Körfubolti

„Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“

Hjörvar Ólafsson skrifar
Óskar Þór Þorsteinsson þjálfari ÍA, var ekki sáttur við lærisveina sína. 
Óskar Þór Þorsteinsson þjálfari ÍA, var ekki sáttur við lærisveina sína.  Vísir/Jón Gautur

Óskar Þór Þorsteinsson, þjálfari ÍA, segir að liðið þurfi að bæta varnarleikinn á nýju ári. Fara þurfi yfir hugarfarið og vinnureglur í varnarleiknum í komandi jólafríi. 

„Við komumst aldrei í takt við þennan leik og náðum engu flugi. Enn og aftur erum við að mæta eins og aumingjar inn í leikina og það er mikið áhyggjuefni hvernig við byrjum leikina. Það er mjög erfitt að vera alltaf búnir að grafa djúpa holu og reyna svo að koma til baka,“ sagði Óskar Þór Þorsteinsson, þjálfari Skagamanna, vonsvikinn eftir leik.

„Við erum augljóslega litlir undir körfum og við söknum Zudzum og hæðarinnar hjá honum tilfinnanlega. Við vorum að reyna að skipta á screenum en það gekk ekki nægilega vel upp að þessu sinni og við þurfum að leggjast yfir varnarleikinn í jólafríinu,“ sagði Óskar Þór þar að auki.

„Mér hefur fundist vanta upp á hugarfarið hjá okkar í síðustu leikjum og ég átta mig ekki alveg á því hvort að það skortur á sjálfstrausti, andleg eða líkamleg þreyta. Líklega er það blanda af þessu öllu. Það er fínt að fá smá breik og fá tíma til þess að vinna í okkar málum,“ sagði hann.

„Það má hins vegar ekki gleyma því að Ármann spilaði bara vel í þessum leik og komu okkur að vissu leyti á óvart með hvernig þeir notuu Zarko undir körfunni. Ingvi Þór skaut okkur svo í kaf á köflum. Við munum mæta sterkir til leiks eftir áramót,“ sagði Óskar um framhaldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×