Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. desember 2025 14:18 Rekstrarstjóri Tungusilungs segir Vestfirðinga ekki sitja við sama borð og aðrir íbúar landsins. Landsfjórðungurinn mæti sífellt afgangi þegar komi að löggæslu, raforkuöryggi og uppbyggingu vega. Vísir/Sigurjon Hátt í þrjátíu þúsund fiskar Tungusilungs drápust í landeldi í Tálknafirði fyrir helgi eftir að rafmagni sló þar út. Rekstrarstjóri Tungusilungs segist hafa áttað sig á því að þessi staða gæti komið upp einn daginn því hann hafi ekki séð neinar framfarir í afhendingaröryggi raforku á svæðinu í áratugi. Vestfirðingar séu annars flokks þegar komi að innviðum. Tjónið fyrir Tungusilung, fjölskyldufyrirtæki í landeldi í Tálknafirði, hleypur á fimmtíu milljónum króna. Ragnar Þór Marinósson, rekstrarstjóri fyrirtækisins, segir að hafi verið á föstudaginn sem síga tók á ógæfuhliðina. „Það verður rafmagnslaust á Tálknafirði í nokkra klukkutíma, það tekur Orkubú Vestfjarða að koma inn varaafli. Og eftir að varaaflið er komið á í nokkra klukkutíma þá ákvað ég að skipta frá mínu varafli yfir á Orkubúið aftur. Þegar ég geri það þá leyfir kerfið mitt það ekki vegna þess að það virðist vera sem spennan á Orkubúskerfinu sé allt of lág þannig að tölvubúnaðurinn minn bilar við það og í raun og veru fer af stað atburðarás sem endar á því að þessir fiskar deyja.“ Á morgun verður tekin nákvæm vigtarprufa en Ragnar áætlar gróflega að hátt í þrjátíu þúsund fiskar hafi drepist. Hann var spurður hvort þetta væri ekki mikið áfall. „Það má segja það en þegar maður býr og starfar á sunnanverðum Vestfjörðum þá er eins og maður sé í stríði alla daga. Þetta er bara enn eitt atvikið í bókina.“ Vestfirðingar sitji alls ekki við sama borð og aðrir. „Þetta er í raun og veru eins og að búa í þriðja flokks ríki þegar kemur að raforkuöryggi og umferðaröryggi og öðru. Þetta er raunveruleiki sem ég var búin að átta mig á að gæti gerst og er með viðbragðsáætlanir og allt það en þetta var bara of mikið.“ Ragnari bauðst við þetta tilefni að koma skilaboðum áleiðis til stjórnvalda. „Það sem ég myndi vilja segja er ekki útvarpshæft en það er galið að við búum í landsfjórðungi þar sem við erum að skapa gríðarleg verðmæti en við virðumst sitja á hakanum með allt. Ég hef ekki séð neinar framfarir síðustu áratugi í afhendingu í öryggi á orku á sunnanverðum Vestfjörðum,“ segir Ragnar Þór Marinósson. Vesturbyggð Lögreglumál Fiskeldi Landeldi Tengdar fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Um tuttugu þúsund fiskar drápust í fiskeldi í Tálknafirði á föstudag. Lögreglu á Vestfjörðum barst tilkynning þessa efnis fyrir helgi. 17. desember 2025 07:21 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Tjónið fyrir Tungusilung, fjölskyldufyrirtæki í landeldi í Tálknafirði, hleypur á fimmtíu milljónum króna. Ragnar Þór Marinósson, rekstrarstjóri fyrirtækisins, segir að hafi verið á föstudaginn sem síga tók á ógæfuhliðina. „Það verður rafmagnslaust á Tálknafirði í nokkra klukkutíma, það tekur Orkubú Vestfjarða að koma inn varaafli. Og eftir að varaaflið er komið á í nokkra klukkutíma þá ákvað ég að skipta frá mínu varafli yfir á Orkubúið aftur. Þegar ég geri það þá leyfir kerfið mitt það ekki vegna þess að það virðist vera sem spennan á Orkubúskerfinu sé allt of lág þannig að tölvubúnaðurinn minn bilar við það og í raun og veru fer af stað atburðarás sem endar á því að þessir fiskar deyja.“ Á morgun verður tekin nákvæm vigtarprufa en Ragnar áætlar gróflega að hátt í þrjátíu þúsund fiskar hafi drepist. Hann var spurður hvort þetta væri ekki mikið áfall. „Það má segja það en þegar maður býr og starfar á sunnanverðum Vestfjörðum þá er eins og maður sé í stríði alla daga. Þetta er bara enn eitt atvikið í bókina.“ Vestfirðingar sitji alls ekki við sama borð og aðrir. „Þetta er í raun og veru eins og að búa í þriðja flokks ríki þegar kemur að raforkuöryggi og umferðaröryggi og öðru. Þetta er raunveruleiki sem ég var búin að átta mig á að gæti gerst og er með viðbragðsáætlanir og allt það en þetta var bara of mikið.“ Ragnari bauðst við þetta tilefni að koma skilaboðum áleiðis til stjórnvalda. „Það sem ég myndi vilja segja er ekki útvarpshæft en það er galið að við búum í landsfjórðungi þar sem við erum að skapa gríðarleg verðmæti en við virðumst sitja á hakanum með allt. Ég hef ekki séð neinar framfarir síðustu áratugi í afhendingu í öryggi á orku á sunnanverðum Vestfjörðum,“ segir Ragnar Þór Marinósson.
Vesturbyggð Lögreglumál Fiskeldi Landeldi Tengdar fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Um tuttugu þúsund fiskar drápust í fiskeldi í Tálknafirði á föstudag. Lögreglu á Vestfjörðum barst tilkynning þessa efnis fyrir helgi. 17. desember 2025 07:21 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Um tuttugu þúsund fiskar drápust í fiskeldi í Tálknafirði á föstudag. Lögreglu á Vestfjörðum barst tilkynning þessa efnis fyrir helgi. 17. desember 2025 07:21