Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 16. desember 2025 12:47 Alexandra Briem er nýr oddviti Pírata. Vísir/Lýður Valberg Alexandra Briem, nýr oddviti Pírata í Reykjavík eftir brotthvarf Dóru Bjartar Guðjónsdóttur til Samfylkingarinnar, vill leiða lista Pírata í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Hún segir ákvörðun Dóru ekki hafa verið efsta á jólagjafaóskalistanum. Á óvæntum blaðamannafundi í morgun tilkynnti Dóra Björt að hún hefur sagt skilið við Pírata og gengið til liðs við Samfylkinguna. Alexandra tekur því við sem oddviti Pírata í borginni og formaður borgarráðs. „Auðvitað er maður svolítið hissa. Maður var búinn að finna á henni að hún væri pínu tvístígandi og hugsandi en átti ekki alveg von á því að þetta myndi raungerast með þessum hætti svona snemma. En jú, þetta er ákveðið viðbrigði,“ segir Alexandra. „Ég væri að ljúga ef ég hefði sagt að þetta væri efst á jólagjafaóskalistanum mínum.“ Hún segir að það sé ákveðið högg að missa einn þriðja af borgarstjórnarflokknum en hún hefur fulla trú á að þau finni út úr því hvernig bregðast eigi við. Sambandið í meirihlutanum sé enn sterkt. Þá er hún spennt fyrir því að takast á við ný verkefni sem oddiviti og formaður borgarráðs. Vill leiða flokkinn Alexandra segist sammála hugsjón Pírata, sem er umbótasinnað lýðræðisafl með mannréttindaáherslur. „Mér finnst ég vera í réttum flokki og vil berjast áfram fyrir þessu. Ég tel að það sé enn eftirspurn eftir mér í Pírötum og ég ætla að bjóða mig fram og sækjast eftir því að leiða lista Pírata eða að minnsta kosti vera leiðtogi Pírata ef við skyldum fara í samstarf með einhverjum öðrum. Þá kemur í ljós hvort flokkurinn vilji veita mér umboð í það,“ segir hún. Flokkurinn á í viðræðum við Vor til vinstri, framboð Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, um möguleikann á sameiginlegu framboði í Reykjavík. Alexandra segist opin fyrir samstarfi með öðrum flokkum á vinstri vængnum en Píratar treysti sér jafnframt í framboð á eigin forsendum verði ekkert úr sameiningarviðræðunum. „Ég held að það sé ákveðið ákall frá kjósendum að við sem erum ekki í hinum flokkunum finnum út úr því sem þarf að gera til að draga úr þessu uppbroti sem er á vinstri vængnum,“ segir Alexandra. Píratar Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Sjá meira
Á óvæntum blaðamannafundi í morgun tilkynnti Dóra Björt að hún hefur sagt skilið við Pírata og gengið til liðs við Samfylkinguna. Alexandra tekur því við sem oddviti Pírata í borginni og formaður borgarráðs. „Auðvitað er maður svolítið hissa. Maður var búinn að finna á henni að hún væri pínu tvístígandi og hugsandi en átti ekki alveg von á því að þetta myndi raungerast með þessum hætti svona snemma. En jú, þetta er ákveðið viðbrigði,“ segir Alexandra. „Ég væri að ljúga ef ég hefði sagt að þetta væri efst á jólagjafaóskalistanum mínum.“ Hún segir að það sé ákveðið högg að missa einn þriðja af borgarstjórnarflokknum en hún hefur fulla trú á að þau finni út úr því hvernig bregðast eigi við. Sambandið í meirihlutanum sé enn sterkt. Þá er hún spennt fyrir því að takast á við ný verkefni sem oddiviti og formaður borgarráðs. Vill leiða flokkinn Alexandra segist sammála hugsjón Pírata, sem er umbótasinnað lýðræðisafl með mannréttindaáherslur. „Mér finnst ég vera í réttum flokki og vil berjast áfram fyrir þessu. Ég tel að það sé enn eftirspurn eftir mér í Pírötum og ég ætla að bjóða mig fram og sækjast eftir því að leiða lista Pírata eða að minnsta kosti vera leiðtogi Pírata ef við skyldum fara í samstarf með einhverjum öðrum. Þá kemur í ljós hvort flokkurinn vilji veita mér umboð í það,“ segir hún. Flokkurinn á í viðræðum við Vor til vinstri, framboð Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, um möguleikann á sameiginlegu framboði í Reykjavík. Alexandra segist opin fyrir samstarfi með öðrum flokkum á vinstri vængnum en Píratar treysti sér jafnframt í framboð á eigin forsendum verði ekkert úr sameiningarviðræðunum. „Ég held að það sé ákveðið ákall frá kjósendum að við sem erum ekki í hinum flokkunum finnum út úr því sem þarf að gera til að draga úr þessu uppbroti sem er á vinstri vængnum,“ segir Alexandra.
Píratar Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Sjá meira