Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Atli Ísleifsson skrifar 18. desember 2025 11:46 Ásgeir Hallgrímsson. Ásgeir Hallgrímsson hefur verið ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu. Í tilkynningu segir að Ásgeir komi til félagsins frá alþjóðlega lyfjafyrirtækinu Novartis þar sem hann hafi starfað frá árinu 2020 í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Basel í Sviss og síðar í London. „Hann býr yfir víðtækri reynslu sem stjórnandi á fjármálasviði og hefur meðal annars leitt viðskiptaáætlanagerð, greiningar og tekið þátt í stefnumótandi ákvörðunum fyrir helstu lyf fyrirtækisins. Hann hefur gegnt margvíslegum störfum þvert á fjármálasviðið sem munu nýtast honum vel í starfi fjármálastjóra. Áður starfaði Ásgeir á fjárfestingabankasviði Íslandsbanka, lengst af í gjaldeyrismiðlun. Ásgeir er með B.S.-gráðu í fjármálaverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og lauk árið 2021 MBA námi frá IESE í Barcelona. Hann mun hefja störf 1. mars, að loknum flutningum til Íslands frá London ásamt fjölskyldu sinni.“ Í tilkynningu er haft eftir Eddu Hermannsdóttur, forstjóra Lyfja og heilsu, að það sé mikill fengur fyrir Lyf og heilsu að fá Ásgeir í stjórnendahópinn enda búi hann yfir dýrmætri reynslu úr alþjóðlegum lyfjaheimi og leiðtogahæfileikum sem muni styrkja félagið. „Fram undan er spennandi stefnumótun og umbreytingarferli þar sem þekking og kraftar Ásgeirs munu nýtast til að efla enn frekar þjónustu við viðskiptavini.“ Þá segir Ásgeir Hallgrímsson að hann sé þakklátur Eddu og stjórn fyrirtækisins fyrir það traust sem þau hafi sýnt sér. „Eftir að hafa starfað hjá Novartis er mér ljóst hve veigamikill þáttur lyf eru í heilsu og heilbrigði, og hve mikilvægt er að veita faglega og framúrskarandi þjónustu á þeim stundum þegar fólk þarf að leita sér heilbrigðisþjónustu. Lyf og heilsa er á tímamótum í kjölfar fjárfestingar Alfa Framtaks og hlakka ég til að taka þátt í því umbreytingarferli sem fyrirtækið er að fara í ásamt öflugu starfsfólki félagsins.“ Lyf og heilsa í umbreytingarferli „Í lok árs 2024 var tilkynnt um kaup AF2, framtakssjóðs í rekstri Alfa Framtaks, á ráðandi hlut í Lyf og heilsu. Fyrirtækið rekur 27 lyfjaverslanir undir merkjunum Lyf og heilsu, Apótekarinn, Garðsapótek og Apótek Hafnarfjarðar. Félagið rekur einnig 4 lyfjaútibú. Auk lyfjaverslana rekur félagið tvær gleraugnaverslanir undir merkinu Augastaður, SA Lyfjaskömmtun og Gamla apótekið, sem sérhæfir sig í framleiðslu á kremum, áburðum og olíum. Alls starfa um 300 manns hjá félaginu í um 175 stöðugildum. Félagið leggur áherslu á heilsu og heilbrigði og er markmið þess að auka lífsgæði viðskiptavina sinna, veita persónulega, örugga og faglega þjónustu með breiðu úrvali lyfja, heilsutengdra vara og snyrtivara. Stefnt er að því að styðja við þessar áherslur og markmið, enda eru lyfjaverslanir lykil innviðir í hverju samfélagi. Alfa Framtak er rekstraraðili sérhæfðra sjóða og hefur langa reynslu af fjárfestingum, að styðja við vöxt og að leiða umbreytingar. Markmið Alfa Framtaks er að hámarka verðmæti fjárfestinga og skila fyrirtækjum af sér í betra ástandi við sölu og þannig skilja eftir sig jákvæð fótspor í íslensku viðskiptalífi,“ segir í tilkynningunni. Vistaskipti Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fleiri fréttir Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Sjá meira
Í tilkynningu segir að Ásgeir komi til félagsins frá alþjóðlega lyfjafyrirtækinu Novartis þar sem hann hafi starfað frá árinu 2020 í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Basel í Sviss og síðar í London. „Hann býr yfir víðtækri reynslu sem stjórnandi á fjármálasviði og hefur meðal annars leitt viðskiptaáætlanagerð, greiningar og tekið þátt í stefnumótandi ákvörðunum fyrir helstu lyf fyrirtækisins. Hann hefur gegnt margvíslegum störfum þvert á fjármálasviðið sem munu nýtast honum vel í starfi fjármálastjóra. Áður starfaði Ásgeir á fjárfestingabankasviði Íslandsbanka, lengst af í gjaldeyrismiðlun. Ásgeir er með B.S.-gráðu í fjármálaverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og lauk árið 2021 MBA námi frá IESE í Barcelona. Hann mun hefja störf 1. mars, að loknum flutningum til Íslands frá London ásamt fjölskyldu sinni.“ Í tilkynningu er haft eftir Eddu Hermannsdóttur, forstjóra Lyfja og heilsu, að það sé mikill fengur fyrir Lyf og heilsu að fá Ásgeir í stjórnendahópinn enda búi hann yfir dýrmætri reynslu úr alþjóðlegum lyfjaheimi og leiðtogahæfileikum sem muni styrkja félagið. „Fram undan er spennandi stefnumótun og umbreytingarferli þar sem þekking og kraftar Ásgeirs munu nýtast til að efla enn frekar þjónustu við viðskiptavini.“ Þá segir Ásgeir Hallgrímsson að hann sé þakklátur Eddu og stjórn fyrirtækisins fyrir það traust sem þau hafi sýnt sér. „Eftir að hafa starfað hjá Novartis er mér ljóst hve veigamikill þáttur lyf eru í heilsu og heilbrigði, og hve mikilvægt er að veita faglega og framúrskarandi þjónustu á þeim stundum þegar fólk þarf að leita sér heilbrigðisþjónustu. Lyf og heilsa er á tímamótum í kjölfar fjárfestingar Alfa Framtaks og hlakka ég til að taka þátt í því umbreytingarferli sem fyrirtækið er að fara í ásamt öflugu starfsfólki félagsins.“ Lyf og heilsa í umbreytingarferli „Í lok árs 2024 var tilkynnt um kaup AF2, framtakssjóðs í rekstri Alfa Framtaks, á ráðandi hlut í Lyf og heilsu. Fyrirtækið rekur 27 lyfjaverslanir undir merkjunum Lyf og heilsu, Apótekarinn, Garðsapótek og Apótek Hafnarfjarðar. Félagið rekur einnig 4 lyfjaútibú. Auk lyfjaverslana rekur félagið tvær gleraugnaverslanir undir merkinu Augastaður, SA Lyfjaskömmtun og Gamla apótekið, sem sérhæfir sig í framleiðslu á kremum, áburðum og olíum. Alls starfa um 300 manns hjá félaginu í um 175 stöðugildum. Félagið leggur áherslu á heilsu og heilbrigði og er markmið þess að auka lífsgæði viðskiptavina sinna, veita persónulega, örugga og faglega þjónustu með breiðu úrvali lyfja, heilsutengdra vara og snyrtivara. Stefnt er að því að styðja við þessar áherslur og markmið, enda eru lyfjaverslanir lykil innviðir í hverju samfélagi. Alfa Framtak er rekstraraðili sérhæfðra sjóða og hefur langa reynslu af fjárfestingum, að styðja við vöxt og að leiða umbreytingar. Markmið Alfa Framtaks er að hámarka verðmæti fjárfestinga og skila fyrirtækjum af sér í betra ástandi við sölu og þannig skilja eftir sig jákvæð fótspor í íslensku viðskiptalífi,“ segir í tilkynningunni.
Vistaskipti Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fleiri fréttir Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Sjá meira