Lífið

Keough sögð líf­fræði­leg móðir Benjamin Travolta

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Preston, Travolta og Keough. Preston lést úr krabbameini árið 2020 en árið 2009 misstu hún og Travolta son sinn Jett. Hann þjáðist af Kawasaki sjúkdómnum, sem veldur flogum.
Preston, Travolta og Keough. Preston lést úr krabbameini árið 2020 en árið 2009 misstu hún og Travolta son sinn Jett. Hann þjáðist af Kawasaki sjúkdómnum, sem veldur flogum. Getty

Nýjar vendingar hafa átt sér stað í langvarandi baráttu um bú Lisu Marie Presley, dóttur Elvis Presley og Priscillu Presley, sem lést 54 ára árið 2023. Í gögnum sem fyrrverandi viðskiptafélagar Priscillu hafa lagt fram fyrir dómstólum segir að bæði Lisa Marie og dóttir hennar, leikkonan Riley Keough, hafi gefið egg til John Travolta og Kelly Preston. Ben, yngsti sonur þeirra hjóna, hafi verið getinn með eggi frá Keough.

Gögnin voru lögð fram í máli Brigitte Kruse og Kevin Fialko gegn Navarone Garibaldi Garcia, syni Priscillu og Marco Garibaldi Garcia. Í þeim segir meðal annars að þegar Lisa Marie lést, hafi öll fjölskyldan barist um að fá greitt úr dánarbúinu og notað Kruse og Fialko sem milliliði og samningamenn.

Michael Lockwood, fyrrverandi eiginamaður Lisu Marie og faðir barna hennar Harper og Finley Lockwood, er sagður hafa sett sig í samband við Kruse og sagt sig og börnin á vonarvöl. Þá er haft eftir honum að Lisa Marie hafi gefið egg til Travolta og Preston, þar sem Preston, sem nú er látin, gat ekki eignast eigin börn. Þess er ekki getið hvort barn kom undir úr eggjum Lisu Marie.

Lockwood hélt því hins vegar fram við Kruse að Travolta hefði leitað aftur til fjölskyldunar um eggjagjöf árið 2010 en ekki viljað egg Lisu Marie, þar sem hún hefði neytt heróíns. Úr hefði orðið að Keough gaf egg og að hún sé líffræðileg móðir Benjamin Travolta, yngsta sonar Travolta og Preston. Árið áður, 2009, lést elsti sonur þeirra hjóna, Jett, ein þau eiga einnig dótturina Ellu Travolta.

Samkvæmt gögnunum vildi Lockwood freista þess að nota upplýsingarnar til að tryggja sér og dætrum sínum fjármuni úr búi Lisu Marie en Garcia er sagður hafa orðið ævareiður þegar hann heyrði af þessu, þar sem Priscilla hefði lofað honum að hann yrði eini karlinn til að verða „konungur“ eins og afi hans Elvis. Garcia er sagður hafa heimtað milljónir í framhaldinu.

Hvorki Keough né Travolta hafa tjáð sig um málið.

People greindi frá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.