Enski boltinn

Amorim vill Neves

Valur Páll Eiríksson skrifar
Neves hefur verið hjá Al-Hilal síðan árið 2023.
Neves hefur verið hjá Al-Hilal síðan árið 2023. Yasser Bakhsh/Getty Images

Rúben Amorim, þjálfari Manchester United, er með augastað á landa sínum og nafna frá Portúgal, Rúben Neves, sem leikur fyrir Al-Hilal í Sádi-Arabíu.

Hinn 28 ára gamli Neves hafnaði samningstilboði Al-Hilal á dögunum og er sagður vilja flytja aftur til Englands, eftir að hafa verið lykilmaður á miðju portúgölsku nýlendunnar í Wolverhampton Wanderes um nokkurra ára skeið.

Samningur Neves í olíuríkinu rennur út næsta sumar og er hann sagður ákveðinn í því að komast aftur til Evrópu, hvort sem er í janúar eða næsta sumar.

Amorim hefur leitað lausna á miðju United-liðsins og er staðráðinn í því að fá miðjumann í janúar. Landi hans og nafni geti þar reynst vel fyrir Rauðu djöflana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×