„Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 16. desember 2025 14:32 Magnea Gná Jóhannsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar, og Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri. Vísir/Samsett Borgar- og áheyrnarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Viðreisnar í forsætisnefnd Reykjavíkurborgar segja það óásættanlegt að gestalista fyrir móttökur borgarstjórnar hafi verið breytt án þess að þeir voru upplýstir. Borgarfulltrúi segir ákvörðunina einkennast af hugsunarleysi. Magnea Gná Jóhannsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, sendi fyrirspurn á forsætisnefnd Reykjavíkurborgar eftir að barnabókarverðlaunin voru veitt. Hún fékk tilkynningu um veitingu verðlaunanna, viðburð sem hún hefði sjálf viljað sækja. Eftir smá grennslan kom í ljós að hún fékk aldrei boð á móttökuna, líkt og venjan er. „Ég hef reynt að mæta á þessar verðlaunaafhendingar til að sýna virðingu og vera fulltrúi míns flokks fyrir verðlaun sem eru veitt fyrir hönd borgarinnar, þetta er ákveðinn hluti af starfinu,“ segir Magnea. Hún hafði því samband við nefndina, sem sér um mál líkt og þessi. Í svari fyrirspurnarinnar segir að, þrátt fyrir reglur borgarstjórnar um móttökur, miði gestalistinn í dag við fulltrúa í borgarráði, borgarritara og fulltrúa þeirra ráða og sviða borgarinnar sem tengjast viðfangsefni móttökunnar. „Áður var aðal borgarfulltrúum, fyrstu varaborgarfulltrúum, embættismönnum og sviðsstjórum boðið en með núverandi fyrirkomulagi er talið að gestalistinn endurspegli betur hverja móttöku og þann málaflokk sem um ræðir,“ segir í svarinu. „Einkennilegt og óásættanlegt“ Málið var tekið fyrir á fundi forsætisnefndar fyrir helgi. Þar lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins og áheyrnarfulltrúi Viðreisnar fram bókun. „Einkennilegt og óásættanlegt er að borgarstjóri hafi ákveðið, upp á sitt eindæmi, að takmarka aðgang borgarfulltrúa að opinberum móttökum Reykjavíkurborgar, þar á meðal verðlaunaafhendingum á vegum borgarinnar. Reykjavíkurborg er fjölskipað stjórnvald þar sem borgarstjórn starfar sem ein heild og eru móttökurnar haldnar fyrir hönd allra borgarstjórnar, ekki einstakra stjórnenda,“ sögðu fulltrúar Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar á fundi forsætisnefndar Reykjavíkurborgar fyrir helgi. Tekið er fram að forsætisnefnd beri ábyrgð á yfirumsjón móttaka og því sé óeðlilegt að Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri hafi tekið ákvörðun um að breyta gestalistanum án þess að láta vita. „Verðlaun og viðurkenningar eru veitt af allri borgarstjórn, jafnvel þótt borgarstjóri afhendi þau formlega. Það réttlætir ekki að takmarka aðkomu kjörinna fulltrúa að slíkum viðburðum né verður séð að um sparnað sé að ræða. Málið snýst ekki um að einstaka fulltrúar sæki móttökur, heldur ásýnd borgarstjórnar út á við og virðingu við þá einstaklinga og hópa sem hljóta verðlaun frá borginni.“ Snýst um að vera upplýst „Ég tek fram að þetta snýst ekki um að ég mæti í einhverja móttöku heldur meira um það að við séum upplýst og borgarstjórn viti fyrir fram að það er verið að veita verðlaun,“ segir Magnea. Reglur um móttökur Reykjavíkurborgar voru samþykktar árið 2019 og hefur þeim ekki verið breytt síðan. „Mér finnst þetta einkennast af einhverju hugsunarleysi, þarna er verið að taka ákvörðun. Ég held að áferðin sé ekki góð á þessu máli, við erum fjölskipað stjórnvald og þegar verðlaun eru veitt fyrir hönd borgarinnar þá er borgin öll að veita þau þótt borgarstjórinn formlega afhendi þau.“ Magnea tekur fram að ekki sé um að ræða stórt pólitískt mál en það sé samt sem áður mikilvægt að borgarfulltrúar séu upplýstir um slíkar ákvarðanir. Íbúar sem séu á verðlaunaafhendingunum ætlist til þess að fulltrúar flokkanna séu á staðnum svo þetta sé einnig ákveðið ásýndarmál. Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Magnea Gná Jóhannsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, sendi fyrirspurn á forsætisnefnd Reykjavíkurborgar eftir að barnabókarverðlaunin voru veitt. Hún fékk tilkynningu um veitingu verðlaunanna, viðburð sem hún hefði sjálf viljað sækja. Eftir smá grennslan kom í ljós að hún fékk aldrei boð á móttökuna, líkt og venjan er. „Ég hef reynt að mæta á þessar verðlaunaafhendingar til að sýna virðingu og vera fulltrúi míns flokks fyrir verðlaun sem eru veitt fyrir hönd borgarinnar, þetta er ákveðinn hluti af starfinu,“ segir Magnea. Hún hafði því samband við nefndina, sem sér um mál líkt og þessi. Í svari fyrirspurnarinnar segir að, þrátt fyrir reglur borgarstjórnar um móttökur, miði gestalistinn í dag við fulltrúa í borgarráði, borgarritara og fulltrúa þeirra ráða og sviða borgarinnar sem tengjast viðfangsefni móttökunnar. „Áður var aðal borgarfulltrúum, fyrstu varaborgarfulltrúum, embættismönnum og sviðsstjórum boðið en með núverandi fyrirkomulagi er talið að gestalistinn endurspegli betur hverja móttöku og þann málaflokk sem um ræðir,“ segir í svarinu. „Einkennilegt og óásættanlegt“ Málið var tekið fyrir á fundi forsætisnefndar fyrir helgi. Þar lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins og áheyrnarfulltrúi Viðreisnar fram bókun. „Einkennilegt og óásættanlegt er að borgarstjóri hafi ákveðið, upp á sitt eindæmi, að takmarka aðgang borgarfulltrúa að opinberum móttökum Reykjavíkurborgar, þar á meðal verðlaunaafhendingum á vegum borgarinnar. Reykjavíkurborg er fjölskipað stjórnvald þar sem borgarstjórn starfar sem ein heild og eru móttökurnar haldnar fyrir hönd allra borgarstjórnar, ekki einstakra stjórnenda,“ sögðu fulltrúar Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar á fundi forsætisnefndar Reykjavíkurborgar fyrir helgi. Tekið er fram að forsætisnefnd beri ábyrgð á yfirumsjón móttaka og því sé óeðlilegt að Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri hafi tekið ákvörðun um að breyta gestalistanum án þess að láta vita. „Verðlaun og viðurkenningar eru veitt af allri borgarstjórn, jafnvel þótt borgarstjóri afhendi þau formlega. Það réttlætir ekki að takmarka aðkomu kjörinna fulltrúa að slíkum viðburðum né verður séð að um sparnað sé að ræða. Málið snýst ekki um að einstaka fulltrúar sæki móttökur, heldur ásýnd borgarstjórnar út á við og virðingu við þá einstaklinga og hópa sem hljóta verðlaun frá borginni.“ Snýst um að vera upplýst „Ég tek fram að þetta snýst ekki um að ég mæti í einhverja móttöku heldur meira um það að við séum upplýst og borgarstjórn viti fyrir fram að það er verið að veita verðlaun,“ segir Magnea. Reglur um móttökur Reykjavíkurborgar voru samþykktar árið 2019 og hefur þeim ekki verið breytt síðan. „Mér finnst þetta einkennast af einhverju hugsunarleysi, þarna er verið að taka ákvörðun. Ég held að áferðin sé ekki góð á þessu máli, við erum fjölskipað stjórnvald og þegar verðlaun eru veitt fyrir hönd borgarinnar þá er borgin öll að veita þau þótt borgarstjórinn formlega afhendi þau.“ Magnea tekur fram að ekki sé um að ræða stórt pólitískt mál en það sé samt sem áður mikilvægt að borgarfulltrúar séu upplýstir um slíkar ákvarðanir. Íbúar sem séu á verðlaunaafhendingunum ætlist til þess að fulltrúar flokkanna séu á staðnum svo þetta sé einnig ákveðið ásýndarmál.
Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira