Handbolti

Halda Orra og Sporting engin bönd

Aron Guðmundsson skrifar
Orri Freyr í leik með Sporting
Orri Freyr í leik með Sporting Vísir/Getty

Orri Freyr Þorkelsson og félagar hans í liði Sporting Lissabon eru með örugga forystu á toppi portúgölsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Liðið hefur enn ekki tapað leik.

Orri Freyr skoraði fimm mörk þegar að Sporting gjörsamlega valtaði yfir Devesa Arsenal, 43-22 í kvöld. Tuttugu og eins marks sigur sem sér til þess að Sporting viðheldur átta stiga forystu sinni á Benfica á toppi portúgölsku deildarinnar. Sporting hefur unnið alla sextán leiki sína í deildinni til þessa

Benfica mætti einmitt Vitoria í kvöld og fór þar með tólf marka sigur af hólmi, 32-20. Stiven Tobar Valencia var á sínum stað í liði Benfica og skoraði eitt mark í leik kvöldsins. Hollendingurinn Reiner Taboada átti frábæran leik í liði Benfica, hann skoraði heil ellefu mörk í kvöld. 

Benfica og Sporting mættast í toppslag deildarinnar á föstudaginn kemur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×