Erlent

Ljós­myndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump

Agnar Már Másson skrifar
Í skúffunni má sjá glitta í ljósmynd af Trump. Oljóst er hvers vegna þetta tiltekna skjal hefur verið fjarlægt.
Í skúffunni má sjá glitta í ljósmynd af Trump. Oljóst er hvers vegna þetta tiltekna skjal hefur verið fjarlægt. X

Hið minnsta sextán skrár hafa verið fjarlægðar af opinni vefsíðu bandaríska dómsmálaráðuneytisins sem höfðu verið opinberaðar í gær í tengslum við barnaníðinginn Jeffrey Epstein. Þar á meðal hefur skjal sem sýndi ljósmynd af Donald Trump Bandaríkjaforseta horfið af vefsíðu ráðuneytisins, en ekki liggur fyrir hvers vegna.

Skjölin sextán voru aðgengileg í gær, að sögn AP, og sýndu meðal annars málverk af nöktum konum. 

Ein skrá var ljósmynd er sýndi stafla af ljósmyndum á skenk og í skúffum. Þar mátti sjá ljósmynd af Trump ásamt Epstein, Melaniu Trump og Ghislaine Maxwell, sem lengi var samstarfskona Epsteins. 

Sjá einnig: Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna

Dómsmálaráðuneytið hefur ekki gefið upp hvers vegna skrárnar voru fjarlægðar eða hvort það hafi verið gert af ásettu ráði. Talsmenn ráðuneytisins hafa ekki tjáð sig.

Ekki liggur fyrir hvað annað hefur verið tekið niður og hvers vegna. 

Demókratar í eftirlitsnefnd fulltrúadeildarinnar vöktu athygli á myndina sem hvarf í færslu á X og skrifuðu: „Hvað annað er verið að hylma yfir? Við krefjumst gagnsæis fyrir almenning í Bandaríkjunum.“

Skjölin sem birt voru í gær innihalda þúsundir ljósmynda og bæta í raun litlu við þær opinberu upplýsingar sem þegar liggja fyrir um Epstein og mál hans. Skjölin varpa ekki heldur frekara ljósi á tengingar hans við auðuga og áhrifamikla menn vestanhafs eða annarsstaðar í heiminum.


Tengdar fréttir

Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna birti í gær þúsundir skjala sem tengjast máli Jeffreys Epstein, barnaníðingsins fræga og látna. Tiltölulega fljótt þótti þó ljóst að skjölin sem birt voru stæðust ekki væntingar margra um að varpa frekara ljósi á málið.

Epstein-skjölin birt

Epstein-skjölin hafa verið birt á vefsíðu dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Birting skjalanna hafa valdið miklum usla vestanhafs en þau tengjast rannsóknum á barnaníðingnum Jeffrey Epstein.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×