Fótbolti

Sandra María hetjan og með þeim marka­hæstu í Þýska­landi

Aron Guðmundsson skrifar
Sandra María Jessen er að fara á kostum í þýsku úrvalsdeildinni
Sandra María Jessen er að fara á kostum í þýsku úrvalsdeildinni Getty/Marcio Machado

Ís­lenski lands­liðs­fram­herjinn Sandra María Jes­sen er með markahæstu leik­mönnum þýsku úr­vals­deildarinnar um þessar mundir og í dag tryggði hún Köln 1-0 sigur á RB Leipzig í Ís­lendinga­slag.

Sandra María var sem fyrr í byrjunar­liði Kölnar í leik dagsins og lét eins og svo oft áður til sín taka. Á sama tíma var Emilía Kiær Ás­geirs­dóttir í byrjunar­liði Leipzig.

Það dró til tíðinda strax á upp­hafsmínútum seinni hálf­leiks þegar að Sandra María kom Köln yfir. Hennar níunda mark á tíma­bilinu og er hún nú með markahæstu leik­mmönnum deildarinnar, með einu marki minna en Selina Cerci, leik­maður Hof­fen­heim.

Mark Söndru reyndist eina mark leiksins og tryggði það Köln mikilvæg þrjú stig. Liðið er nú 8.sæti með 21 stig, átta stigum meira en RB Leipzig sem situr í 11.sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×