Körfubolti

Kol­brún María kom við sögu í endur­komu Hann­over

Aron Guðmundsson skrifar
Kolbrún María lét til sín taka hér heima með Stjörnunni áður en hún hélt út í atvinnumennsku
Kolbrún María lét til sín taka hér heima með Stjörnunni áður en hún hélt út í atvinnumennsku vísir/Anton

Íslenska landsliðskonan í körfubolta, Kolbrún María Ármannsdóttir kom við sögu í endurkomusigri Hannover gegn Freiburg í efstu deild Þýskalands í dag.

Kolbrún María spilaði um sextán mínútur yfir Hannover í dag og setti niður þrjú stig, tók tvö fráköst og gaf eina stoðsendingu. 

Kolbrún verður átján ára gömul þann 28.desember nærkomandi og er á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku en hún gekk í raðir Hannover frá Stjörnunni fyrr á árinu. 

Kolbrún María og liðsfélagar hennar þurftu að grafa djúpt til að ná fram sigri gegn Freiburg í dag. Þegar komið var fram í fjórða og síðasta leikhluta leiksins voru þær sjö stigum undir en náðu, með samstilltu átaki að snúa stöðunni sér í vil og sigla heim tíu stiga sigri, 66-76. 

Virkilega vel að verki staðið en Lashae Dwyer var stigahæst í liði Hannover í dag með 25 stig. 

Með sigrinum hefur Hannover nú nælt í tólf stig úr fyrstu tólf leikjum tímabilsins og er sem stendur í 4.sæti þýsku deildarinnar með jafn mörg stig og Panthers í þriðja sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×