Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar 19. desember 2025 12:01 Nú í vikunni báðu Sameinuðu þjóðirnar og yfir 200 hjálparsamtök allar þjóðir heims um að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að þrýsta á Ísrael um að hleypa hjálpargögnum inn á Gaza - eins og Ísrael hefur skuldbundið sig til að gera. Á hverjum degi deyr fólk á Gaza vegna skorts á mat, lyfjum og tjöldum. Þannig heldur Ísrael þjóðarmorðinu áfram því mjög lítill hluti þeirra hjálpargagna sem átti að flytja inn á Gaza samkvæmt vopnahlésskilmálunum er hleypt þangað inn. Ástæðan er nýjar reglur ísraelskra yfirvalda sem gera hjálparstarf þar ómögulegt samkvæmt því sem Sameinuðu þjóðirnar og á þriðja hundrað hjálparsamtök segja í ákalli sínu á miðvikudag. Allir þessir aðilar segja að eina leiðn til að rjúfa þennan vítahring og hjálpa fólkinu sem býr við ólýsanlega neyð sé að þjóðir heims þrýsti á Ísrael um að opna fyrir mannúðaraðstoð inn á Gaza - eins og um var samið. Því eins og venjulega stendur Ísrael ekki við þá samninga sem það gerir. Fyrir utan að hleypa ekki inn þeirri mannúðaraðstoð sem um var samið hefur Ísrael haldið áfram árásum á Gaza og drepið yfir 400 manns - aðallega konur og börn. Svik Ísraels á gerðum samningum eru ástæða þess ákalls sem nú er beint til okkar - og allra þjóða heims. Ákallið er um að við gerum allt það sem í okkar valdi stendur til að þrýsta á Ísrael um að fara að alþjóðalögum og gerðum samningum. Það ætti að vera sjálfsagt mál að það fólk sem við höfum trúað fyrir stjórn landsins bregðist við eins afgerandi ákalli og þessu. Bregðist með kröftugum hætti við þessu neyðarkalli - og hjálpa þannig fólkinu á Gaza. Allir vita að afgerandi þrýstingur eins og viðskiptabann og slit á stjórnmálasambandi er það eina sem við getum gert sem hefði einhver áhrif. Utanríkisráðherra sýndi í síðustu viku samstöðu með gyðingum á Íslandi sem er gott mál en hvers vegna er ekki það sama uppi á teningnum þegar kemur að fólkinu í Palestínu? Hvar eru viðbrögð okkar við þessu ákalli? Á Ísland enn einu sinni að sitja hjá - og gera ekki neitt? Hvernig getur það verið afstaða þess fólks em við höfum valið til forystu? Samkvæmt könnunum vill mikill meirihluti Íslendinga beita Ísrael viðskiptaþvingunum - og afgerandi meirihluti vill að við slítum stjórnmálasambandi við Ísrael til að sýna afstöðu okkar í verki. En ekkert er gert. Þrátt fyrir kláran vilja íslensku þjóðarinnar - og neyðarkall Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálpasamtaka. Ætlar þessi ríkisstjórn virkilega að bjóða okkur upp á sveltandi, króknandi og limlest börn í Palestínu um þessi jól án þess að rétta fram þá hjálparhönd sem um er beðið? Það verða ekki gleðileg jól. Samvisku minnar vegna get ég ekki hugsað mér að styðja nokkru sinni fólk - sem hunsar þjóðarvilja - og neyðarkallið sem Íslandi barst viku fyrir jólin 2025. Því mun ég aldrei gleyma - og vona að ég sé ekki sá eini. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður og áhugamaður um mannréttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn B. Björnsson Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Nú í vikunni báðu Sameinuðu þjóðirnar og yfir 200 hjálparsamtök allar þjóðir heims um að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að þrýsta á Ísrael um að hleypa hjálpargögnum inn á Gaza - eins og Ísrael hefur skuldbundið sig til að gera. Á hverjum degi deyr fólk á Gaza vegna skorts á mat, lyfjum og tjöldum. Þannig heldur Ísrael þjóðarmorðinu áfram því mjög lítill hluti þeirra hjálpargagna sem átti að flytja inn á Gaza samkvæmt vopnahlésskilmálunum er hleypt þangað inn. Ástæðan er nýjar reglur ísraelskra yfirvalda sem gera hjálparstarf þar ómögulegt samkvæmt því sem Sameinuðu þjóðirnar og á þriðja hundrað hjálparsamtök segja í ákalli sínu á miðvikudag. Allir þessir aðilar segja að eina leiðn til að rjúfa þennan vítahring og hjálpa fólkinu sem býr við ólýsanlega neyð sé að þjóðir heims þrýsti á Ísrael um að opna fyrir mannúðaraðstoð inn á Gaza - eins og um var samið. Því eins og venjulega stendur Ísrael ekki við þá samninga sem það gerir. Fyrir utan að hleypa ekki inn þeirri mannúðaraðstoð sem um var samið hefur Ísrael haldið áfram árásum á Gaza og drepið yfir 400 manns - aðallega konur og börn. Svik Ísraels á gerðum samningum eru ástæða þess ákalls sem nú er beint til okkar - og allra þjóða heims. Ákallið er um að við gerum allt það sem í okkar valdi stendur til að þrýsta á Ísrael um að fara að alþjóðalögum og gerðum samningum. Það ætti að vera sjálfsagt mál að það fólk sem við höfum trúað fyrir stjórn landsins bregðist við eins afgerandi ákalli og þessu. Bregðist með kröftugum hætti við þessu neyðarkalli - og hjálpa þannig fólkinu á Gaza. Allir vita að afgerandi þrýstingur eins og viðskiptabann og slit á stjórnmálasambandi er það eina sem við getum gert sem hefði einhver áhrif. Utanríkisráðherra sýndi í síðustu viku samstöðu með gyðingum á Íslandi sem er gott mál en hvers vegna er ekki það sama uppi á teningnum þegar kemur að fólkinu í Palestínu? Hvar eru viðbrögð okkar við þessu ákalli? Á Ísland enn einu sinni að sitja hjá - og gera ekki neitt? Hvernig getur það verið afstaða þess fólks em við höfum valið til forystu? Samkvæmt könnunum vill mikill meirihluti Íslendinga beita Ísrael viðskiptaþvingunum - og afgerandi meirihluti vill að við slítum stjórnmálasambandi við Ísrael til að sýna afstöðu okkar í verki. En ekkert er gert. Þrátt fyrir kláran vilja íslensku þjóðarinnar - og neyðarkall Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálpasamtaka. Ætlar þessi ríkisstjórn virkilega að bjóða okkur upp á sveltandi, króknandi og limlest börn í Palestínu um þessi jól án þess að rétta fram þá hjálparhönd sem um er beðið? Það verða ekki gleðileg jól. Samvisku minnar vegna get ég ekki hugsað mér að styðja nokkru sinni fólk - sem hunsar þjóðarvilja - og neyðarkallið sem Íslandi barst viku fyrir jólin 2025. Því mun ég aldrei gleyma - og vona að ég sé ekki sá eini. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður og áhugamaður um mannréttindi.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar