Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Árni Sæberg skrifar 16. desember 2025 11:32 Dóra Björt tilkynnti vistaskipti sín á blaðamannafundi í Ráðhúsinu ásamt Heiðu Björgu Hilmisdóttur borgarstjóra. Vísir/Vilhelm Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi hefur sagt skilið við borgarstjórnarflokk Pírata og gengið til liðs við Samfylkinguna. Meirihlutinn í borgarstjórn mun áfram vinna saman. Alexandra Briem verður oddviti Pírata og formaður borgarráðs. Dóra Björt tekur á móti við formennsku í stafrænu ráði borgarinnar og tekur sæti Hjálmars Sveinssonar í borgarráði. Þetta kom fram á blaðamannafundi í Ráðhúsinu í Reykjavík, sem boðað var til í morgun. Dóra Björt vildi á blaðamannafundinum ekkert gefa upp um það hvort hún stefni á framboð fyrir Samfylkinguna í borgarstjórnarkosningum í vor. Samfylkingin í Reykjavík mun halda prófkjör um sex efstu sætin í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Ákvörðun um þetta var tekin á fundi fulltrúaráðs Samfylkingarfélaganna í Reykjavík um miðjan nóvember. Vildi verða formaður en hætti við Dóra Björt var oddviti Pírata í borgarstjórnarkosningum árið 2022 og hefur setið í borgarstjórn fyrir flokkinn frá árinu 2018. Hún tilkynnti í lok október síðastliðins að hún gæfi kost á sér í embætti fyrsta formanns Pírata. Þann 12. nóvember tilkynnti hún hins vegar að hún hefði fallið frá framboðinu. Hún sagði hugmyndir sínar um breytingar á stefnu flokksins stuðla að óeiningu innan flokksins og því drægi hún framboðið til baka til að stuðla að samstöðu. Í framboði voru þau Alexandra Briem borgarfulltrúi og Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns varaborgarfulltrúi og Oktavía Hrund var kjörið fyrsti formaður Pírata þann 29. október. Píratar verið hennar pólitíska heimili Á fundinum sagði Dóra Björt Pírata hafa verið hennar pólitíska heimili frá því að hún hóf þátttöku í stjórnmálum. Henni þætti afar vænt um flokkinn og þá sem í honum starfa. Alexandra Briem er nýr oddviti Pírata og formaður borgarráðs.Vísir/Vilhelm „Píratar hafa haft víðtæk jákvæð áhrif á íslensk stjórnmál en þessi setning á ágætlega við að þessu tilefni, að tímarnir breytast og mennirnir með. Svo er komið að mig langar til að taka þetta skref út frá minni pólitísku sannfæringu. Þá var heiðarlegt að nálgast það hreint og beint og gera hvað maður getur til að skilja við í sátt og virðingu og væntumþykju. Það er sú staða sem ég stend frammi fyrir hér í dag. Ég vil þakka Pírötum kærlega fyrir samstarfið undanfarin ár. Áfram munum við starfa saman í meirihluta borgarstjórnar og fyrir það er ég þakklát.“ Í samvinnu og samtölum við borgarstjórnarflokki Pírata og Samfylkingar, oddvita og samstarfsflokkanna hefðu lausnir verið fundnar komist að sameiginlegri niðurstöðu um verkaskiptingu vegna þessara breytinga út kjörtímabilið. Blaðamannafundinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Fréttin hefur verið uppfærð. Píratar Samfylkingin Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Sjá meira
Þetta kom fram á blaðamannafundi í Ráðhúsinu í Reykjavík, sem boðað var til í morgun. Dóra Björt vildi á blaðamannafundinum ekkert gefa upp um það hvort hún stefni á framboð fyrir Samfylkinguna í borgarstjórnarkosningum í vor. Samfylkingin í Reykjavík mun halda prófkjör um sex efstu sætin í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Ákvörðun um þetta var tekin á fundi fulltrúaráðs Samfylkingarfélaganna í Reykjavík um miðjan nóvember. Vildi verða formaður en hætti við Dóra Björt var oddviti Pírata í borgarstjórnarkosningum árið 2022 og hefur setið í borgarstjórn fyrir flokkinn frá árinu 2018. Hún tilkynnti í lok október síðastliðins að hún gæfi kost á sér í embætti fyrsta formanns Pírata. Þann 12. nóvember tilkynnti hún hins vegar að hún hefði fallið frá framboðinu. Hún sagði hugmyndir sínar um breytingar á stefnu flokksins stuðla að óeiningu innan flokksins og því drægi hún framboðið til baka til að stuðla að samstöðu. Í framboði voru þau Alexandra Briem borgarfulltrúi og Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns varaborgarfulltrúi og Oktavía Hrund var kjörið fyrsti formaður Pírata þann 29. október. Píratar verið hennar pólitíska heimili Á fundinum sagði Dóra Björt Pírata hafa verið hennar pólitíska heimili frá því að hún hóf þátttöku í stjórnmálum. Henni þætti afar vænt um flokkinn og þá sem í honum starfa. Alexandra Briem er nýr oddviti Pírata og formaður borgarráðs.Vísir/Vilhelm „Píratar hafa haft víðtæk jákvæð áhrif á íslensk stjórnmál en þessi setning á ágætlega við að þessu tilefni, að tímarnir breytast og mennirnir með. Svo er komið að mig langar til að taka þetta skref út frá minni pólitísku sannfæringu. Þá var heiðarlegt að nálgast það hreint og beint og gera hvað maður getur til að skilja við í sátt og virðingu og væntumþykju. Það er sú staða sem ég stend frammi fyrir hér í dag. Ég vil þakka Pírötum kærlega fyrir samstarfið undanfarin ár. Áfram munum við starfa saman í meirihluta borgarstjórnar og fyrir það er ég þakklát.“ Í samvinnu og samtölum við borgarstjórnarflokki Pírata og Samfylkingar, oddvita og samstarfsflokkanna hefðu lausnir verið fundnar komist að sameiginlegri niðurstöðu um verkaskiptingu vegna þessara breytinga út kjörtímabilið. Blaðamannafundinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Fréttin hefur verið uppfærð.
Píratar Samfylkingin Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Sjá meira