeim smá breik,“ segir Lovísa. Þar að auki býður Íslenski dansflokkurinn upp á svokallaða afslappaða sýningu af Jóladraumum á sunnudaginn sem er með aðeins öðruvísi móti en hefðbundnar sýningar. Ýmiss dýr koma við sögu í sýningunni.Sunna Ben „Fólk er með misjafnar skynrænar þarfir og þetta er til þess að mæta aðeins breiðari hópi. Það verður smá ljós í salnum allan tímann, það verður opið fram, það verður hægt að fara inn og út og svo verður skynrænt rými (e. quiet space) fyrir utan ef einhver þarf að komast í kyrrð. Það eru engar sýningar í húsinu á þessum tíma þannig við reynum að búa til rólegheit í anddyrinu,“ segir Lovísa. Einnig verði boðið upp á svokallaðan snertitúr fyrir sjóndapra þar sem hægt verður að snerta leikmynd og búninga. Slíkt þarf þó að bóka sérstaklega. Tyrfa stóra sviðið Jóladraumarnir hafa verið sýndir um helgar núna í desember fram að jólum en einnig verða sýningar milli jóla og nýárs. Síðan verða tvær aukasýningar af Flóðreka í janúar en svo tekur við frumsýning á nýju verki. „Við frumsýnum nýja sýningu á stóra sviðinu í febrúar sem heitir Garðurinn sem er hrikalega spennandi. Við ætlum að tyrfa allt stóra sviðið,“ segir Lovísa. Garðurinn verður sýnd á stóra sviði Borgarleikhússins í febrúar.Björgvin Sigurðarson Garðurinn er heimur innan heims sem er síbreytilegur, speglandi og þar sem rými gefst fyrir nánd og þar spretta fram alheimssögur í smækkuðu formi. „Þetta er eftir erlenda danshöfunda, Antonio di Rosa og Matteo Russo. Þeir eru nýstirni í dansheiminum og eru á hraðri uppleið í Evrópu að semja fyrir marga stærstu flokkana þar. Við rétt náðum að næla okkur í þá,“ bætir hún við. Leikhús Dans Menning Jól Börn og uppeldi Borgarleikhúsið Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Sjá meira
„Það er eins og fólki finnist það ákveðinn þröskuldur að koma á danssýningar. Það er hrætt við að skilja ekki eða fatta ekki. Við höfum verið að reyna að kveða niður þessa mýtu að þú þurfir að vera með einhver tæki og tól til að geta notið danssýninga,“ segir Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, listdansstjóri Íslenska dansflokksins. „Danssýningar eru sýningar þar sem þú getur komið inn, verið og notið. Það þarf ekki endilega alltaf að vera einhver narratíva heldur upplifirðu kannski tilfinningu eða núvitund. Alveg eins og sumar myndir tala til manns á myndlistarsýningum meðan aðrar gera það ekki - maður þarf ekki að skilja hvað var á bak við hverja stroku.“ Á þessu ári fór Íslenski dansflokkurinn í óhefðbundið samstarf við listamanninn Jón Þór Birgisson, betur þekktan sem Jónsa, í sýningunni Flóðreka þar sem blandast saman dans flokksins við tónlist, ljósadýrð og ilm frá Jónsa. En svo er flokkurinn líka með barnasýninguna Jóladrauma í aðdraganda jólanna. „Við reynum alltaf að vera með árlegar barnasýningar. Við frumsýndum þessa sýningu í fyrra og hún fékk alveg frábær viðbrögð og þetta er ótrúlega fallegt jólaævintýri sem gefur manni hlýtt í hjartað,“ segir Lovísa. Höfundur og danshöfundur Jóladrauma er Inga Maren Rúnarsdóttir.Sunna Ben Heitt kakó, jólakort og dansað við lifandi jólatré „Við reyndum að búa til notalega aðventustemmingu í kringum sýninguna. Það er svo mikill hraði í samfélaginu, alltaf allir að flýta sér og mikið tempó, þannig við ákváðum að reyna að búa til stund þar sem fjölskyldan getur komið saman og notið þess að vera saman,“ segir Lovísa. Jólaskatan? Utan við sýninguna sjálfa er búið að skapa ákveðinn jólaramma með heitu kakói, jólakortasendingum til ættingja og jólaballi. „Við bjuggum til ótrúlega falleg jólakort upp úr sýningunni og svo erum við búin að búa til lítinn jólabás þar sem áhorfendur geta valið sér jólakort, sest niður í rólegheitum, fengið sér kakóbolla, skrifað kveðju til ástvina og skellt svo í rauðan póstkassa. Svo erum við í samstarfi við Póstinn sem sér um að senda jólakortin,“ segir hún. Jólakortahefðin sem hefur smám saman dáið út hérlendis er þannig endurvakin. Harpa Arnardóttir leikur jólatré óborganlega og gefur Páli Óskari í Skoppu og Skrítlu ekkert eftir.Sunna Ben „Síðan bjóðum við öllum áhorfendum í lok sýningar upp á svið þar sem er jólaball og dansað í kringum sprelllifandi jólatré, sem Harpa Arnardóttir leikur óborganlega. Þannig við erum að búa til svona heildstæða upplifun fyrir fjölskylduna að koma saman. Þetta er kjörið fyrir ömmur og afa að taka barnabörnin og gefa foreldrunum tíma til að pakka inn fyrir jólin. Aðeins að gefa þeim smá breik,“ segir Lovísa. Þar að auki býður Íslenski dansflokkurinn upp á svokallaða afslappaða sýningu af Jóladraumum á sunnudaginn sem er með aðeins öðruvísi móti en hefðbundnar sýningar. Ýmiss dýr koma við sögu í sýningunni.Sunna Ben „Fólk er með misjafnar skynrænar þarfir og þetta er til þess að mæta aðeins breiðari hópi. Það verður smá ljós í salnum allan tímann, það verður opið fram, það verður hægt að fara inn og út og svo verður skynrænt rými (e. quiet space) fyrir utan ef einhver þarf að komast í kyrrð. Það eru engar sýningar í húsinu á þessum tíma þannig við reynum að búa til rólegheit í anddyrinu,“ segir Lovísa. Einnig verði boðið upp á svokallaðan snertitúr fyrir sjóndapra þar sem hægt verður að snerta leikmynd og búninga. Slíkt þarf þó að bóka sérstaklega. Tyrfa stóra sviðið Jóladraumarnir hafa verið sýndir um helgar núna í desember fram að jólum en einnig verða sýningar milli jóla og nýárs. Síðan verða tvær aukasýningar af Flóðreka í janúar en svo tekur við frumsýning á nýju verki. „Við frumsýnum nýja sýningu á stóra sviðinu í febrúar sem heitir Garðurinn sem er hrikalega spennandi. Við ætlum að tyrfa allt stóra sviðið,“ segir Lovísa. Garðurinn verður sýnd á stóra sviði Borgarleikhússins í febrúar.Björgvin Sigurðarson Garðurinn er heimur innan heims sem er síbreytilegur, speglandi og þar sem rými gefst fyrir nánd og þar spretta fram alheimssögur í smækkuðu formi. „Þetta er eftir erlenda danshöfunda, Antonio di Rosa og Matteo Russo. Þeir eru nýstirni í dansheiminum og eru á hraðri uppleið í Evrópu að semja fyrir marga stærstu flokkana þar. Við rétt náðum að næla okkur í þá,“ bætir hún við.
Leikhús Dans Menning Jól Börn og uppeldi Borgarleikhúsið Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Sjá meira