Fótbolti

Skagastrákarnir áttu mis­jöfnu gengi að fagna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hákon Arnar Haraldsson átti stóran þátt í sigri Lille.
Hákon Arnar Haraldsson átti stóran þátt í sigri Lille. getty/Ibrahim Ezzat

Jafnaldrarnir frá Akranesi og samherjarnir í íslenska landsliðinu í fótbolta, Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson, áttu misjöfnu gengi að fagna í dag.

Lille sigraði D-deildarlið Lusitanos, 0-1, í 64-liða úrslitum frönsku bikarkeppninnar.

Lille, sem er í 4. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar, þurfti að sýna þolinmæði en eina mark leiksins kom á 80. mínútu. Marius Broholm skoraði þá eftir undirbúnings Hákonar.

Á þessu tímabili hefur Skagamaðurinn leikið samtals 22 leiki í öllum keppnum, skorað sex mörk og lagt upp fjögur.

Ísak Bergmann Jóhannesson var í byrjunarliði Köln sem tapaði á grátlegan hátt fyrir Union Berlin á heimavelli, 0-1.

Andras Schafer skoraði sigurmark gestanna þegar mínúta var komin fram yfir venjulegan leiktíma. Gestirnir voru þá orðnir manni færri eftir að Rav van den Berg fékk rauða spjaldið á 85. mínútu.

Illa hefur gengið hjá Köln að undanförnu en liðið er án sigurs í síðustu sex deildarleikjum. Liðið er í 11. sæti með sextán stig eftir fimmtán leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×