Stór mál standa enn út af Sunna Sæmundsdóttir skrifar 15. desember 2025 14:44 Afgreiða þarf frumvarpið um kílómetragjald fyrir áramót eigi áform ríkisstjórnarinnar að ganga eftir. Vísir/Anton Stór mál standa enn út af á Alþingi nú þegar einungis þrír þingfundir eru eftir á árinu, samkvæmt starfsáætlun. Formaður Sjálfstæðisflokksins biðlar til ríkisstjórnar um að hætta að hækka skatta. Þétt dagskrá er fram undan á Alþingi í dag og raunar næstu daga. Samkvæmt starfsáætlun ætti síðasti fundardagur fyrir áramót að vera á miðvikudag en líklegt má telja að fundað verði lengur í ljósi þess að nokkur stór mál standa enn út af. Á dagskrá þingsins í dag er meðal annars önnur umræða um bandorminn svokallaða, og atkvæðagreiðsla eftir aðra umræðu um kílómetragjald á ökutæki. Þá á enn eftir að afgreiða fjárlög en þau eru ekki á dagskrá þingsins í dag. Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun lýsti Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins áhyggjum af skattahækkunum sem dynji á landsmönnum eftir áramót, meðal annars í formi kílómetragjalds og breyttu vörugjaldi nýrra bíla sem eiga að skila ríkissjóði auknum tekjum. Hver einasti íbúi, hver einasta fjölskylda, hvert einasta heimili, mun finna áþreifanlega fyrir því. Það verður nefnilega minna í buddunni. Minna til skiptanna. Hættið þið bara að hækka skatta á almenning í landinu,“ sagði Guðrún. Ekki um skattahækkanir að ræða Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði ekki um skattahækkanir að ræða - heldur breytingar á gjöldum. Þá hafi kílómetragjaldið verið lengi í undirbúningi, allt frá tíð síðustu ríkisstjórnar. „Vegna þess að vitað var að það væri ekki hægt að standa undir viðhaldi á vegakerfi landsins nema eitthvað kerfi kæmi í stað olíugjaldakerfisins sem var við það að hrynja. Þetta veit háttvirtur þingmaður vel. En það er mjög vinsælt og mjög gaman að vera í minnihluta og bakka með allar ábyrgar tillögur vegna þess að maður þarf ekki lengur að svara fyrir þær, “ sagði Kristrún. Afgreiða þarf frumvarpið fyrir áramót eigi áform ríkisstjórnarinnar að ganga eftir en lög um kílómetragjald eiga að taka gildi 1. janúar næstkomandi. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Kílómetragjald Skattar, tollar og gjöld Fjárlagafrumvarp 2026 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Þétt dagskrá er fram undan á Alþingi í dag og raunar næstu daga. Samkvæmt starfsáætlun ætti síðasti fundardagur fyrir áramót að vera á miðvikudag en líklegt má telja að fundað verði lengur í ljósi þess að nokkur stór mál standa enn út af. Á dagskrá þingsins í dag er meðal annars önnur umræða um bandorminn svokallaða, og atkvæðagreiðsla eftir aðra umræðu um kílómetragjald á ökutæki. Þá á enn eftir að afgreiða fjárlög en þau eru ekki á dagskrá þingsins í dag. Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun lýsti Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins áhyggjum af skattahækkunum sem dynji á landsmönnum eftir áramót, meðal annars í formi kílómetragjalds og breyttu vörugjaldi nýrra bíla sem eiga að skila ríkissjóði auknum tekjum. Hver einasti íbúi, hver einasta fjölskylda, hvert einasta heimili, mun finna áþreifanlega fyrir því. Það verður nefnilega minna í buddunni. Minna til skiptanna. Hættið þið bara að hækka skatta á almenning í landinu,“ sagði Guðrún. Ekki um skattahækkanir að ræða Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði ekki um skattahækkanir að ræða - heldur breytingar á gjöldum. Þá hafi kílómetragjaldið verið lengi í undirbúningi, allt frá tíð síðustu ríkisstjórnar. „Vegna þess að vitað var að það væri ekki hægt að standa undir viðhaldi á vegakerfi landsins nema eitthvað kerfi kæmi í stað olíugjaldakerfisins sem var við það að hrynja. Þetta veit háttvirtur þingmaður vel. En það er mjög vinsælt og mjög gaman að vera í minnihluta og bakka með allar ábyrgar tillögur vegna þess að maður þarf ekki lengur að svara fyrir þær, “ sagði Kristrún. Afgreiða þarf frumvarpið fyrir áramót eigi áform ríkisstjórnarinnar að ganga eftir en lög um kílómetragjald eiga að taka gildi 1. janúar næstkomandi.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Kílómetragjald Skattar, tollar og gjöld Fjárlagafrumvarp 2026 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira