Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar 16. desember 2025 08:30 Það er liðið rúmt ár síðan talið var upp úr kjörkössum síðustu alþingiskosninga sem veitti ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokk fólksins undir forystu Kristrúnar Frostadóttur umboð til grundvallarbreytinga í stjórn ábyrgra efnahagsmála, með skýr félagsleg markmið að leiðarljósi undir formerkjum verðmætasköpunar. Árangurinn er áþreifanlegur – á þessu tímabili hafa vextir lækkað fimm sinnum, verðbólga hefur ekki verið lægri í fimm ár, halli ríkissjóðs hefur helmingast og skuldastaða ríkissjóðs hefur lækkað um 7,5% af landsframleiðslu. Til að setja málin í samhengi leiðir 1,75% vaxtalækkun það af sér að mánaðarleg greiðslubyrði 50 milljóna króna óverðtryggðs lán lækkar sem nemur 60 þúsund krónum á mánuði. Það eru raunverulegar kjarabætur. Stöðugleiki kemur ekki til af sjálfu sér Til þess að eiga fyrir útgjöldum þarf ríkissjóður að afla tekna. Það hefur verið í meira lagi áhugavert að fylgjast með orðræðu af hægri væng stjórnmálanna sem langar að teikna upp hræðilega mynd af ábyrgri tekjuöflun í formi lokunar á skattaglufum og gjaldlagningar til þeirra sem nota vegainnviði og auðlindir landsmanna. Þá finnst þeim tímabært að selja ýmsar ríkiseignir og finnst þeim raunhæft að selja fasteignir í eigu ríkisins fyrir 53 milljarða króna. Ekki bara eru þetta óskynsamlegar hugmyndir, heldur er þetta uppskrift að vaxtahækkunum. Reyndar er rétt að taka fram að þessari ríkisstjórn tókst að ljúka sölu á Íslandsbanka. Henni hefur líka tekist að gera upp skuldir Íbúðalánasjóðs – hvort tveggja verkefni sem reyndust Sjálfstæðisflokknum í lok dags ofviða. Ríkisstjórnin hefur líka boðað raunhæfar hagræðingaraðgerðir í stjórnkerfinu og er ekki hrædd við að ganga til verka í aðhaldi ríkisútgjalda. Allar slíkar aðgerðir kalla hins vegar á hreinskilni og á stundum krefjandi samtöl – samtöl sem ekki er hægt að hræðast að eiga við almenning. Ekki allt fyrir alla – en við höldum áfram! Það næst árangur í efnahagsmálum þegar lagðar eru til raunhæfar leiðir – sem á sama tíma gera kröfur um hreinskiptin samtöl um að ekki sé hægt að gera allt fyrir alla. Þetta skilur fólk, og það vitum við því við hræðumst ekki að eiga í beinu samtali við almenning í landinu sem felst fyrst og fremst í að hlusta á fólk þar sem það er fyrir statt. Þannig skapast í lok dags skýrari mynd af okkar mikilvægustu verkefnum, hvort sem það er uppbygging hjúkrunarheimila, heildarendurskoðun í málefnum barna og ungmenna með fjölþættan vanda, atvinnustefna eða stofnun innviðafélags. Allt eru þetta samstilltar aðgerðir milli ríkis og sveitarfélaga í verkefnum sem hafa fengið að sitja á hakanum um árabil. Þjóðin gerir réttilega kröfur til stjórnvalda um að þessum verkefnum sé sinnt, en það er ekki að heyra á málflutningi stjórnarandstöðunnar að hún treysti sér til að standa frammi fyrir almenningi og segja: „Þessu höfum við ekki efni á.“ Í staðinn býður hún almenningi upp á tillögur að handahófskenndum niðurskurðartilburði hér og þar, og uppástungur að eignasölum sem vitað er að eru óraunhæfar og ábyrgðarlausar. Uppskrift að halla ríkissjóðs Þetta er uppskrift sem eldað hefur verið eftir í eldhúsi efnahagsstjórnar hægrimanna. Uppskrift sem biður um að hvorki ekki mega gera þarfar breytingar á auðlindagjöldum né að nýtt kerfi taki við af olíugjaldakerfinu sem skilar ekki lengur nægum tekjum í ríkissjóð. Fyrri ríkisstjórn kaus að horfa fram hjá gífurlegri innviðaskuld gagnvart viðhaldi vega og uppbyggingu samgönguinnviða, að ónefndum verkefnum í velferðarmálum. Þetta er líka uppskrift að halla ríkissjóðs sem raungerðist á síðasta kjörtímabili, vaxtahækkunum og kannski það sem verst er, vantrausti á stjórnmálafólk sem stóð aldrei við stóru orðin. Svona náum við árangri Á vakt þessarar ríkisstjórnar hefur náðst árangur. Árangur sem léttir byrðar fólks á sama tíma og pólitísk forgangsröðun verkefna er skýr. Lægri vextir leiða af sér lægri afborganir af lánum fyrir venjulegt fólk og heimilin í landinu, sem er hin stóra kjarabót fyrir heimilin. Vaxtalækkunarferlinu verður hins vegar ekki haldið áfram án umbóta á álagningu gjalda gagnvart þeim sem nota innviði og auðlindir, til að gera ríkissjóði kleift að halda innviðum við og byggja þá upp. Ekki síst er það metnaðarmál að stjórnmálin njóti trausts. Við finnum fyrir þessu trausti, en skorumst ekki undan ábyrgð og krefjandi samtölum sem við erum þakklát fyrir að eiga við almenning – enda á almenningur að gera kröfur til okkar. Ísland er á réttri leið. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagbjört Hákonardóttir Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Það er liðið rúmt ár síðan talið var upp úr kjörkössum síðustu alþingiskosninga sem veitti ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokk fólksins undir forystu Kristrúnar Frostadóttur umboð til grundvallarbreytinga í stjórn ábyrgra efnahagsmála, með skýr félagsleg markmið að leiðarljósi undir formerkjum verðmætasköpunar. Árangurinn er áþreifanlegur – á þessu tímabili hafa vextir lækkað fimm sinnum, verðbólga hefur ekki verið lægri í fimm ár, halli ríkissjóðs hefur helmingast og skuldastaða ríkissjóðs hefur lækkað um 7,5% af landsframleiðslu. Til að setja málin í samhengi leiðir 1,75% vaxtalækkun það af sér að mánaðarleg greiðslubyrði 50 milljóna króna óverðtryggðs lán lækkar sem nemur 60 þúsund krónum á mánuði. Það eru raunverulegar kjarabætur. Stöðugleiki kemur ekki til af sjálfu sér Til þess að eiga fyrir útgjöldum þarf ríkissjóður að afla tekna. Það hefur verið í meira lagi áhugavert að fylgjast með orðræðu af hægri væng stjórnmálanna sem langar að teikna upp hræðilega mynd af ábyrgri tekjuöflun í formi lokunar á skattaglufum og gjaldlagningar til þeirra sem nota vegainnviði og auðlindir landsmanna. Þá finnst þeim tímabært að selja ýmsar ríkiseignir og finnst þeim raunhæft að selja fasteignir í eigu ríkisins fyrir 53 milljarða króna. Ekki bara eru þetta óskynsamlegar hugmyndir, heldur er þetta uppskrift að vaxtahækkunum. Reyndar er rétt að taka fram að þessari ríkisstjórn tókst að ljúka sölu á Íslandsbanka. Henni hefur líka tekist að gera upp skuldir Íbúðalánasjóðs – hvort tveggja verkefni sem reyndust Sjálfstæðisflokknum í lok dags ofviða. Ríkisstjórnin hefur líka boðað raunhæfar hagræðingaraðgerðir í stjórnkerfinu og er ekki hrædd við að ganga til verka í aðhaldi ríkisútgjalda. Allar slíkar aðgerðir kalla hins vegar á hreinskilni og á stundum krefjandi samtöl – samtöl sem ekki er hægt að hræðast að eiga við almenning. Ekki allt fyrir alla – en við höldum áfram! Það næst árangur í efnahagsmálum þegar lagðar eru til raunhæfar leiðir – sem á sama tíma gera kröfur um hreinskiptin samtöl um að ekki sé hægt að gera allt fyrir alla. Þetta skilur fólk, og það vitum við því við hræðumst ekki að eiga í beinu samtali við almenning í landinu sem felst fyrst og fremst í að hlusta á fólk þar sem það er fyrir statt. Þannig skapast í lok dags skýrari mynd af okkar mikilvægustu verkefnum, hvort sem það er uppbygging hjúkrunarheimila, heildarendurskoðun í málefnum barna og ungmenna með fjölþættan vanda, atvinnustefna eða stofnun innviðafélags. Allt eru þetta samstilltar aðgerðir milli ríkis og sveitarfélaga í verkefnum sem hafa fengið að sitja á hakanum um árabil. Þjóðin gerir réttilega kröfur til stjórnvalda um að þessum verkefnum sé sinnt, en það er ekki að heyra á málflutningi stjórnarandstöðunnar að hún treysti sér til að standa frammi fyrir almenningi og segja: „Þessu höfum við ekki efni á.“ Í staðinn býður hún almenningi upp á tillögur að handahófskenndum niðurskurðartilburði hér og þar, og uppástungur að eignasölum sem vitað er að eru óraunhæfar og ábyrgðarlausar. Uppskrift að halla ríkissjóðs Þetta er uppskrift sem eldað hefur verið eftir í eldhúsi efnahagsstjórnar hægrimanna. Uppskrift sem biður um að hvorki ekki mega gera þarfar breytingar á auðlindagjöldum né að nýtt kerfi taki við af olíugjaldakerfinu sem skilar ekki lengur nægum tekjum í ríkissjóð. Fyrri ríkisstjórn kaus að horfa fram hjá gífurlegri innviðaskuld gagnvart viðhaldi vega og uppbyggingu samgönguinnviða, að ónefndum verkefnum í velferðarmálum. Þetta er líka uppskrift að halla ríkissjóðs sem raungerðist á síðasta kjörtímabili, vaxtahækkunum og kannski það sem verst er, vantrausti á stjórnmálafólk sem stóð aldrei við stóru orðin. Svona náum við árangri Á vakt þessarar ríkisstjórnar hefur náðst árangur. Árangur sem léttir byrðar fólks á sama tíma og pólitísk forgangsröðun verkefna er skýr. Lægri vextir leiða af sér lægri afborganir af lánum fyrir venjulegt fólk og heimilin í landinu, sem er hin stóra kjarabót fyrir heimilin. Vaxtalækkunarferlinu verður hins vegar ekki haldið áfram án umbóta á álagningu gjalda gagnvart þeim sem nota innviði og auðlindir, til að gera ríkissjóði kleift að halda innviðum við og byggja þá upp. Ekki síst er það metnaðarmál að stjórnmálin njóti trausts. Við finnum fyrir þessu trausti, en skorumst ekki undan ábyrgð og krefjandi samtölum sem við erum þakklát fyrir að eiga við almenning – enda á almenningur að gera kröfur til okkar. Ísland er á réttri leið. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun